Egg út um allt !

Í Lettlandi er er sterk hefð fyrir að skreyta egg í aprílmánuði með náttúrulegum litarefnum sem búin eru til úr þurrkuðum lauk, laufblöðum og blómum. Einnig er hægt að skapa munstur úr þessum efnum með sérstökum aðferðum. Kennarar og nemendur lettneska skólans í Reykjavík opna dyr að þessari skemmtilegu hefð ásamt því að kynna fleiri […]

Náttúran úti og inni

Litháíska myndlistarkonan Jurgita Motiejunaite leiðir listræna smiðju fyrir börn og þeirra fjölskyldur, þar sem gestum gefst færi á að mála náttúru og umhverfi á útisvæði Norræna hússins. Staðsetningin er við gróðurhúsið en á því svæði er margt að sjá og eru gestir hvattir til að taka bæði eftir náttúrulegu landslagi á borð við tjörnina, fuglasvæðið […]

Allir geta spilað !

Opnunaratriði Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur í Norræna húsinu Nemendur í alþjóðlegri deild Háteigsskóla verða með tónlistaratriði á  opnunardegi Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur í Norræna húsinu. Nemendur hafa undanfarið hlotið kennslu hjá írönsku tónlistarkonunni Elham Fakouri en flestir nemendurnir hafa ekki hlotið formlega tónlistarmenntun . Ætlunin með tónleikunum er meðal annars að sýna fram á, að í gegnum fjölbreyttar æfingar, […]

Barnamenningarhátíð 2022

Barnamenningarhátíð

Hættuleg barnamenningarhátíð í Norræna húsinu.  5-10. apríl. Eggjaslagur, eldur, batterí, Barnabar og tattú eru á meðal hugtaka sem verða á Barnamenningarhátíð Reykjavíkur í Norræna húsinu. Viðburðirnir eru með fjölbreyttasta móti og lýsa vel nýjum áherslum hjá fræðsludeild Norræna hússins sem leitast við að ná til allra þjóðfélagshópa íslands. Baltneska samfélagið, arabíska samfélagið og að sjálfsögðu […]

Opnunartímar um páska

Opnunartímar um páska og aðra komandi frídaga: 14. apríl, Skírdag – OPIÐ 15 apríl, Föstudaginn Langa – LOKAÐ 16. apríl, Laugardagur – OPIÐ 17. apríl, Páskadagur – Húsið er LOKAÐ en opið í sýningarrýminu Hvelfing 18. apríl, Annar í páskum – LOKAÐ   21. apríl, Sumardagurinn fyrsti – OPIÐ á bókasafni og veitingastað. Lokað milli […]

Sögustund á dönsku

Nannaelvah Prem Bendtsen les á dönsku “Langt ude i rummet” eftir Mauri Kunnas. Eftir lestur verður föndur á staðnum fyrir alla fjölskylduna. Nannaelvah er með MA í sagnfræði og fyrirtækja hugvísindi frá Købehavns Universitet en auk þess bætti hún við sig núvitundarnámi með áherslu á fjölskyldur og starfaði sem leiðbeinandi í Kaupmannahöfn áður en hún […]

Tilnefningar til barnabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

13 norrænar myndabækur, unglingabækur og ljóðabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 2022. Ærslafull frásagnargleði, sérstæð kímni og angurværð skína í gegn í hinum tilnefndu bókum, þar sem fjölbreyttir möguleikar myndabókaformsins eru áberandi. Verðlaunin verða afhent í Helsinki þann 1. nóvember. Bækurnar sem tilnefndar eru í ár fjalla meðal annars um erfið viðfangsefni […]

Fræðsla um Norden 0-30 og Volt styrki fyrir ungt fólk

Ertu með góða hugmynd að skapandi verkefni ? Ertu yngri en 30 ára eða vinnur þí með börnum og ungmennum ? Þá er hér kjörið tækifæri fyrir þig að fá upplýsinga hvernig þú getur sótt um norræna styrki til að láta verkefnið verða að veruleika. Norden 0-30 og Volt styrkja ungmenni sem búa og starfa […]

Sögustund á norsku

Norsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins. Við lesum, syngjum saman og leikum okkur á norsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja norsku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur norskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða […]

Sögustund á sænsku

Sænsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins. Við lesum saman og leikum okkur á sænsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja sænsk eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur sænskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja […]

Fyrsta ár stefnumótandi fræðsludagskrár fyrir börn og ungmenni

Er ég hóf störf sem forstjóri Norræna hússins var það eitt minna meginmarkmiða að þróað yrði framsýnt fræðslustarf fyrir börn og ungmenni tengt starfi hússins. Ég hafði sjálf öðlast reynslu af því að leggja grunninn að fræðslustarfi við listastofnun og var meðvituð um hið aukna gildi sem það færir hverri starfsemi. Eitt af hlutverkum Norræna […]

