Virak Revyen – Listasmiðja !


13:00 - 15:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Virak Revyen er listasmiðja á vegum Live Art Denmark, haldin í Norræna húsinu. Þátttakendur fræðast um gjörningalist og skoða meðal annars flutninga á verkum Marina Abramovic, Yoko Ono, John Lennon og annara þekktra og óþekktra listamanna. Þátttakendur eru hvattir til að taka þátt í sumum verkunum, til dæmis með því að segja frá skónum sínum eða syngja lag fyrir hópinn. Smiðjan er sérsniðin að þeim gestum sem mæta hverju sinni, hvort sem það eru samstarfélagar, vinir eða fjölskyldur, óháð aldri og reynslu.

Aðgangur á viðburðinn er ókeypis.
Vinsamlegast mætið 30 mínútum fyrir námskeiðið til að tryggja ykkur pláss.

Nánari upplýsingar um viðburði hátíðarinnar má finna á heimasíðu Barnamenningarhátiðar og á heimasíðu ASSITEJ á Íslandi.

ASSITEJ eru alþjóðleg samtök fagfólks sem gerir sviðslistir fyrir yngri áhorfendur.