NORDIC FILM FOCUS 2023

NORDIC FILM FOCUS Kvikmyndadagar Nordic Film Focus verða haldnir í samstarfi við Reykjavík Feminist Film Festival dagana 13.-15. Janúar 2023. Nordic Film Focus er árlegt samstarf Norræna hússins í Reykjavík og norrænu sendiráðanna á Íslandi. Dagskráin í Norræna húsinu beinir sjónum að norrænum kvenleikstjórum og myrkri og hryllingi sem viðfangsefni. Nýlegar norrænar kvikmyndir verða sýndar […]

Hvernig ég komst í sprengjubyrgið

SKOÐA SÝNINGARSKRÁ   Hvernig ég komst í sprengjubyrgið  er þverfagleg sýning sjö úkraínskra listamanna í Norræna húsinu, sýningarstjóri er Yulia Sapiha. Í sýningunni kafa listamennirnir djúpt ofan í eigin reynslu af stríðinu, þrána eftir friðsælu lífi, leiðina til þess að þrauka af og vonina um framtíðina. How did I get to the bombshelter opnar 4. febrúar kl […]

Lempi Elo: Tónleikar á bókasafni

Finnska söngvaskáldið Lempi Elo fer með áhorfendur í ferðalag í tónheim sinn þar sem dýpstu tilfinningum okkar mætast. Allt frá rjúkandi morgunkaffi til regnvottra sígrænna mjúkviðarskóga, frá dögun til kvölds, Elo syngur um lífsferðalagið sem við erum öll á, hlið við hlið og ein. Hlustaðu á tónlistina hennar hér..   

Aðventupönk með Fræbbblunum

Hristum upp í aðventunni með pönkaðri hátíðarstemmningu! Aðventupönk í Norræna húsinu með Fræbbblunum, sunnudaginn 11. Desember kl 17:00. Fræbbblarnir eru: Arnór Snorrason, gítar, söngur Guðmundur Þór Gunnarsson, trommur Helgi Briem, bassi Iðunn Magnúsdóttir, söngur Ríkharður Friðriksson, gítar Valgarður Guðjónsson, söngur, gítar

Einar Áskell í jólaskapi – Fjölskyldustund

Allri fjölskyldunni er boðið að föndra jólastjörnur fyrir jólatré, svipaðar þeim sem sjá má í jólabókinni ,,Þú átt gott Einar Áskell”. Hægt er að hengja skrautið á tréið eða skreyta pakka með skrautinu. Kennari smiðjunar er textíllistakonan Bethina Elverdam, fædd og uppalin í Danmörku en flutti til Íslands fyrir tæpum 15 árum og talar reiprennandi […]

Jólasögur fyrir fullorðna

Jólin eru ekki bara barnanna hátíð með jólasveinum og gjöfum, sykurkökum og bjöllum, það er líka tíminn þegar myrkrið tekur yfir með vetrarstormum og kulda og við fullorðna fólkið verðum að leggja okkar af mörkum í baráttunni við myrkraöflin. En er ekki einmitt best að takast á við skammdegið og myrkrið með heitu glöggi og […]

LISTAPÚKINN: Kynjaverur, móðir mín og ég

LISTAPÚKINN – Þórir Gunnarsson Verið velkomin á opnun sýningarinnar 4. Desember klukkan 15:00 í andyri Norræna hússins. Heiðarleiki, heilnæmi og einlægni eru lykiláherslur í verkum Þóris.Verk hans eru ævintýraleg, lituð töfrum og stundum glettni. Þórir lýsir með einföldu myndformi einstöku sambandi mæðra og barna sem njóta félagsskapar hver annars. Bjartir og ónáttúrulegir litir, gróf teikning, bjöguð sjónarhorn og einfaldleiki í mótífum eru meðal áberandi einkenna verka hans og […]

JÓLABÓKASALA NORRÆNA HÚSSINS

Gefðu þér og ástvinum þínum góða gjöf. Bókasafn Norræna hússins selur nýjar, lítið notaðar bækur á sænsku, norsku, dönsku, finnsku og færeysku fyrir alla aldurshópa.

