Forspil að framtíð – hljómfögur sögustund fyrir alla fjölskylduna


Salur
Miðaverð ISK 2.500

Forspil að framtíð, eftir Ævar Þór Benediktsson og Kjartan Ólafsson, er blanda af sögustund og leiksýningu þar sem ævintýri af Norðurlöndunum eru sett á svið. Með aðstoð gervigreindarinnar CALMUS verður til hljóðheimur sem á engan sinn líka, unninn upp úr tónum og umhverfi landanna sem sögurnar koma frá. Hefurðu til dæmis einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig ísbjarnakór myndi hljóma? Hefurðu heyrt Norðurljósin óma? Hvernig gengur að spila á finnskt kantele á bólakafi í Lagarfljóti á meðan ormur reynir að éta mann? Falleg, skemmtileg og spennandi sýning fyrir alla fjölskylduna og þá helst meðlimi á bilinu 4 – 8 ára.

 

Leikari: Svandís Dóra Einarsdóttir
Verkið er flutt á íslensku.


Miðar fást hér.

Sýningar:
Laugardagurinn 19. mars –  sýning kl. 13:00 og sýning kl. 15.00
Sunnudagurinn 20. mars –  sýning kl. 13:00
Laugardagurinn 26. mars – sýning kl. 15.00
Sunnudagurinn 27. mars – sýning kl. 15:00

 

Verkefnið er styrkt af Launasjóði listamanna, Sviðslistasjóði, Barnamenningarsjóði og Reykjavíkurborg.