FRAMTÍÐIN ENDURSKRIFUÐ: Málstofa milli vísinda og bókmennta

Nú, meira en nokkurn tímann áður, er þörf á frásögnum sem lýsa annarskonar hugsanar- og lifnaðarháttum. Félagslegt ímyndunarafl, drifið áfram af áhrifaríkum sögum, gæti vel verið lykildrifkraftur í grænum og réttlátum umskiptum.

Sögur sem sem ýja að yfirvofandi heimsendi og sýna framtíð mannkynsins frá myrku og dystópísku sjónarhorni eru allsráðandi í hverskyns skáldskap. En þegar litið er til þeirra miklu og ógnvænlegu áskorana sem við stöndum frammi fyrir – loftslagshamförum, tapi á líffræðilegum fjölbreytileika, stríði og hnignun lýðræðis – kemur kannski ekki á óvart að margir höfundar hallist að dómsdagsspám.

EN – er hægt að ímynda sér framtíð þar sem mannkyninu tekst í raun og veru að umbreyta samfélögum sínum, og lifa í betri sátt við náttúruna, aðrar lífverur og hvort annað? Hvar eru sögurnar sem sýna okkur hvernig sjálfbært og jarðeldsneytalaust samfélag gæti litið út? Hvar eru sögurnar sem lýsa raunsýnum en þó jákvæðum samfélagsumskiptum?

Þátttakandi: Azucena Castro, PhD í spænsku og bókmenntum og starfandi fræðimaður hjá Stockholm Resilience Centre, og Skúli Skúlason, prófessor í líffræði í Háskólanum á Hólum og Sverrir Norland, þjóðkunnur rithöfundur, þýðandi og útgefandi.