HVER ER EKKI HÉR? – Inngilding og ábyrgð menningarstofnana


15:30 - 17:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Að heimsækja söfn, mæta á listviðburð, senda inn tilllögu um listviðburð eða atvinnuumsókn – fyrir flest hljómar þetta ósköp einfalt. En fyrir hvernig líkama og hvaða sjálfsmyndir henta þessar aðgerðir?

Pallborðið Hver er ekki hér? / Hvern vantar? býður uppá samtal um inngildingu í menningarstofnunum landsins, fyrir hverja eru þessar stofnanir og hver eru þar velkomin? Hvernig getum við byggt upp eða breytt innviðum til að vinna að aukinni inngildingu og meiri fjölbreytileika á menningarsviði Íslands? Hvað gera stofnanir um þessar mundir til að bjóða upp á og ná til fjölbreytts úrvals listamanna og menningarstarfsmanna? Hvað þýðir það þegar stofnun segir að áhorfendur séu fjölbreyttir og hvað geta menningarstofnanir gert til að auka þátttöku sem og fjölbreytileika áhorfenda?

Vertu með okkur og taktu þátt í að ræða innviði stofnana og hvernig þeir stuðla að eða standa í vegi fyrir fjölbreytileika og inngildingu.

Þátttakendur í pallborði eru:

Björt Sigfinnsdóttir. Forstjóri LungA skólanns og hátíðarinnar, fornafn: Hún

Sabina Westerholm. Forstjóri Norræna hússins, fornafn: Hún

Halla Margrét Jóhannesdóttir. Listasafns Reykjavíkur

Vigdís Jakobsdóttir. Listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, fornafn: Hún

Stjórnandi pallborðs:

Chanel Björk Sturludóttir. Fjölmiðlakona og aktívisti, Fornafn: Hún

Hver þátttakandi mun fjalla um innviði stofnana og hvernig þeir stuðla að (eða gegn) fjölbreytileika og inngildingu. Þessum einstaklingum hefur verið boðið að taka til máls á grundvelli stöðu sinnar í íslensku menningarlífi og munu bjóða upp á margvíslega reynslu hvað varðar þátttöku sína til inngildingar ogfjölbreytileika.

Menningarleg leiðtogahlutverk eru fyrst og fremst hlutskipti þeirra sem tilheyra forréttindahópum en við vonum að með þátttöku í þessu pallborði munu áhorfendur og þátttakendur pallborðsins geta hlustað á og lært af hvort öðru og fundið uppbyggilegar leiðir til að vinna saman að fjölbreytileika í íslensku menningarlífi. Við hvetjum þátttakendur til þess að taka þátt og spyrja spurninga.

Þessi viðburður er annað pallborðið í yfirstandandi dagskrá í Norræna húsinu sem stýrt er af sýningarstjóranum Elham Fakouri (hún/hennar) með áherslu á fjölbreytileika og inngildingu í íslensku lista- og menningarlífi.

Hvern Vantar/ Hver er ekki hér? er þróað í samvinnu við Sophie Mak-Schram (hún/hennar), listkennara og framleiðandi sem hefur áhuga á fjölbreytileika, inngildingu og samruna milli listar og menntunar.


AÐGENGI: Þessi viðburður verður á ensku. Salurinn og salernin eru aðgengileg fyrir hjólastóla. Salernin eru kynhlutlaus. Boðið verður upp á táknmál og/eða texta. Boðið verður upp á áfenga og óáfenga drykki eftir viðburðinn og allar veitingar verða við hæfi fyrir grænkera og/eða vegan. Það verður engin strobe lýsing eða mikill hávaði á þessum viðburði.

Við erum stöðugt að læra um aðgangsþarfir. Ef þörfum þínum er ekki fullnægt nægilega með ofangreindum ákvæðum, vinsamlegast hafðu samband við elham@nordichouse.is og við finnum út úr því hvernig best sé að styðja við þátttöku þína á þessum viðburði.