Að rækta garðinn sinn – leið til að njóta lífsins 

Texti þýddur úr sænsku

Ég hef tekið eftir því á gönguferðum um hverfið mitt að Reykjavík hefur tekið miklum breytingum frá því í fyrra.  Ég sé minna illgresi í görðum og fleiri nágranna krjúpa yfir blómabeðum.  Það er eins og áhugi okkar á nánasta umhverfi hafi aukist og hlutir sem áður voru aukaatriði séu núna settir í forgang. Á samfélagsmiðlunum er þetta greinilegt, þar úir og grúir af fallegum myndum af blómum úr görðum fólks.

Það er vitað mál að garðyrkja er heilsueflandi. Garðrækt hefur reynst árangursrík meðferð við kulnun og hún hefur verið notuð við endurhæfingu á öldrunarheimilum, í flóttamannabúðum og fangelsum þar sem fólk er undir álagi og glímir við óvissu og kvíða. Það veitir ákveðna núvitund að róta í mold og reyta arfa, hlúa að, fylgjast með og gleðjast yfir skjótum árangri. Frískt loft, sól og líkamleg áreynsla er alltaf af hinu góða.

Því kemur ekki á óvart á þessum skrítnu tímum að fólk skuli leita í garðinn sinn. Það höfum við í Norræna húsinu gert á undanförnum vikum.

Í samvinnu við Norrænu erfðaauðlindastofnunina (NordGen) í Alnarp í Svíþjóð hófum við verkefnið Sáum, sjáum og smökkum.  Ásamt börnum og ungu fólki ætlum við að fræðast um líffræðilega fjölbreytni og sjálfbæra matvælaframleiðslu með því að rækta norrænar tegundir í garði Norræna hússins. Þið getið kannski notið ávaxtanna hjá MATR í sumar en í haust vonumst við til að geta boðið til uppskeruveislu.

Garðurinn, náttúran og garðrækt eru áberandi í norrænum barnabókum þessa dagana. Í vor kom út dásamlega falleg bók í Finnlandi, Hemulens herbarium (ísl. Grasasafn hemúlsins), eftir Päivi Kaataja á finnsku og sænsku. Í glænýrri myndabók eftir Christel Rönn, Jinko och det finurliga fröet (ísl. Jinko og brögðótta fræið), segir frá spennandi ræktunarævintýri með dýrunum í skóginum. Margar nýjar og hvetjandi barnabækur hafa komið út í Svíþjóð um svipað efni. Förtrollad trädgård (ísl. Álagagarður) er falleg bók eftir Ceciliu Ottenby og Tio små blommor (ísl. Tíu lítil blóm) er frumleg talnabók eftir Emmu Virke og Idu Björs.

Nú skulum við finna hugarró og von í náttúrunni, njóta bjartra og langra sumardaga og gróðursins í allri sinni dýrð. Hvort sem hann er að finna í bókum, í gluggakistunni, í matjurtagarðinum eða í garði nágrannans.

Kveðja Sabina

 

Skiptir listin máli í Norræna húsinu?

Textinn er þýddur úr sænsku

Þegar Norræna húsið var vígt árið 1968 var þar ekkert sýningarrými. Ivar Eskeland, fyrsti forstjóri hússins, gerði sér fljótlega grein fyrir því að eitthvað vantaði. Hann beitti sér ötullega fyrir því að opnaður yrði sýningarsalur. Honum tókst að fá aukafjárveitingar frá ríkisstjórnum allra Norðurlandanna og ekki liðu nema þrjú ár þar til hægt var að halda fyrstu sýninguna í lausu rými í kjallara hússins. Óhætt er að segja að þar hafi hann lyft grettistaki.

Eftir að sýningarsalurinn var gerður upp í fyrra og til stóð að opna hann að nýju langaði okkur að gefa honum nafn. Í teikningum Alvars Aalto kallar hann rýmið „gallerí“. Orðið gallerí hefur fengið nýja merkingu og því vildum við frekar finna nafn sem var upprunnið í arkitektúr og passaði við önnur salarkynni hússins.

Ég ráðfærði mig við vin minn sem er arkitekt, lýsti fyrir honum rýminu og húsinu og sýndi honum teikningarnar. Hann stakk upp á orðinu „hvelfing“. „Hvelfing er oft undirstaðan og leiðir hugann að einhverju öruggu og notalegu undir salnum,“ skrifaði hann.

Í kjallara Norræna hússins er lágt til lofts og margar súlur sem minna á hvelfingu þrátt fyrir að loftið sé ekki bogamyndað. Táknræn merking nafnsins gæti ekki verið betri – hvelfingin er undirstaða hússins þar sem verðmætustu gripirnir eru varðveittir. Okkur leist vel á þessa hugmynd, takk Dan!

Við ákváðum að nota aðeins íslenska orðið fyrir hvelfingu. Við gerum okkur grein fyrir því að nafnið getur þvælst fyrir erlendum gestum hússins en vonum samt að það veki umræðu sem beinir athyglinni að listinni og mikilvægi hennar.

