LHÍ x HÍ: Hugrakkur nýr heimur


13:00–17:00
Aðgangur ókeypis

Sýningin Hugrakkur nýr heimur opnar sunnudaginn 27. nóvember næst komandi í Norræna húsinu klukkan 13:00 og stendur til 17:00. Hugrakkur nýr heimur er útkoma samvinnu milli lista og vísinda: verkefni þar sem komu saman meistaranemendur í hönnun frá Listaháskóla Íslands annars vegar og meistaranemendur í mannfræði, heilbrigðisvísindum, og umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Nemendur hafa, í gegnum samtöl við vísindamenn og sérfræðinga, rannsakað og túlkað leiðir til þess að halda áfram okkar vegferð að breyttum heimi.

Verkin eru tengd fjölda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna en þau varpa ljósi á samband okkar við heilbrigða öldrun (3), umhverfis- og kynjajafnrétti (5), sjálfbæra framleiðslu ullar og byggingarefna (12), verndun sjávar (14) og umhverfi (15).

Núverandi umhverfis- og samfélagslegar áskoranir gera þær kröfur á samfélög okkar um að koma saman og fara ótroðnar leiðir. Hvernig getum ímyndað okkur þann nýja, sjálfbæra heim sem við stefnum á? Til þess að við getum hafið þetta ferðalag saman þurfum við að sameina staðreyndir og tilfinningaleg gildi, breyta því óþekkta í kunnuglegt og efla bæði samhygð og framsýna umræðu.