15:15 Tónar tvíblöðungar


15:15

 Miðasala

Tónar tvíblöðunga

Tónar tvíblöðungar er yfirskrift spennandi tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu næstkomandi sunnudag 28. febrúar kl. 15:15. Tvíblöðunga er ekki skordýrategund eins og margir gætu haldið heldur samheiti yfir óbó- og fagottleikara sem leika á tvöföld reyrblöð. Það eru tvíblöðunga blásaraoktettsins Hnúkaþeys, þau Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir óbóleikarar og Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari sem leika, ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara og Sigurði Halldórssyni sellóleikara, sjaldheyrt eyrnakonfekt frá barokktímanum: Tríósónötur eftir Jan Dismas Zelenka, Arcangelo Califano og Johann Fredrich Fasch auk einleiksverks fyrir selló eftir Domenico Gabrieli. Þetta eru tónleikar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Miðar eru seldir við innganginn og á tix.is.

Miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.