Náttúran úti og inni


11:00 - 14:00
Gróðurhús & Gangbraut
Aðgangur ókeypis

Litháíska myndlistarkonan Jurgita Motiejunaite leiðir listræna smiðju fyrir börn og þeirra fjölskyldur, þar sem gestum gefst færi á að mála náttúru og umhverfi á útisvæði Norræna hússins. Staðsetningin er við gróðurhúsið en á því svæði er margt að sjá og eru gestir hvattir til að taka bæði eftir náttúrulegu landslagi á borð við tjörnina, fuglasvæðið og Esjuna en einnig eftir borgarlandslaginu-  Hallgrímskirkju, bíla götum og flugvélunum. Notast verður við trönur og akrýlmálningu og leggur Jurgita áherslu á heilnæmi þess að mála úti.

Skráningar er ekki krafist en takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni. Á meðan á biðtíma stendur er hægt að njóta annarra viðburða og sýningarinnar Líf í geimnum sem er ný sýning á barnabókasafni Norræna hússins. 

Tungumál smiðjunnar er litháíska, enska og íslenska. Smiðjan er ókeypis fyrir allan aldur og allir velkomnir!

Sjá viðburð hér.