EES-samningurinn og skuldbindingar Íslands


12:00

EES-samningurinn og skuldbindingar Íslands

Mánudaginn 8. febrúar kl. 12:00-13:00 í Norræna húsinu.
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi. Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Samskipti Íslands við Evrópu grundvallast á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið – EES-samningnum – en hann veitir Íslendingum m.a. tækifæri á að sækja sér nám, starfa og stunda viðskipti við önnur ríki innan álfunnar. Samningnum fylgja þó einnig töluverðar skuldbindingar og hefur Ísland staðið sig verst við að uppfylla þær af því 31 ríki sem er aðili að EES-samningnum. Ríkisstjórn Íslands sendi frá sér skýrslu í desember sl. þar sem  gerð er grein fyrir framkvæmd samningsins og ýmsar tillögur settar fram um úrbætur. Á þessum fundi mun Páll Þórhallsson, formaður stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins og einn skýrsluhöfunda, kynna helstu niðurstöður skýrslunnar. Claude Maerten, frá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins, bregst við erindi Páls og ræðir EES-samninginn út frá sjónarhorni Evrópusambandsins.

Páll Þórhallsson, formaður stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins.

Claude Maerten, frá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins.

Fundarstjóri: Siv Friðleifsdóttir, fyrrum ráðherra.

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is / www.esb.is

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi á Facebook:

https://www.facebook.com/Evropusambandid