Fjölskyldustund – ER REGNBOGI EFTIR STORMINN?


13:00-15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Skapandi smiðja byggð á verkum eftir úkraínska listamenn sem sýna á nýrri sýningu Norræna hússins. Börnum og forráðamönnum þeirra er boði að skapa sín eigin listaverk þar sem unnið verður með regnbogann og eiginleika hans. Leiðbeinandi er myndlistarkonan María Sjöfn sem er einnig kennari við Myndlistarskólann í Reykjavík. Listsmiðjan fer fram í barnabókasafni Norræna hússins.
 
María Sjöfn útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með M.A. í myndlist 2020 og M.A.diplóma í listkennslufræðum 2014. Verk hennar hafa verið sýnd og verðlaunuð bæði hérlendis og í Evrópu.
Síðan hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í listkennslufræðum hefur hún unnið að rannsóknum, námsefnisgerð og miðlun í myndlistar– og hönnunarmenntun á grunnskóla- framhaldsskóla- og háskólastigi.