LISTAPÚKINN: Kynjaverur, móðir mín og ég


10:00 - 17:00
Anddyri
Aðgangur ókeypis

LISTAPÚKINN – Þórir Gunnarsson

Verið velkomin á opnun sýningarinnar 4. Desember klukkan 15:00
í andyri Norræna hússins.

Heiðarleiki, heilnæmi og einlægni eru lykiláherslur í verkum Þóris.Verk hans eru ævintýraleg, lituð töfrum og stundum glettni. Þórir lýsir með einföldu myndformi einstöku sambandi mæðra og barna sem njóta félagsskapar hver annars. Bjartir og ónáttúrulegir litir, gróf teikning, bjöguð sjónarhorn og einfaldleiki í mótífum eru meðal áberandi einkenna verka hans og sýna grípandi frumleika í list hans.
Í þessum málverkum, sem eru full af litum og persónum, er ytri tjáning tilfinninga málarans algjörlega áberandi. Verk hans spretta fram í frjálsri tjáningu, byggðri á umhverfi listamannsins og mjög persónulegri athugun hans á viðfangsefninu. Þó að verk Þóris séu persónuleg eru þau oft kunnugleg og þau vekja upp löngunina að „tilheyra samfélagi“.

Þór­ir Gunn­ars­son, betur þekktur undir nafninu Listapúkinn, er Mos­fell­ing­ur í húð og hár. Hann starfar hjá Múla­lundi og á Reykjalundi og æfir með Aft­ur­eld­ingu auk þess að vera öfl­ug­ur með­lim­ur stuðn­ings­klúbbs­ins Rot­höggs­ins. Þórir hefur verið afkastamikill í sýningarhaldi allt frá því að hann hélt sína fyrstu sýningu í Álafosskvos undir nafni Listapúkans árið 2012. Fyrr á þessu ári hélt hann einkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Listapúkinn var valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021 og rís nú frægðarsól hans hærra en nokkru sinni.

Sýningarstjóri er Elham Fakouri

Sýningin stendur frá 04.12.22 – 22.12.22
Opin alla daga á milli klukkan 10:00 – 17:00 nema mánudaga.

AÐGENGI: Anddyri og salernin eru aðgengileg fyrir hjólastóla. Salernin eru kynhlutlaus.