WOVEN INTO: Innsetning og gjörningur

WOVEN INTO (Ofið inní) í er textílinnsetning og dansgjörningur í Gróðurhúsi Norræna hússins sem endurspeglar nauðsyn tengingar, umhyggju og gróðurhúsið sem tákn skjóls jafnt sem útsetningar. Gestum er boðið að koma og upplifa verkið innan og utan Gróðurhússins. AÐEINS TVÆR SÝNINGAR:  Laugardagur 3. Desember 16:00 – 19:00 Sunnudagur 4. Desember 13:00- 16:00 Listamaður innsetningar: Sarah […]

AÐVENTAN Í NORRÆNA HÚSINU: DAGSKRÁ 2022

Aðventudagskrá Norræna hússins einkennist af samveru, endurnýtingu og hátíðleika. Við bjóðum uppá skemmtilega viðburði af ýmsum toga allar helgar fram að jólum. Þar má meðal annars nefna fjölskyldustundir með föndri og leik, tónleikar af klassískum toga, pönktónleikar og jólasögukvöld fyrir fullorðna! Kynnið ykkur dagskrána hér fyrir neðan.   1.  ADVENT SUNNUDAGUR 27. Nóvember HRINGRÁSARJÓL Silkiprent […]

LHÍ x HÍ: Hugrakkur nýr heimur

Sýningin Hugrakkur nýr heimur opnar sunnudaginn 27. nóvember næst komandi í Norræna húsinu klukkan 13:00 og stendur til 17:00. Hugrakkur nýr heimur er útkoma samvinnu milli lista og vísinda: verkefni þar sem komu saman meistaranemendur í hönnun frá Listaháskóla Íslands annars vegar og meistaranemendur í mannfræði, heilbrigðisvísindum, og umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Nemendur […]

Symposium | ART, ECOLOGY AND THE HUMAN-NATURE RELATIONSHIP

For many, living in a time where graphs and statistics on the impending ecological crisis are ever-present, has led to either climate anxiety or climate agnosticism. In recent years, both art and academia has interrogated the notion, that an alternative methodology is necessary, to provide a more tangible understanding of the complex issues of the […]

Fimmtudagurinn Langi

The exhibition „Growing Body of Evidence“ will be open longer than usual on Thursday. Guests can visit Hvelfing from 10 am to 9 pm. There will also be a guided tour of the exhibition in Icelandic at 6 pm – 6:30 pm.

AÐVENTAN Í NORRÆNA HÚSINU: Prent & Vinir og skiptimarkaður

Notað verður nýtt á jólahringrásarmarkaði Norræna hússins! Silkiprent með Prent og vinum: Komið með gamlar flíkur, stuttermaboli eða annan textíl, og glæðið nýju lífi með Prent og vinum – sem munu bjóða gestum og gangandi að gera sitt eigið silkiprent. Þátttakendur geta einnig prentað á pappír, t.d. með að koma með gamla pappírspoka og gera […]

Nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Karen Ellemann verður nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Karen Ellemann hefur átt sæti á danska þinginu frá árinu 2007 og gegnt ýmsum ráðherraembættum í ríkisstjórn Danmerkur. Hún tekur við störfum framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar 1. janúar 2023. Karen Ellemann er stjórnmálamaður með víðtæka þekkingu á sviðum sem vega þungt í norrænu framtíðarsýninni til ársins 2030. Hún hefur […]

Sláttur: Samvirkar hugsanir

Laugardaginn 19. nóvember mun hópur myndlistarfólks, hönnuða, arkitekta, tónlistar- og fræðafólks koma saman í Norræna húsinu og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Þátttaka í viðburðinum er öllum opin. Dagskráin hefst með göngu kl. 11.00 við inngang Norræna hússins og gestir eru hvattir til að klæða sig vel. Gangan veltir upp spurningum um staði og rými […]