Sögustund á finnsku

Finnsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins. Við lesum og leikum okkur á finnsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja finnsku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur finnskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja í […]

Myndlýsing á hinu ósýnilega

Að myndlýsa hið ósýnilega: Fjölbreytni og fjölmenning í myndabókum Á þessari málstofu fjallar myndskreytirinn Maria Sann, MA – handhafi Rudolf Koivu verðlaunanna árið 2021 – um reynslu sína sem innflytjandi frá Rússlandi árið 1993 og leitina að tjáningu án sjónrænna staðalímynda. Útgefandinn Jenni Erkintalo, stofnandi Etana Editions, segir frá gerð margþættrar myndabókar – bók sem […]

Dagur Norðurlanda 2022

Í tilefni af Degi Norðurlandanna 23. mars 2022 og 100 ára afmælis Norræna félagsins (1922-2022) bjóða Norræna félagið og Norræna húsið til norræns gestaboðs í Norræna húsinu 23. mars n.k. kl. 16.30. Léttar veitingar verða í boði. Fundarstjóri er Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir Þema dagsins: FRIÐUR, FRELSI, LÝÐRÆÐI Dagskrá: 1. Ávarp; Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna […]

Life and death in the Nordic Region

Hvaða áhrif hefur kórónuveirufaraldurinn haft á heilbrigði, lífslíkur og dánartíðni á Norðurlöndunum? Taktu þátt í hádegisviðburði í Norræna húsinu á Degi Norðurlanda, eða í gegnum streymi, þar sem þessi mál verða rædd. Veitingar verða í boði eftir viðburðinn frá kl. 12.45 – 13.30. Á Degi Norðurlanda, 23. mars, verður skýrslan „State of the Nordic Region“ […]

BarnaBarinn – Opinn bar

Krakkaveldi kynnir Barnabarinn: Þar sem börnin stýra og fullorðnir hlýða! Á Barnabarnum ráða krakkarnir öllu og prófa hugmyndir sem hafa komið upp í vikulegum smiðjum Krakkaveldis í Norræna Húsinu. Á barnum er m.a. boðið upp á frumlega kokteila (áfengislausa), slökun, trúnó og kynningu á hugmyndum meðlima Krakkaveldis um þennan óhefðbundna bar sem hefur verið starfræktur […]

Leshópur í Norræna húsinu

FYRIR OKKUR SEM ELSKA GÓÐAR SÖGUR Vertu með í leshópi Norræna hússins á fallegasta bókasafni Reykjavíkur. Í leshópnum tölum við um norrænar fagurbókmenntir og umræðum stjórna Erling Kjærbo og Susanne Elgum sem starfa á bókasafninu. Við lesum á skandinavísku og tölum saman á „blandinavísku“ þegar við hittumst á bókasafninu. Einnig verður boðið upp á kaffi […]

Nýtt ár, nýir tímar

Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á  fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og […]

Forspil að framtíð – hljómfögur sögustund fyrir alla fjölskylduna

Forspil að framtíð, eftir Ævar Þór Benediktsson og Kjartan Ólafsson, er blanda af sögustund og leiksýningu þar sem ævintýri af Norðurlöndunum eru sett á svið. Með aðstoð gervigreindarinnar CALMUS verður til hljóðheimur sem á engan sinn líka, unninn upp úr tónum og umhverfi landanna sem sögurnar koma frá. Hefurðu til dæmis einhvern tímann velt því […]

Leshópur í Norræna húsinu

FYRIR OKKUR SEM ELSKUM GÓÐAR SÖGUR Vertu með í leshópi Norræna hússins á fallegasta bókasafni Reykjavíkur. Í leshópnum tölum við um norrænar fagurbókmenntir og umræðum stjórna Erling Kjærbo og Susanne Elgum sem starfa á bókasafninu. Við lesum á skandinavísku og tölum saman á „blandinavísku“ þegar við hittumst á bókasafninu. Einnig verður boðið upp á kaffi […]

Persneskt kvöld

Norræna húsið er um þessar mundir að að hefja nýtt verkefni í umsjón sýningastjórans Elham Fakouri, sem beinist að því að skapa vettvang sem stuðlar að fjölbreytileika og auðveldar fólki af ólíkum uppruna þátttöku í íslensku lista- og menningarlífi. Verkefnið samanstendur af röð viðburða og pallborðsumræðum sem munu eiga sér stað á 12 mánaða tímabili. […]