Í maí ætlum við að opna Norræna húsið aftur hægt og varlega og það skiptir mig miklu máli að Hvelfingin fái að opna á ný. Við erum ánægð með að geta haldið þar sýningu í sumar í tilefni 50 ára afmælis Íslenskrar grafíkur. Félagið hefur lifað og þróast samhliða Norræna húsinu og allar afmælissýningar félagsins hafa verið haldnar í sýningarsal hússins. Sýningarstjóri er hin frábæra Birta Guðjónsdóttir.

Frá upphafi hefur sýningarsalur Norræna hússins skipað stóran sess í myndlistarlífinu á Íslandi. Með sýningum á norrænni, íslenskri og alþjóðlegri myndlist vonumst við til að Hvelfingin geri það áfram. Listin er undirstaða Norræna hússins og hún er það sem heldur húsinu gangandi. Svarið við spurningunni er já.

Lesa fleiri blogg
Kveðja af heimaskrifstofunni: Samskiptafjarlægð
 Listin í netheimum

Norræna húsið opnar að nýju þriðjudaginn 5. maí

Norræna húsið opnar að nýju þriðjudaginn 5. maí 2020 þegar samkomubannið hefur verið rýmkað. Starfsemin fer varlega af stað og verður í samræmi við leiðbeiningar Almannavarna.

Opnunartími hússins er kl. 10-17. Húsið er lokað á mánudögum.

Fyrir utan fastan opnunartíma hússins:
MATR
kaffihús verður opið frá 12-16. Lokað á mánudögum.
Hvelfing opnar 16. maí með sýningunni ÍSLENSK GRAFÍK.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Viltu fá lánaðar bækur án þess að fara á bókasafnið?

Á Rafbókasafni Norræna hússins er að finna fjölmargar sænskar rafbækur og hljóðbækur bæði fyrir fullorðna og börn. Þangað getað allir nálgast bækur þrátt fyrir að bókasafnið í Norræna húsinu sé lokað.

Sjá nánari leiðbeiningar um notkun Rafbókasafnsins hér undir Rafbækur.

Nýjar rafbækur fyrir börn

 

Nýjar hljóðbækur fyrir börn

 

Bókasafn Norræna hússins 

Listin í netheimum

Tekstinn er þýddur úr sænsku

Föstudaginn 24. janúar opnaði myndlistarsýningin Land handan hafsins í Norræna húsinu en hún var framleidd af Pro Artibus stofnuninni í Finnlandi. Opnunarkvöldið var stórkostlegt, eins og meiri háttar veisla. Innan um myndlist, blóm, mat og vín fögnuðu uppnumdir gestirnir því að sýningarsalur Norræna hússins opnaði að nýju. Kvöldið hverfur mér seint úr minni, þessi síðasta geggjaða veisla áður en öllu var lokað.

Myndlistin er griðastaður þar sem við gleymum veruleikanum um stund og finnum hughreystingu, örvun og samhengi í annarri vídd. Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur svo ekki verður um villst hvað menning og listir eru lífsnauðsynlegar manneskjunni. Aldrei hafa verið eins margar ábendingar á samfélagsmiðlum um bækur, kvikmyndir og spilunarlista, stafræna leiðsögn um söfn og sýningar að ógleymdum tónleikum og leiksýningum í beinu streymi.

Í menningarlífinu leggur fólk sig fram við að finna nýjar samskipta- og miðlunarleiðir þegar allar hefðbundnar menningarstofnanir eru lokaðar. Nú getur hver sem er fært listaverk í stafrænt form með þar til gerðum verkfærum og heimasíðum á netinu. En það er ekki eins einfalt og lítur út í fyrstu.

Listin snýst um samveru og rými
Þrátt fyrir að hinn stafræni heimur veiti óendanleg tækifæri til að njóta menningar og lista er netið best fallið til að miðla list sem er sköpuð markvisst með stafræna miðlun í huga og sem nýtir eðli og möguleika tækninnar til hins ítrasta. Ég vona svo sannarlega og ég trúi því reyndar að sá tími sem nú stendur yfir eigi eftir að kynda undir sköpun og nýjar hugmyndar um stafræna list og listmiðlun.

Þegar um er að ræða miðlun á list sem er sköpuð í raunheimum ætla ég að vona að það sé gert í góðu samráði við listafólkið sjálft og sýningarstjóra. Þá er betra að fresta sýningum en að þröngva nýju miðlunarformi upp á höfundana.

Við höfum ákveðið í samráði við listafólkið Marjo Levlin og Carl Sebastian Lindberg að streyma tveimur kvikmyndum af sýningunni Land handan hafsins. Það verður gert á heimasíðu Norræna hússins þar til sýningunni lýkur 5. apríl. Báðar myndirnar fjalla um mikilvæga viðburði í sögu Finnlands og tengjast viðfangsefni sýningarinnar sem er hugmyndir og draumar fólks um betri heim. Ég vona að þið grípið tækifærið til að sjá þær. Skoða myndbönd

Kær kveðja,
Sabina

PS. Griðastaður okkar fjölskyldunnar þessa dagana er Múmíndalurinn. Á hverju kvöldi lesum við „Halastjarnan kemur“ upphátt, þar sem við flissum og súpum hveljur yfir því hvernig sögupersónurnar bregðast við yfirvofandi hörmungum. Það er eitthvað kunnuglegt við það.

