Hlutir handa geimverum – Fjölskyldusmiðja


13:00–15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Ókeypis smiðja fyrir alla fjölskylduna þar sem foreldrar eru hvattir til virkrar þátttöku.

Í smiðjunni munu gestir leira hluti og fyrirbæri til að hjálpa geimverum að skilja lífið á jörðinni. Smiðjan tengist núverandi myndlistarsýningu Norræna hússins Samansafn sönnnunargagna. Á sýningunni má sjá verk sem velta upp þeim breytingum sem loftslagshamfarir og gervigreindar byltingin mun hafa í för með sér. Hvernig mun saga mannkynsins verða skráð? Hvaða vísbendingar um líf okkar á jörðinni munu geimverur og kynslóðir framtíðarinnar hafa um lífið á jörðinni eins og það er núna? Hvernig útskýrum við fyrir þeim hvað fór úrskeiðis?

Þátttakendur fara í stellingar fornminjafræðinga og skrásetja minjar úr samtímanum og velta fyrir sér hvernig geimverur eða kynslóðir í framtíðinni munu lesa úr þessum minjum. Þátttakendur geta tekið með sér muni að heiman til að taka mót af eða vinna útfrá.

Ókeypis er á myndlistarsýningar Norræna hússins og eru gestir hvattir til að skoða sýninguna í tengslum við smiðjuna.

Stýrt af Berglindi Jónu Hlynsdóttir myndlistarkonu. Berglind hefur verið virk í alþjóðlegri og innlendri myndlistarsenu til fjölda ára, starfaði sem ljósmyndari fram að 2003, lauk B.A. í myndlist, LHÍ 2006 og M.A. í myndlist 2010 frá Valand School of Fine Art. Hún bætti við sig diploma í listkennslufræði árið 2020, LHÍ. Hún hefur einnig unnið sem skipuleggjandi námskeiða, fyrirlesari og kennt frá börnum og á háskólastigi og fyrirlesari.

Smiðjan fer fram á íslensku, portúgalska og ensku.