Sögustundir á sunnudögum – Danska

Nannaelvah Prem Bendtsen les á dönsku smásöguna Líf í geimnum eftir Zakiyu Ajmi sem er uppspretta nýrrar samnefndrar sýningu á barnabókasafni Norræna hússins. Nannaelvah mun einnig lesa kafla um geimveruna þekktu E.T. og eftir lestur verður föndur á staðnum fyrir alla fjölskylduna. Niovi er með MA í sagnfræði og fyrirtækja hugvísindi frá Købehavns Universitet en […]

Líf í geimnum

Geimurinn er eins og blaðra sem stöðugt er verið að blása upp. Eða það segir pabbi hennar Líf að minnsta kosti. Líf er stelpa sem býr á efstu hæð í háhýsi í borginni. Líf horfir út í geim úr stjörnusjónaukanum sínum og slæst í för með stelpu um borð í geimskip frá tímum geimkapphlaupsins mikla. […]

Internetheimur dýranna! – Fjölskyldusmiðja

Hvernig væri heimurinn ef dýr réðu öllu og fengju að nota internetið? í smiðjunni er heimurinn skoðaður út frá sjónarhorni dýra í gegnum skapandi æfingar í umsjá myndlistarmannsins Kolbeins Huga sem er með verk á yfirstandandi sýningu Norræna hússins – Jafnvel ormar snúast. Kolbeinn Hugi er myndlistar- og tónlistamaður fæddur í Reykjavík en býr nú og starfar […]

Umskipti manna og dýra í fornsögum

Utan við strendur Íslands taka augu manns eftir hval og hestur á í undarlegu samsæri við eiganda sinn. Samband manna og dýra spilar stóra rullu í fornum sögum af Íslandi og Íslendingum. Göldróttar konur umbreyta sér í dýr í Íslendingasögunum og í goðafræðinni breyta goðin sér í ýmsar skepnur til að koma sínu fram. Guðinn […]

Umskipti manna og dýra í fornsögum

Utan við strendur Íslands taka augu manns eftir hval og hestur á í undarlegu samsæri við eiganda sinn. Samband manna og dýra spilar stóra rullu í fornum sögum af Íslandi og Íslendingum. Göldróttar konur umbreyta sér í dýr í Íslendingasögunum og í goðafræðinni breyta goðin sér í ýmsar skepnur til að koma sínu fram. Guðinn […]

Listamannaspjall með Kolbeini Huga & Josefin Arnell

Miðvikudaginn 23 febrúar kl. 18 verða Kolbeinn Hugi og Josefin Arnell með listamannaspjall um verkin sín á sýningunni Even a worm will turn sem opnaði nýverið í Hvelfingu Norræna Hússins. Sýningastjórar sýningarinnar munu leiða spjallið. Verið hjartanlega velkomin.   Josefin Arnell (b. 1984, SE) has recently presented exhibitions, screenings, and performances at Van Abbemuseum, Eindhoven (2019); […]

Komdu með þitt eigið hljóðfæri! – Fjölskylduvinnustofa

Tónlistarsmiðja fyrir alla fjölskylduna með tónlistarkonunni Elham Fakouri. Elham leiðir námskeiðið með aðstoð klarinetts og sýnir gestum hvernig hægt er, í gegnum leik, tónaspuna og tilraunir, að skapa sögu í gegnum tónlist. Ásláttarhljóðfæri verða á staðnum fyrir þá sem þurfa en þeir sem eiga eru hvattir til að taka það með sér. Námskeiðið er ókeypis! […]

Ormar snúast! – ókeypis vinnustofa

Boðið verður upp á ókeypis tveggja daga námskeið daganna 17.og 18. febrúar fyrir 6-12 ára þar sem unnið verður út frá myndlistarsýningunni Jafnvel ormar snúast, þar sem dýr eru í aðalhlutverki og samband manna og dýra skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Unnið verður með mismunandi efni og aðferðir útfrá spurningum á borð við: hvernig væri heimurinn ef dýr fengi […]

På tværs af Norden 3

På tværs af Norden 3 På tværs af Norden er þriggja binda safnritaröð sem er hluti af Lyftet, átaksverkefni norrænu menningarmálaráðherranna á sviði barna- og unglingabókmennta. Meginverkefnið felst í árvissu þverfaglegu málþingi um norrænar barna- og unglingabókmenntir samtímans sem gefur af sér þrískipt safnrit um þemu málþingsins og önnur málefni sem við eiga. Textarnir í […]

Sýningaropnun -Even a worm will turn

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinna EVEN A WORM WILL TURN í Hvelfingu Norræna hússins Laugardaginn 12 feb kl. 17-20. Birtingarmyndir eiginlegs og ímyndaðs sambands dýra og manna er skoðað í samhengi við þær menningarlegu hugmyndir, tilfinningar og merkingu sem mannfólkið varpar á félaga okkar í dýríkinu. Ímyndunarafli mannskepnunnar virðast engar skorður settar þegar hlutgerving, […]

