Kvenkyns frumkvöðlar & sögulegar byggingar


10:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin í HönnunarMars í Norræna húsinu!

Á HönnunarMars í ár bjóðum við, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, til málstofu í tveimur hlutum sem ber titilinn Kvenkyns brautryðjendur og Sögulegar byggingar.

Hópur sérfræðinga mun kynna okkur fyrir sögu og verkum norrænna kvenkyns arkitekta, sem teljast brautryðjendur á sínu sviði. Einnig munum við skoða endurbætur á sögulegum húsum en báðir hlutar málstofurnar tengjast sögu Norræna hússins og verður boðið uppá panelumræður eftir fyrri málstofu.

Stjórnandi umræðna er Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og Deildarforseti við Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ..

Kvenkyns frumkvöðlar, fyrri hluti málstofunnar, er tileinkaður nokkrum af þeim merkilegu konum sem hafa sett kraftmikið spor í byggingarsöguna.
Arkitektinn Sirkkaliisa Jetsonen fer yfir sögu finnskra kvennarkitekta með áherslu á konurnar sem hönnuðu og sáu um byggingu Norræna hússins í Reykjavík – Elissa Aalto, Ilona Lehtinen og Pirkko Söderman.

Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt mun segja frá Högnu Sigurðardóttur, arkitekt.

Í lok þessa fyrsta hluta málstofunnar munu Sirkaliisa, Guja Dögg, listfræðingur Ásdís Ólafsdóttir og Óskar Arnórsson, arkitekt og doktorsnemi sitja pallborðsumræður og eftir þær verður hádegishlé. Boðið verður uppá léttan hádegisverð frá Sónó matseljum.

Í öðrum hluta málstofunnar Sögulegar byggingar heyrum við frá arkitektatvíeykinu Kurt og Pí (Ásmundi Hrafn Sturlusyni og Steinþóri Kára Kárasyni) og vinnu þeirra við söguleg hús á Íslandi eins og Marshallhúsinu, Listasafni Akureyrar og Ásmundasal, auk þess heyrum við þeirra inntak vegna komandi endurbóta Norræna hússins í Reykjavík.

Að lokum bjóðum við Mikko Laaksonen velkominn, höfund bókarinnar Architect Erik Bryggman: Works. Hann mun fjalla um arkitektinn Erik Bryggman og norrænt samstarf arkitekta í tengslum við sýningu á verkum Bryggman‘s sem stendur hjá Norræna húsinu nú yfir Hönnunarmars.

Í lok málstofunnar munum við skála fyrir Elissu Aalto en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu hennar (1922 – 1994).

Málþingið verður haldið á ensku.

Sjá dagskrána hér.