Loftslagskrísa, lýðræði og sameiginlegar aðgerðir

Oft reynist okkar helsta áskorun í baráttunni gegn loftslaghamförum og hruni vistkerfa ekki vera skortur á lausnum, heldur skortur á pólitískum vilja. Þar að auki hverfist loftslags- og umhverfisumræðan að miklu leiti um einstaklinginn og ákvarðanir hans, í stað þess að leggja áherslu á þau pólitísku, efnahagslegu og félagslegu kerfi sem ala af sér þessi […]

Sögustund á sunnudögum: Ef þú rekst á björn (sænska & íslenska)

Ef þú rekst á björn og Norræni bókagleypirinn Sögustund á sunnudögum – sænska – íslenska Öll fjölskyldan er velkomin að hlusta á sögu um óútreiknanlegan björn úr skemmtilegu barnabókinni Ef þú rekst á björn eftir Martin Glaz Serup, Malin Kivelä and Linda Bondestam. Kennsluefni byggt á bókinni má finna á síðu Norræna Bókagleypirins (bokslukaren.org/) en […]

HVER ER EKKI HÉR? – Inngilding og ábyrgð menningarstofnana

Að heimsækja söfn, mæta á listviðburð, senda inn tilllögu um listviðburð eða atvinnuumsókn – fyrir flest hljómar þetta ósköp einfalt. En fyrir hvernig líkama og hvaða sjálfsmyndir henta þessar aðgerðir? Pallborðið Hver er ekki hér? / Hvern vantar? býður uppá samtal um inngildingu í menningarstofnunum landsins, fyrir hverja eru þessar stofnanir og hver eru þar […]

Verðlaunahafar Norðurlandaráðs 2022

Nora Dåsnes, Solvej Balle, Karin Rehnqvist, Valdimar Jóhannsson, Sjón, Hrönn Kristinsdóttir, Sara Nassim og sveitarfélagið Mariehamn veittu verðlaunum Norðurlandaráðs 2022 viðtöku við verðlaunaathöfn í beinni útsendingu frá Musikhuset í Helsinki þriðjudagskvöldið 1. nóvember. Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaunin og umhverfisverðlaunin hlaut sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum fyrir Nabbens våtmark. Bókmenntaverðlaunin hlaut hin danska Solvej Balle fyrir […]

FRAMTÍÐIN ENDURSKRIFUÐ: Málstofa milli vísinda og bókmennta

Nú, meira en nokkurn tímann áður, er þörf á frásögnum sem lýsa annarskonar hugsanar- og lifnaðarháttum. Félagslegt ímyndunarafl, drifið áfram af áhrifaríkum sögum, gæti vel verið lykildrifkraftur í grænum og réttlátum umskiptum. Sögur sem sem ýja að yfirvofandi heimsendi og sýna framtíð mannkynsins frá myrku og dystópísku sjónarhorni eru allsráðandi í hverskyns skáldskap. En þegar […]

Norræna húsið óskar eftir skjalaverði

Norræna húsið óskar eftir skjalaverði Norræna húsið í Reykjavík er rótgróinn vettvangur Norðurlanda fyrir listir, menningu, tungumál og samfélagsumræðu. Sjálfbærni er lykilatriði í starfsemi hússins. Við leggjum áherslu á CO2 hlutleysi í okkar verkefnum, jafnrétti og fjölbreytileika. Í Norræna húsinu er boðið upp á framsækna og viðeigandi listræna, bókmenntalega og félagslega dagskrá allt árið um […]

Töfrandi hljóðheimur Dawda Jobrateh

Vertu með okkur þann 3. nóvember og upplifðu töfrandi hljóðheim Dawda Jobrateh. Gambíski tónlistarmaðurinn og tónskáldið Dawda Jobarteh (býr og starfar í Danmörku) auðgar heimstónlistarlífið með tónum sínum. Hann magnar upp hljóðfæri sitt, Kóruna, hefðbundna vestur-afríska hörpu og notar bjögun og nútíma hljóðáhrif til að flytja hana á meistaralegan hátt inn í núið – sem flakkari […]