Lesa kveðja af heimaskrifstofunni

Prjónaklúbburinn er kominn á Facebook

Prjónaklúbbur Norræna hússins hefur stofnað Facebook hóp þar sem prjónarar  af báðum kynjum og mörgum þjóðernum geta greiðlega haldið áfram að deila afrakstri sínum, spjallað saman og gefið góð ráð.

Ertu með eitthvað á prjónunum?
Veldu hnappinn hér fyrir neðan og óskaðu eftir aðgang í hópinn. Við hlökkum til að kynnast þér.

 

Sækja um aðgang

 

Prjónaklúbbur Norræna hússins hefur nú verið starfræktur í rúmt ár. Við hittumst að jafnaði annan hvern þriðjudag á Bókasafninu. Þetta er afskaplega skemmtilegar og notalegar stundir þar sem prjónarar af báðum kynjum og mörgum þjóðernum, hittast og spjalla, gefa ráðleggingar og jafnvel kenna hvert öðru tækni og brellur.

Þessi hópur er ætlaður til að deila myndum og hugmyndum og uppskriftum og hvaðeina öðru sem okkur dettur í hug. Hópurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á handverki, bæði þá sem koma reglulega á prjónstund í Norræna húsinu en líka þá sem ekki komast en vildu svo gjarnan vera með.

Verið öll velkomin.

Allar athugasemdir og fyrirspurnir skulu sendar á ragnheidurm@nordichouse.is

Kveðja af heimaskrifstofunni: Samskiptafjarlægð

Þessi texti er þýddur úr sænsku

Nú bý ég við einangrun á eyju í fleiri þúsund kílómetra fjarlægð frá minni fósturjörð, frá vinum mínum og ættingjum. En ég hef það gott. Ég hef fjölskylduna mína og ég get sinnt skemmtilegasta starfi sem hægt er að hugsa sér. Það kom mér á óvart hvað umskiptin reyndust auðveld, að yfirgefa lifandi vinnustað sem iðaði af mannlífi og taka upp fjarvinnu að heiman. Ég sakna að sjálfsögðu gönguferðanna á morgnana gegnum fuglafriðlandið á leið til vinnu í fallega húsinu í Vatnsmýrinni. Ég sakna starfsfólksins, gestanna og samstarfsaðila hússins. En það bjargast. Þrátt fyrir einveruna á ég mikil samskipti við annað fólk þökk sé hinni stafrænu tækni.

Í síðustu viku fékk ég mér rauðvínsglas í góðum félagsskap. Það var fjarfundur í vínklúbbnum mínum í Finnlandi og í fyrsta sinn í rúmt ár gat ég tekið þátt. Við skröfuðum um heima og geima (mest um heimaskóla en líka um kvíða og einangrun) þar sem við sátum heima hjá okkur hvert í sínu horni. Yfirleitt er ég fjarri góðu gamni búandi á íslandi en nú brá svo við að ég gat verið með og það var í raun alveg dásamlegt.

En mér er hugsað til þeirra sem sitja einir heima og hitta engan annan í netheimum. Ég hugsa líka til þeirra sem eru með lítil börn og geta hvergi farið. Og ég velti fyrir mér hvort það sé eitthvað sem við í Norræna húsinu getum gert?

Hafðu samband
Norræna húsið er mikilvægur fundarstaður fyrir marga. Þrátt fyrir að húsið sé lokað viljum við vera til staðar og gera starfsemi hússins aðgengilega. Við leitum sífellt nýrra leiða og erum að prófa okkur áfram. Prjónaklúbbur Norræna hússins er kominn á samfélagsmiðlana og við stefnum að því að opna nýja og betrumbætta streymisveitu um miðjan næsta mánuð.  Þar munum við streyma í háum gæðum vönduðum viðburðum, tónleikum og ráðstefnum.  Allt þetta langar okkur að gera í samráði við ykkur. Á heimsíðu Norræna hússins höfum við sett upp tillögubox sem við hvetjum ykkur til að nota. Við viljum endilega vita hvers þið saknið og hvað við getum gert til að koma til móts við ykkur.

Næst langar mig að skrifa um að yfirfæra myndlist í stafrænt form og ég vill endilega heyra ykkar hugleiðingar um málið. Hægt verður að setja inn athugasemdir undir færslunni á Facebook.

Farið varlega á þessum skrýtnu tímum og hugsið vel að ykkar nánustu <3

Kær kveðja
Sabina

Lesa Listin í netheimum

Norræna húsið hættir heimsendingum

Norræna húsið hefur þurft að hætta heimsendingum á bókum vegna covid-19.

 

Nordens Hus kan ikke låne ud flere bøger

Efter vejledning fra sundhendsministeriets advokater, har bibliotekerne på Island besluttet at stoppe alt udlån. Dette betyder beklageligvis at vi heller ikke kører udlånsmaterialer ud længere. Vi takker alle jer som lavede materiale bestillinger og brugte vores dør-til-dør service.

