Jólasögur fyrir fullorðna
20:00- 22:00
Aðgangur ókeypis
Jólin eru ekki bara barnanna hátíð með jólasveinum og gjöfum, sykurkökum og bjöllum, það er líka tíminn þegar myrkrið tekur yfir með vetrarstormum og kulda og við fullorðna fólkið verðum að leggja okkar af mörkum í baráttunni við myrkraöflin. En er ekki einmitt best að takast á við skammdegið og myrkrið með heitu glöggi og góðum sögum?
Vertu velkomin á jólaupplestur í Norræna húsinu sunnudaginn 4. desember á veitingastaðnum SÓNÓ. Þar verða sértilboð á jólakökum og öðru góðgæti. Við lesum upp úr skandinavískum bókmenntum tengdum jólunum á dönsku, norsku og sænsku.