Barnabarinn !


Salur, Anddyri & Alvar Aalto
Aðgangur ókeypis

Barnabarinn tekur yfir Norræna húsið laugardaginn 9. apríl og 10.apríl á Unga Barnamenningarhátíð.

Barnabarinn er upplifunarverk þar sem börn ráða öllu og stökkva í öll störf, blanda óáfenga kokteila og leggja fullorðnum lífsreglurnar á trúnó.

Fullorðnir geta t.d. fengið klippingu frá barni með skæri, látið blanda fyrir sig hugmyndaríkan drykk og fengið frá barninu ráð um hvernig fullorðið fólk ætti að haga lífi sínu, svo eitthvað sé nefnt.

Verkið er þátttökuverk þar sem fullorðnir mæta og gefa sig á vald yngri kynslóðarinnar í ögrandi en öruggu umhverfi BarnaBarsins. Hugmyndirnar að þessum þátttöku-gjörningum eru þróaðar í algjörri samvinnu við börnin í anda Krakkaveldis, og hafa að markmiði að láta drauma þeirra rætast. Hvað hefur þau alltaf langað að prófa? Hvað vilja þau gera við foreldra sína, hvernig vilja þau “breyta” þeim?

Aðgangur er ókeypis en takmörkuð sæti í boði. Hægt er að tryggja sér fríann miða á TIX hér.

9. apríl

kl: 17:00 – 18:00

10. apríl

kl: 15:00 – 16:00

Sjá viðburð hér.

 

Listrænir stjórnendur: Hrefna Lind Lárusdóttir, Salka Gullbrá Þórarinsdóttir
Búningar og leikmynd: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Smíði og framkvæmd á bar: Brjálað að gera
Tónlistarstjórn: Pétur Eggertsson

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og Nordisk Kultur Fund.