E-bøger og lydbøger 
I disse tider kan vi dog henvise til vores digitale samling på 62.000 e-bøger og lydbøger (https://nordenshus.elib.se/), hovedsageligt på svensk og finsk. Hvis du er låner i Nordens Hus, kan du bruge dit lånerkort eller kennitala til at logge ind, samt din selvvalgte 4-cifrede kode.

 

 

NORRÆNA HÚSIÐ LOKAR Í FJÓRAR VIKUR   

Vegna fyrirliggjandi ákvörðunar um samkomubann höfum við ákveðið að aflýsa öllum viðburðum í húsinu næstu fjórar vikurnar og loka Norræna húsinu fyrir almenningi frá 14. mars- 14. apríl. Hægt verður að ná í starfsfólk eins og venjulega í gegnum síma og með tölvupósti á vinnutíma.

Öll útlán á bókasafni lengjast sjálfkrafa til 30. april.

Við bendum á Instagram & Facebook síðu Norræna hússins þar sem við ætlum að halda áfram að birta skemmtilegt efni og miðla norrænni menningu.

Einhverjar spurningar? sendu okkur línu á netfangið: info@nordichouse.is

MATR – Nýtt kaffihús í Norræna húsinu

MATR opnar í Norræna húsinu þriðjudaginn 3.mars

MATR er forn ritháttur á orðinu matur og einnig nafn á eins árs tilraunaverkefni í ruslfríum og vistvænum veitingarekstri í Norræna húsinu. MATR mun bjóða upp á huggulega og fjölskylduvæna stemmningu þar sem áhersla verður lögð á norræna matargerð, nýtni og virðingu fyrir hráefninu.

Á MATR verður boðið upp á síðbúinn morgunverð og gómsæta rétti í hádeginu en yfir daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi; það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og meðí í góðra vina hópi.

Það er sjónvarpskokkurinn og matgæðingurinn Árni Ólafur Jónsson sem stendur í forsvari fyrir þessu nýja og spennandi kaffihúsi.  Árni ætti að vera mögrum kunnugur úr matreiðsluþáttunum Hið blómlega bú sem sýndir voru á stöð tvö fyrir nokkrum árum.

Opnunartími
Þri-sun kl. 10-17.

Sýningarsalur Norræna hússins opnar að nýju þann 24. janúar 2020

Sýningarsalur Norræna hússins opnaði að nýju þann 24. janúar 2020 með finnsku myndlistarsýningunni LAND HANDAN HAFSINS.

Í mars 2019 var sýningarsal Norræna hússins lokað vegna vatnsleka. Í kjölfarið hófust umtalsverðar viðgerðir á rýminu og salurinn endurnýjaður í upphaflegri mynd. Lagt hefur verið nýtt gólfefni og  loftræstikerfi ásamt því sem opnað hefur verið á milli tveggja rýma sem áður voru aðskilin.  Steinveggir, tréhurðir og trébitar í loftinu setja svip á mínímalískan salinn sem býður upp á mikla möguleika fyrir myndlist af öllu tagi. Fyrir framan salinn opnar Hönnunarverslun Norræna hússins en hún var áður staðsett á efri hæð hússins. Verslunin mun selja gjafavöru eftir norræna hönnuði og arkitekt hússins, Alvar Aalto.

Hvelfing
Hvelfing er nýtt nafn á sýningarsal Norræna hússins. Hvelfingin er undirstaða hússins og í hvelfingunni eru verðmætustu gripirnir varðveittir. Í sýningarrýminu verður listin hluti af norrænni samfélagsorðræðu. Í Norræna húsinu er lögð mikil áhersla á jafnrétti, sjálfbærni og fjölbreytileika og mun það endurspeglast í sýningarskránni í ár. Sýningarnar verða ýmist settar upp af Norræna húsinu eða í samstarfi við aðra.

Fjórar sýningar eru fyrirhugaðar á árinu 2020
Fyrst verður samsýning finnsks listafólks, Land handan hafsins, sem Pro Artibus stofnunin hefur veg og vanda af. Í apríl opnar sýning í tilefni hálfrar aldar afmælis íslenskrar grafíkur og í sumar stendur húsið að sýningu í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Platform Gátt á hennar vegum sem mun kynna ungt og upprennandi listafólk á Norðurlöndum. Í haust opnum við síðan stóra og glæsilega samsýningu í Norræna húsinu sem fjallar um jafnrétti og kyn í norrænu samhengi. Á sýningunni munu margir af eftirsóttustu listamönnum norðurlandanna sýna. Allar nánari upplýsingar um sýningar hússins verða birtar á vef Norræna hússins þegar nær dregur.

