Loftslagskrísa, lýðræði og sameiginlegar aðgerðir


17:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Oft reynist okkar helsta áskorun í baráttunni gegn loftslaghamförum og hruni vistkerfa ekki vera skortur á lausnum, heldur skortur á pólitískum vilja. Þar að auki hverfist loftslags- og umhverfisumræðan að miklu leiti um einstaklinginn og ákvarðanir hans, í stað þess að leggja áherslu á þau pólitísku, efnahagslegu og félagslegu kerfi sem ala af sér þessi vandamál. Flest erum við sammála um að við stöndum frammi fyrir gríðarlegri áskorun og að við þurfum að gera töluvert meira til þess að koma í veg fyrir loftslagshamfarir. Hins vegar reynist okkur erfitt að ná sátt um það hvernig við eigum að takast á við vandann. Hvernig getum við nálgast þennan ágreining og aukið samtakamátt í þágu framtíðar okkar á jörðu? Hvernig er hægt þrýsta á stjórnmálin og knýja fram metnaðarfyllri aðgerðir? Og hvaða kostir eru í boði ef fulltrúalýðræðið nær ekki að skila nægum árangri?

Þátttakendur í umræðunum eru: Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, fyrrverandi formaður Ungra umhverfissinna, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, rannsóknarblaðamaður sem sérhæfir sig í umhverfismálum og Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur nýju stjórnarskrárinnar.

Stjórnandi umræðna er: Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavik Grapevine

Hvellur (2013, leikstjóri Grímur Hákonarson)

AÐGENGI: Þessi viðburður verður á íslensku. Salurinn og salernin eru aðgengileg fyrir hjólastóla. Salernin eru kynhlutlaus.

Við erum stöðugt að læra um aðgangsþarfir. Ef þörfum þínum er ekki fullnægt nægilega með ofangreindum ákvæðum, vinsamlegast hafðu samband við intern.communications@nordichouse.is og við finnum út úr því hvernig best sé að styðja við þátttöku þína á þessum viðburði.