Sendiráð Svíþjóðar á Íslandi leitar að kynningarfulltrúa

Sendiráð Svíþjóðar í Reykjavík stuðlar að víðtækum og nánum samskiptum Svíþjóðar og Íslands og aðstoðar sænska ríkisborgara. Starfsfólk sendiráðsins samanstendur af sendiherra og ritara, sem koma frá Svíþjóð, auk þriggja staðbundinna starfsmanna í fullu starfi. Nánari lýsingu á starfsemi okkar er að finna á vefsíðunni www.swedenabroad.com. Mikilvægt er að umsækjandi hafi gott vald á töluðu […]

Ukrainians in Iceland: cup of coffee meeting #2

Ukrainians in Iceland: cup of coffee meeting : ARE WE OK? Russia’s invasion of Ukraine has forced millions of Ukrainians to flee their homes in search of safety. Many have taken refuge in Iceland.   Being away from home, in a foreign country with a new way of life and language, the need to communicate with compatriots […]

Skipt um Sjónarhorn: Bókmenntir og Þjóðerniskennd

Verið velkomin í Norræna húsið í Reykjavík, miðvikudaginn 19. október kl. 10:20 í tilefni af bókmenntasamtali með frú Elizu Reid, rithöfundi og forsetafrú Íslands og frú Jenni Haukio, ljóðskáldi og forsetafrú Finlands. Ísland og Finnland eiga hvort um sig ríkan bókmenntaarf, allt frá þjóðsögum og sögum, frá Kalevala og öðrum epískum ljóðum til norrænna samtímabókmennta. […]

Fjölskyldustund: LANGSPILSSMIÐJA

LANGSPILSSMIÐJA Fyrir alla fjölskylduna með Eyjólfi Eyjólfssyni, söngvara og þjóðfræðingi Í langspilssmiðjunni læra þátttakendur undistöðuatriðin í langspilsleik, eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum. Því næst verða kennd vel valin lög úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar sem verða að lokum flutt við langspilsleik þátttakenda.  Langspil […]

BÁRUR: Leikhús og tónlist fyrir börn

BÁRUR Leikhús og tónlist fyrir börn Niður sjávar og vatns er aðalþema þessa verks sem er samið fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en norræn goðafræði svífur einnig yfir vötnum. Sagan er sögð af tónskáldinu, Svöfu Þórhallsdóttur, sem leiðir börnin í ævintýraheim og notar hún söguna til að skapa aðstæður þar sem börnin […]

Opnunarhátíð Óperudaga 2022

Verið velkomin á opnunarhátíð Óperudaga. Sunnudaginn 23. október bjóðum við uppá dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Allir eru velkomnir á opnun Óperudaga þar sem hátíðin framundan verður stuttlega kynnt af aðstandendum verkefnanna og nýr söngkvartett eftir Ásbjörgu Jónsdóttur við ljóð Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur verður frumfluttur. Léttar veitingar verða í boði frá Sono matseljum og skemmtileg Óperudagastemning […]

IMPACT: Pallborð 2

Pallborðsumræður: Menntun / Aktívismi í tónlist Panelstýra: Tui Hirv (EE/IS) Umræður: Í pallborðsumræðum verður farið yfir ýmis málefni sem snerta tónlistarlífið á gagngeran hátt, mál sem hafa verið í brennidepli undanfarin ár. Hér verða rædd málefni innflytjenda með þátttöku þeirra í huga í tónlistarlífi nýs heimalands og rannsóknir því tengdu. Einnig verður fjallað um aðgengi […]

