Einar Áskell í jólaskapi – Fjölskyldustund


13:00-15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Allri fjölskyldunni er boðið að föndra jólastjörnur fyrir jólatré, svipaðar þeim sem sjá má í jólabókinni ,,Þú átt gott Einar Áskell”. Hægt er að hengja skrautið á tréið eða skreyta pakka með skrautinu.

Kennari smiðjunar er textíllistakonan Bethina Elverdam, fædd og uppalin í Danmörku en flutti til Íslands fyrir tæpum 15 árum og talar reiprennandi íslensku. Hún er lærður fata- og textílhönnuður og er að ljúka meistaranámi í menningarstjórnun.

Smiðjan er ókeypis og allt efni verður á staðnum og Papco styrkir smiðju með efnivið.

Smiðjan fer fram á ensku, dönsku og íslensku.