Töfrandi hljóðheimur Dawda Jobrateh


18:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Vertu með okkur þann 3. nóvember og upplifðu
töfrandi hljóðheim Dawda Jobrateh.

Gambíski tónlistarmaðurinn og tónskáldið Dawda Jobarteh (býr og starfar í Danmörku) auðgar heimstónlistarlífið með tónum sínum. Hann magnar upp hljóðfæri sitt, Kóruna, hefðbundna vestur-afríska hörpu og notar bjögun og nútíma hljóðáhrif til að flytja hana á meistaralegan hátt inn í núið – sem flakkari milli menningararfleifðar Vestur-Afríku og Norður-Evrópu á Jobarteh jafnan heima í báðum heimum. Út frá bakgrunni sínum skapar hann afar einstakan hljóðheim á milli þjóðlagatónlistar og afródjass – tveimur mjög ólíkum tónlistarhefðum sem sækja áhrif frá tveggja alda langri sögumenningu á sama tíma og þær eiga enn traustar rætur í nútímanum.

Tónlistarkonan Sara Flindt kemur fram á viðburðinum.

Hlustaðu hér:

——————————

Tónleikarnir klukkan 18:30 og standa til 19:30

Ókeypis aðgangur – allir velkomnir

AÐGENGI: Viðburðurinn verður ókeypis. Salurinn og baðherbergin eru aðgengileg fyrir hjólastóla og baðherbergin eru kynhlutlaus.

Við erum að læra og bæta aðgengi hjá okkur. Ef aðgangsþörfum þínum er ekki fullnægt nægilega óskum við þess að þú hafir samband við elham@nordichouse.is og við getum rætt hvernig best sé að styðja við þátttöku þína á þessum viðburði.

Þessi viðburður er haldin í samstarfi við Iceland Airwaves og er styrktur af PULS