Even a worm will turn

Ný myndlistarsýning EVEN A WORM WILL TURN opnar í Hvelfingu Norræna hússins. Sýningarskrá Birtingarmyndir eiginlegs og ímyndaðs sambands dýra og manna er skoðað í samhengi við þær menningarlegu hugmyndir, tilfinningar og merkingu sem mannfólkið varpar á félaga okkar í dýríkinu. Ímyndunarafli mannskepnunnar virðast engar skorður settar þegar hlutgerving, manngerving og guðgerving mismunandi lífvera er annars […]

Kvikmynda-fókus Norræna hússins á Þjóðhátíðardegi Sama

Bóka miða: Í ár hefur Norræna Húsið í samstarfi við International Sámi Film Institute valið kvikmyndir eftir leikstjóra frá frumbyggjaþjóðum í Sámpi og í Canada. Kvikmyndirnar verða allar sýndar í sal Norræna hússins á þjóðhátíðardegi Sama 6 febrúar. 16:00- On Solid Ground: Stuttmyndir frá Sápmi og Kanada. Stuttmyndasyrpa er valin saman af  Anne-Lajla Utsi, Sunnu Nousuniemi  […]

Hver er framtíð kvikmyndanna?

Reykjavík feminist film festival heldur samræður í Norræna Húsinu Laugardaginn 15 janúar og í panelum verður ýmist atvinnufólk úr kvikmyndaheiminum. Samtölunum verður streymst á heimasíðu Norræna Hússins og Facecbook.   1. Leikstýru panell (á ensku) -12.00  Moderator verður leikstýran Sol Berruezu.   Panelistar:  Ísold Uggadóttir Helga Rakel Rafnsdóttir Magnea B. Valdimars. Sol Berruezo Uisenma Borchu […]

Lounge Sápmi + Iceland

Lounge Sápmi er tónlistarverkefni með ungu Samísku lista og tónlistarfólki. Markmið þess er að búa til samfélag tónlistarfólks, listamanna og hlustanda og umfram allt búa til tækifæri fyrir unga samíska flytjendur. Verkefnið var sett á laggirnar árið 2019 af Anthoni Hætta, Inger Johanne Oskal og Mette Irene Hætta og er gert út frá Kautokeino í […]

Laus störf kynningar- og samskiptastjóra og verkefnastjóra

Norræna húsið auglýsir tvö störf á sviði kynningarmála og verkefnastjórnunar. Norræna húsið er vettvangur norrænna lista, menningar, tungumála og þjóðfélagsumræðu og býður upp á framsækna og þýðingarmikla dagskrá á sviði lista, bókmennta og samfélagslegra málefna allan ársins hring. Öll okkar starfsemi hefur sjálfbærni að leiðarljósi og leggjum við áherslu á jafnrétti og margbreytileika. Kynningar- og […]

Uppskriftir frá Bækur sem bragð er af

Laugardaginn 4. desember héldu þær Silla Knudsen frá Sono og Helga Haraldsdóttir viðburð þar sem gestum gafst kostur á að spreyta sig á uppskriftum af konfekti, sælgæti og heitum drykkjum og upplifa brögð desembermánaðar. Allar uppskriftirnar má nálgast hér.     Möndlur: 300g möndlur 1 ½ bolli vatn 1 bolli hvítur sykur ½ bolli púðursykur […]

PØLSE&POESI – Pólskar pylsur og ljóð

Sunnudaginn 12. desember frá 15-17 býður Norræna húsið upp á ljóðaviðburðinn PØLSE&POESI -PÓLSKAR PULSUR OG LJÓÐ. Jakub Sachowiak, Mao Alheimsdóttir og Kamila Ciolko-Borkowska lesa eigin ljóð á meðan Pylsumeistarinn býður upp á pulsur og súrar með. Upplesturinn verður á pólsku og íslensku. Kamila Ciolko-Borkowska er pólsk kona sem skrifar prósaljóð og er um þessar mundir […]

Barnabarinn – Klipping

Treystir þú krökkum? En treystirðu þeim fyrir hárinu á þér? BarnaBarinn opnar hárgreiðslustofu og býður fullorðna fólkinu upp á hársnyrtingu fyrir jólin! Hárgreiðslustofan verður staðsett í Norræna Húsinu og aðeins opin milli 17-18 föstudaginn 10.desember. Klippingin kostar ekki peninga en það eru takmörkuð pláss í boði svo pantið ykkur tíma sem fyrst! Pantið ykkur jólaklippinguna […]