Sagan
Sýningarsalur Norræna hússins var vígður árið 1971, þremur árum eftir að húsið opnaði. Ivar Eskeland, fyrsti forstjóri Norræna hússins, áttaði sig fljótlega á því að skortur var á sýningarrými í Reykjavík og hóf árið 1969 undirbúning að því að innrétta sýningarsal í lausu rými í kjallara hússins. Norðurlöndin tóku þátt í að fjármagna verkið. Árið 1971 var sýningarsalurinn tekinn í notkun og gegndi hann frá upphafi mikilvægu hlutverki í myndlistarlífinu í Reykjavík. Ýmsir áhugaverðir listamenn frá Norðurlöndum hafa sýnt þar í áranna rás. Sem dæmi má nefna Ju- hani Linnovaara, Roj Friberg, Ragnheiði Jónsdóttur og Hafsteinn Austmann.

Norræna húsið er lokað yfir hátíðirnar

Kæru viðskiptavinir,

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum allar góðar stundir á árinu sem er að líða.

Jólakort

Vinsamlegast athugið að Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2019 til 7. janúar 2020.

Þann 24. janúar 2020 bjóðum við til veislu og sýningaropnunar þegar Norræna húsið kynnir nýtt fjölskylduvænt veitingahús og endurbætt sýningarými.

Nánari upplýsingar um opnunina koma fljótt og verða birtar á vefnum okkar. Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu sent boðskort  www.nordichouse.is

Kveðja
Starfsfólk Norræna hússins

Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal

Hefur þú áhuga á menningu og listum?

Norræna húsið auglýsir eftir móttöku- og þjónustufulltrúa  í sýningarsal.
Um er að ræða hluta- og helgarvinnu. 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto. 

Við leitum að skapandi einstaklingi til að sinna móttöku sýningagesta, svara fyrirspurnum og annast sölu á hönnunarvörum. Önnur verkefni eru m.a skráning gagna, vöktun sýninga og önnur tilfallandi verkefni. Menntun í listum og menningu og/eða reynsla af opinberum störfum er kostur.  Við leitum að sveigjanlegum einstaklingi með mikla þjónustulund sem á auðvelt með að vinna bæði sjálfstætt og í hóp.  Krafa er gerð um að viðkomandi hafi gott vald á íslensku og ensku og er kunnátta í einu norðurlandamáli kostur. 

Frekari upplýsingar veitir Sabina Westerholm forstjóri Norræna hússins í tölvupósti  eða í síma 551 7030. Umsóknum skal skila á ensku ásamt ferilskrá  á netfangið sabina@nordichouse.is Umsóknarfrestur er 22. desember 2019. 

Nánari upplýsingar um húsið er að finna á www.norraenahusid.is  

Kynjaþing

Velkomin á Kynjaþing 2019, haldið í 2. nóvember 2019 í Norræna húsinu.

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

 

Frjáls félagasamtök sem starfa að jafnréttismálum, mannréttindamálum og stjórnmálum eru hvött til að sækja um að halda viðburði og/eða kynna starf sitt á þinginu. Þátttaka er ókeypis!

Sækið um að halda viðburð á Kynjaþingi hér

Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin!
Tölum saman! Höfum hátt!

Norræna húsið auglýsir eftir nýjum rekstraraðila í veitingarými hússins

Frá og með 1. september 2019 er veitingarými Norræna hússins laust fyrir nýjan rekstraraðila. Í húsinu er veitingarými með einstöku útsýni og nánast fullbúnu eldhúsi.

Undanfarin fimm ár hefur AAlto Bistro starfað í Norræna húsinu og notið mikilla vinsælda. Um leið og við auglýsum eftir nýjum samstarfsaðila til þess að taka við rekstri veitingarýmisins þökkum við Aalto Bistro fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf.

Norræna húsið í Reykjavík tók til starfa árið 1968 en húsið teiknaði finnski arkitektinn Alvar Aalto. Húsið er friðað og er ein af fáum perlum módernískrar byggingarlistar í Reykjavík, staðsett í friðlandinu í Vatnsmýrinni. Fjölbreytt menningarstarfsemi fer fram í Norræna húsinu, t.d. sýningar af ýmsu tagi, rekstur bókasafns, hljómleikar og sviðslistir. Auk þess tekur húsið virkan þátt í norrænni þjóðfélagsumræðu með málþingum og ráðstefnum. Árlega heimsækja húsið um 100.000 gestir.

Nýrrekstraraðilimyndi:

 • Vinna með markmið hússins að leiðarljósi,en þau eru norræn gildi, sjálfbærni, umhverfisvernd, fjölmenning og fjölskylduvænt samfélag.
 • Vera með sama opnunartíma og Norræna húsið.
 • Bjóða a.m.k hádegisverð auk þess að sjá um veitingar fyrir viðburði hússins.
 • Vera áhugasamur um ræktun kryddjurta og nýta sér góða aðstöðu við húsið í þeim tilgangi.

Fyrirspurnir, hugmyndir og umsóknir sendist Þórunni Stefánsdóttur fjármálastjóra Norræna hússins, thorunnst@nordichouse.is.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2019.