Norrænir Músíkdagar 2022: Kvikmyndasýning

í Norræna húsinu verður til sýnis úrval heimildar- og myndbandsverka frá Grænlandi og Íslandi. Myndir með áherslu á Tónlist í Grænlandi eru þrjár talsins og verða sýndar í sal Norræna hússins: Milli klukkan 16:00-18:00: Ilinniarfissuaq, Independence and Nationalism by Erneeraq Lennert, Piitannguaq Jonathansen, Angerlannguaq Sandgreen, Monica Thorin, Sara Høegh Egede, Erneeraq Abelsen, Axel Thorleifsen, Erik Vahl Hansen. […]

Einar Áskell í jólaskapi – Fjölskyldustund

Allri fjölskyldunni er boðið að föndra jólastjörnur fyrir jólatré, svipaðar þeim sem sjá má í jólabókinni ,,Þú átt gott Einar Áskell”. Hægt er að hengja skrautið á tréið eða skreyta pakka með skrautinu. Kennari smiðjunar er textíllistakonan Bethina Elverdam, fædd og uppalin í Danmörku en flutti til Íslands fyrir tæpum 15 árum og talar reiprennandi […]

Baltneskt jólaskraut & úkraínsk myndlist – Fjölskyldustund

Öll velkomin á vinnustofu þar sem hægt er að læra um jólahefðir í Lettlandi með því að taka þátt í jólaföndri. Gestir læra að búa til Puzur og annað hefðbundið lettneskt jólaskraut. Puzur eru gerðar úr reyr eða strái eða einfaldri útgáfu – úr prikum og garni. Puzurs eru hengdar í miðju herbergja svo það […]

Hlutir handa geimverum – Fjölskyldusmiðja

Ókeypis smiðja fyrir alla fjölskylduna þar sem foreldrar eru hvattir til virkrar þátttöku. Í smiðjunni munu gestir leira hluti og fyrirbæri til að hjálpa geimverum að skilja lífið á jörðinni. Smiðjan tengist núverandi myndlistarsýningu Norræna hússins Samansafn sönnnunargagna. Á sýningunni má sjá verk sem velta upp þeim breytingum sem loftslagshamfarir og gervigreindar byltingin mun hafa […]

Búðu til þinn eigin heim – Vinnustofa í vetrarfríi

Tveggja daga vinnustofa fyrir börn á aldrinum 8-12 ára sem er innblásin af núverandi sýningum í Norræna húsinu. Áherslan verður á mismunandi þemu sem finna má í sögum um Einar Áskel – hvernig hægt er að finna töfra í daglegu lífi eða skapa þá í krafti ímyndunaraflsins. Að búa til heima eða framtíðarheima er einnig þema í […]

Að ná að skrifa og njóta þess líka að lifa

Örnámskeið í skapandi skrifum með Sverri Norland  fyrir 12 ára og eldri Skráning með því að senda nafn og aldur til hrafnhildur@nordichouse.is Mýtan um þjáða listamanninn er lífseig og þá ekki síst hugmyndir okkar um þjakaða rithöfundinn sem þarf helst að svelta, engjast um í ástarsorg, gleyma að skila inn skattaskýrslu og búa í leku […]

Trékofi Einars Áskels – Fjölskyldustund

Gestir geta byggt módel af tréhúsi úr trékubbum í anda trjákofaþyrlu Einars Áskels sem varð til í skemmtilegu bókinni: Svei-attan, Einar Áskell eftir Gunillu Bergström. Hægt er að finna bæði kofann og þyrluna á nýrri sýningu á barnabókasafni Norræna hússins: Til hamingju Einar Áskell! sem var sett upp í tilefni af 50 ára afmæli sögupersónunar Einars Áskels.