Vinningshafar – Barnabókaflóðið

Við höfum nú dregið fimm vinningshafa í bókagetraun „Barnabókaflóðsins“. Verðlaunahafar fyrir janúar, febrúar, mars, apríl og maí eru Marla Sól Manuelsdóttir Plasencia (11 ára), Arnór Helgason (10 ára), Martin Gunnarsson (9 ára), Aldís Jóhannesdóttir (6 ára) og Dagbjört Káradóttir (5 ára). Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listrænn stjórnandi sýningarinnar, veitti þeim bókaverðlaunin „Silfurlykillinn: Framtíðarsaga“ eftir Sigrúnu Eldjárn, “Bangsi litli í skóginum” eftir Benjamin Chaud, “Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen” eftir Finn-Ole Heinrich ásamt „Úlfur og Edda: Dýrgripurinn“ og „Úlfur og Edda: Drekaaugun“ eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.

Sýningunni hefur verið lokað og við þökkum þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína á sýninguna fyrir komuna.

Viðburðadagatal Norræna hússins

Langar þig að vera lærlingur hjá Norræna húsinu? 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

 • Gerð er krafa um framúrskarandi kunnáttu í sænsku, dönsku eða norsku ásamt kunnáttu í ensku.
 • Mikilvægt er að einstaklingurinnhafi góða almenna tölvukunnáttu og sé fær að tjá sig í ræðu og riti.
 • Við leitum að sjálfstæðum, áreiðanlegum og hugmyndaríkumeinstaklingi sem er forvitinn og fús til að læra nýjar hluti
 • Getur aðstoðað við undirbúning og frágang eftir viðburði
 • Tekur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt

Lesa auglýsingu í heild sinni hér

Barnabókaflóðið opnar að nýju

Barnabókaflóðið silgdi inn á barnabókasafn Norræna hússins

Við höfum opnað á ný Barnabókaflóðið, nú í breyttri mynd á barnabókasafninu okkar. Verið öll hjartanlega velkomin.
Barnabókaflóðið er ævintýraleg gagnvirk sýning fyrir börn á aldrinum 5-11 ára
Sýningin er opin alla virka daga frá 13-17 helgar 10-17
Aðgangur er ókeypis 

Nánari upplýsingar

Nýr forstjóri Norræna hússins Sabina Westerholm

Nýr forstjóri tók til starfa í Norræna húsinu 2. janúar 2019.  Sabina Westerholm (FI) var áður framkvæmdastjóri Stiftelsen Pro Artibus sem hefur að markmiði að styðja myndlist á svæðum í Finnlandi þar sem töluð er sænska.​  Sabina stefnir að því að þróa frekar starfsemi í Norræna húsinu fyrir börn og ungmenni:

– Ég vil að Norræna húsið sé vettvangur umræðna um málefni sem eru efst á baugi í norrænu tilliti. Mitt markmið er að koma á fót verkefnaheildum um þemu og þvert á listgreinar auk hágæða dagskrár fyrir börn og ungmenni.

Sabina tók við af Mikkel Harder (DK) sem hefur verið forstjóri Norræna hússins frá árinu 2015.

Frétt af vef norden.org 

500 skólabörn heimsóttu Barnabókaflóðið

List fyrir alla stóð fyrir skólaheimsóknum ríflega 500 barna úr 2.-5. bekk á sýninguna Barnabókaflóðið í Norræna húsinu. Barnabókaflóðið er gagnvirk sýning um ævintýraheim barnabókmenntanna þar sem börnin fá tækifæri til að nota ímyndunaraflið og semja sína eigin sögu.

Sýningin verður opin til aprílloka 2019.

Vinnustofurnar 
Listrænn stjórnandi sýningarinnar, rithöfundurinn og teiknarinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir, tók á móti hópum frá grunnskólum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Álftanesi, Vogum og Grindavík. Börnin byrjuðu á að klæða sig í búninga og útbjuggu svo sitt eigið vegabréf sem þau stimpluðu í á ferð sinni um völundarhús barnabókanna. Þau hlýddu á ljóðalestur, fóru í ævintýrasiglingu í víkingaskipi inn í heim Norrænnar goðafræði og leystu bráðskemmtileg verkefni. Litskrúðugar sögupersónur spruttu fram, skriðið var inn í skáldafjall og kíkt í bókakrók. Krakkarnir settu saman ljóðlínur, sköpuðu allskyns söguheima og byrjuðu að skrifa eigin ævintýri sem þau geta unnið áfram með í skólanum. Að endingu létu börnin sig dreyma innan um stjörnuþokur og norðurljósadýrð. Í lok heimsóknarinnar voru þau hvött til að æfa sig í að setja sig í spor annarra og halda áfram að skrifa, teikna og lesa spennandi sögur.

Eftir áramót verður boðið upp á leiðsögn um Barnabókaflóðið fyrir skólahópa úr 1.-5. bekk grunnskóla og elstu börn í leikskóla. Leiðsögnin tekur um eina og hálfa klukkustund og mun starfsmaður Norræna hússins sjá um hana. Áhugasamir geta pantað leiðsögn með því að senda tölvupóst á telma@nordichouse.is.

Norræna húsið er lokað yfir hátíðirnar

Kæru viðskiptavinir,

Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2018 til 2. janúar 2019.