Föðurhlutverkið í barnabókmenntum: Pallborð

Hvar er pabbi? Þegar sögur Gunillu Bergström um Einar Áskel og einstæða pabba hans komu fyrst út árið 1972 sýndu þær aðra föðurímynd en vant var, föður sem var nálægur og ögraði kynjahlutverkum sjöunda áratugarins. Hér var pabbinn aðal og eini umönnunaraðilinn í lífi barnsins. Í tilefni af feðradeginum 13. nóvember og nýrri sýningu Norræna […]

ISLANDS – Film screening

Hvað er eyja? Landsvæði umkringt sjó, vissulega, en það fer eftir hvern þú spyrð. Eyjan getur táknað fjölda hugtaka – allt frá eyðieyju, góðærisparadís eða einfaldlega: heimili. Þann 21. október sýnir Norræna húsið fjórar stuttmyndir sem hver um sig miðast við hugmyndina um eyjuna. Kvikmyndirnar fjalla um hina flóknu menningarlegu merkingu sem eyjar hafa um […]

Tíu risar í myndlist – Heil öld af úkraínskri myndlist

Ókeypis námskeið fyrir 14 ára og eldri Nemendur læra um úkraínska myndlist á 20. og 21. öldinni, kennt af úkraínska listfræðngnum Yuliia Saphia. Hver kennslustund leggur áherslu á ólíka miðla svo sem vatnsmálun, klippimyndir og sprey málingu. Dagsetningar námskeiðs eru: 13. Nóvember kl. 13:00 20. Nóvember kl. 14:30 27. Nóvember kl. 13:00 4. Desember kl. […]

Ævintýri hundsins – Fjölskyldusmiðja

Gestir kynnast úkraínsku teiknimyndinni „Einu sinni var hundur..“ og gefst færi á að teikna sína eigin myndasögu. Gestir fá tækifæri til að sjá myndina sem verður í gangi alla smiðjuna ásamt því að heyra úkraíns þjóðlög. Hægt verður að klippa út eftir útlínum aðal persóna teiknimyndarinnar og raða upp í nýja sögu. Smiðjan fer fram […]

Skógarsöngurinn – Fjölskyldustund

Gestum vinnustofunnar gefst færi á að kynnast frábærum íbúum úkraínskra skóga, sem bygðir eru á þjóðsögum, í gegnum leikritið Skógarsöngurinn. Verkið er eftir Lesiu Ukrainka og var skrifað árið 1911 og fjallar um álfadís sem fellur fyrir venjulegum manni. Búið verður til umhverfi – leikhússvið- með vatnslitum og boðið verður upp á leir til að […]

KRAKKAVELDI: Jólaklipping & Trúnó

Krakkaveldi býður gestum í jólaklippingu og trúnó til að aðstoða fullorðna í jólastressinu. Treystir þú krökkum? En treystir þú þeim fyrir hárinu á þér? Komdu þá í klippingu! Ókeypis klippingar framkvæmdar af reyndum klippurum á aldrinum 7-12 ára!  SKRÁNING Í JÓLAKLIPPINGU KRAKKAVELDIS ER HAFIN! Kæru vinir! Við höfum opnað fyrir skráningu í jólaklippingu Krakkaveldis, sem […]

Ímyndaður Vinur – Fjölskyldustund

Ímyndunaraflið fer á fullt þegar veröld Enkis verður að veruleika í gegnum kvikmyndaverkið „Et Lysglimt Herfra“ („Ljósglampi héðan“), heillandi brúðuleikhúsi, söng og töfrandi áhrifum. Á meðan við horfum á Enki-brúðurnar á skjánum verðum við með skemmtilega vinnustofu þar sem þú getur teiknað og mótað þinn eigin Enki úr silkileir og jafnvel gefið honum líf. Enkis […]

LESTRARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU

LESTARKLÚBBUR Í NORRÆNA HÚSINU: FYRIR OKKUR SEM ELSKUM AÐ LESA GÓÐAR BÆKUR. Skráðu þig í lestrarklúbb Norræna hússins á fallegasta bókasafni Reykjavíkur þar sem við tölum saman um norrænan skáldskap. Lestrarklúbbnum er stýrt af Susanne Elgum sem starfar á bókasafninu. Við lesum á skandinavísku og tölum saman á „blandinavísku“  þegar við hittumst á bókasafninu. Við […]