 • Barnabókaflóðið er lokað frá og með 22. desember 2018 og opnar aftur á nýju ári. Nánari tímasetning kemur síðar.
 • Verslun og móttaka eru lokuð frá og með 23. desember 2018 og opnar aftur 2. janúar 2019.
 • Bókasafnið lokar frá og með 20. desember og opnar aftur 7 janúar.
 • Aalto Bistro er lokað frá og með 24. desember og opnar aftur 2. janúar.

 

Gleðileg jól og gæfuríkt ár 
starfsfólk Norræna hússins

Nordens Hus søger praktikanter til foråret 2019

Som praktikant i Nordens Hus bliver du en del af et dynamisk team, der arbejder med kulturudveksling mellem Island, Norden og de Baltiske lande i form af samarbejdsprojekter med kulturinstitutioner, enkelte kunstnere og forskere m.m. i hele regionen.

Som praktikant i Nordens Hus vil du få solid erfaring med projektudvikling og gennemførelse, samt kommunikation på alle niveauer i den kulturelle sektor og et grundigt indblik i international kulturudveksling.

Praktikanternes arbejde består bl.a. i assistance i forbindelse med eventplanlægning og -afvikling, opdatering af alle medieplatforme, udformning af tekster, fundraising, research, pressearbejde, deltagelse i diverse møder og konferencer, koordinering og afvikling af events, samt diverse administrative og ad hoc-opgaver.

Praktikanter har en høj grad af ansvar, og deres input og egne initiativer er med til at udvikle institutionens arbejde.

Vi forventer, at du er i gang med en lang videregående uddannelse på kandidatniveau inden for de humanistiske, samfundsvidenskabelige eller kreativt skabende fag, men vi opfordrer alle uanset specifik uddannelsesbaggrund til at søge.

Nødvendige kvalifikationer: 

 • gode formuleringsevner i skrift og tale på engelsk og dansk, svensk eller norsk.
 • stor interesse for og gerne godt kendskab til nordisk kulturliv og international kulturudveksling
 • stor selvstændighed i arbejdet
 • organisatorisk sans

Erfaring med at skrive kort og fængende til online medier, kreativt grafisk arbejde (InDesign), hjemmesideredigering (WordPress) vil blive værdsat, men er ikke nødvendigt.

Praktikstillingen er ulønnet og løber typisk over 5 måneder.

Vi tager gerne hensyn til individuelle studieordningskrav, og det er også muligt at fjernstudere et fag samtidig med praktikken. Praktikanter finder selv bolig, men vi formidler gerne kontakt til kollegier og bofællesskaber for praktikanter.

Hvis du har spørgsmål, er du meget velkommen til at skrive til direktør, Mikkel Harder, på mikkel@nordichouse.is

Ansøgninger for vinter/forår 2019, CV og evt. eksamensbevis skal være os i hænde senest 1. oktober 2018 og sendes til info@nordichouse.is

Norræn dagskrá á Lýsu 2018 – Hofi Akureyri –

Norðurlönd í fókus, Norræna félagið og Halló Norðurlönd standa fyrir dagskrá á samfélagshátíðinni LÝSU á Akureyri um helgina!
Dagskráin hefst kl. 11:15 þegar forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir tilkynnir tilnefningar ársins til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018.

FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER

11:15 – 12:00 HAMRAGIL
Tilkynnt um tilnefningar til Umhverfisverðlauna
Norðurlandaráðs 2018
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnir opinberlega um tilnefningar til
hinna virtu Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Þema verðlaunanna í
ár er verndun lífsins í hafinu. Með þemanu vill norræna dómnefndin vekja
athygli á verkefnum sem styðja hin nýju heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
fyrir 2030 en „lífið í hafinu“ er einmitt 14. markmiðið í dagskrá SÞ.

13:00 – 13:45 LUNDUR
Samvinna Norðurlanda
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins fjallar um norrænu ríkin í gamni
og alvöru. Hvað Norðurlöndin eigi sameiginlegt, af hverju hafa þau séð sér hag
í vinna svo náið saman, af hverju varnar- og öryggismál eru ekki lengur tabú í
norrænni samvinnu? Hvernig má búast við að samvinnan þróist, er kannski
möguleiki á að draumur sem sænski sagnfræðingurinn Gunnar Wetterberg
setti fram um norrænt sambandsríki verði að veruleika? Hvernig liti slíkt ríki
út, hver yrði höfuðborgin og þjóðhöfðingi, hvaða tungumál ætti að tala og hver
yrði þjóðsöngurinn?

14:00 – 14:30 LUNDUR
Kosningarnar í Svíþjóð
Þingkosningarnar í Svíþjóð fara fram sunnudaginn 9. september n.k. og það
stefnir í spennandi baráttu. Håkan Juholt sendiherra Svíþjóðar á Íslandi og
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins fara yfir stöðu stjórnmála í
Svíþjóð fyrir kosningarnar. Umræðurnar fara fram á ensku.

16:15 – 17:15 LUNDUR
Jafnlaunavottun
Á Íslandi hefur verið innleidd jafnlaunavottun, en það framtak varð
velferðarnefnd Norðurlandaráðs hvatning til þess leggja fram tillögu um
samnorræna vottun. Stjórnmálafólk og fagaðilar ræða jafnlaunavottun, hvers
vegna var hún færð í lög? Hvernig gengur framkvæmdin og hverjir eru kostir og
gallar við vottunina?
Þátttakendur eru Þorsteinn Víglundsson alþingismaður Viðreisnar og
fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, Katrín Björg Ríkharðsdóttir
framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Steinunn Þóra Árnadóttir alþingiskona
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og situr í norrænu velferðarnefndinni
og Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðarstofnunar.

18:00 – 20:00 HAMRABORG
UseLess: heimildarmynd og umræður um matar- og tískusóun
Verðlaunamyndin UseLess er glæný heimildarmynd sem fjallar um hvernig
sóun á mat og tískuvarningi hefur orðið að alvarlegu samfélags- og
umhverfisvandamáli heiminum, ekki síst í ríkustu löndum heims. Myndin er
lausnamiðuð og kynnir ýmis ráð sem áhorfendur geta tileinkað sér til að taka
skref í rétta átt.
Framleiðendur myndarinnar, Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir
segja frá tilurð myndarinnar og umræður fara fram að sýningu lokinni. Þátttakendur:
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska; Brynhildur
Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna; Kolbeinn Óttarsson
Proppé, þingmaður VG og fulltrúi Íslands í sjálfbærninefnd Norðurlandaráðs.
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins stjórnar umræðum.

12:00 – 12:30 LUNDUR
#MeToo samtal
Samfélagsmiðlabyltingin MeToo skók allan
heiminn og bárust fréttir og sögur daglega
af mikilli valdmisbeitingu í öllum geirum.
Enn berast fréttir í tengslum við MeToo, en
hver eru áhrif MeToo á samfélagið? Hvað
eigum við eftir að sjá enn?
Sunna Valgerðardóttir fjölmiðlakona ræðir
við þær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur
ritara og þingkonu Sjálfstæðisflokksins,
Dóru Björt Guðjónsdóttur oddvita Pírata í
Reykjavík og forseta borgarstjórnar,
Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann
Eflingar og Sögu Garðarsdóttur leik- og
fyndlistakonu um MeToo byltinguna og
áhrif hennar í samfélaginu.

12:45 – 13:30 SVALIR
Velferðartækni
Velferðartækni er samheiti yfir tæknilausnir
sem leggja áherslu á að nýta tækni
og snjalllausnir til að auðvelda fólki að búa
á eigin heimili og við betri lífsgæði þrátt
fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.
Velferðartækni miðar að allir geti verið
virkir þátttakendur í samfélaginu eins lengi
og kostur er. Halldór Guðmundsson
framkvæmdastjóri Öldrunarheimila
Akureyrar fjallar um og kynnir þá möguleika
sem velferðartækni býður uppá.

14:00 – 14:45 SETBERG
Kynning á norrænu samstarfi
og verkefnum
Kynningin fer fram í formi örfyrirlestra þar
sem farið verður yfir þau helstu verkefni
sem Norræna félagið og Norræna húsið
standa að. Kynnt verða verkefni eins og
upplýsingaþjónustan Halló Norðurlönd,
Nordjobb, Norden i Skolan, Norræna
bókmenntavikan, Norðurlönd í Fókus og
verðlaun Norðurlandaráðs. Einnig verða
veittar upplýsingar um norræna styrki.

 

Norræna húsið auglýsir eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi. Umsóknarfrestur 27. ágúst 2018.

Hefur þú brennandi áhuga á börnum og barnamenningu?

Bókasafn Norræna hússins er einstakt almenningsbókasafn með safnefni á sjö tungumálum, barnabókasafn og artótek með norrænum grafíkverkum. Bókasafnið hóf starfsemi árið 1969, ári eftir að húsið var vígt. Sérstaða safnsins er að þar er eingöngu að finna bókmenntir á norðurlandamálunum eftir norræna höfunda en þó ekki á íslensku nema þýðingar yfir á annað norðurlandamál.  Í safninu eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn og fullorðna, tímarit, dagblöð, hljóðbækur og rafbækur. Bókasafnið vinnur náið með verkefnastjórum Norræna hússins og skipuleggur bókmenntaviðburði eins og Höfundakvöld og Sögustundir.

 

Hæfniskröfur 

 • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði, BA, MA, scient.í upplýsingafræði eða sambærileg menntun
 • Framúrskarandi kunnátta í sænsku, dönsku eða norsku ásamt kunnáttu í ensku og íslensku ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Þekking og innsýn í barnabókmenntirog barnamenningu
 • Hafa reynslu og ánægju af að vinna með börnum og unglingum
 • Takir frumkvæði og komir hugmyndum þínum í framkvæmd
 • Frábær samskipta – og samstarfshæfni
 • Skráningarheimild í Gegnir.is er kostur
 • Þekking til stafrænnar þróunar og tækni, gagnagrunna og samfélagsmiðla og færni til að nýta þá í starfi

 

Helstu verkefni: 

 • Yfirumsjón með barnastarfi safnsins
 • Vera í forsvari viðburða tengdum börnum og unglingum, allt frá vikulegum sögustundum til stórra alþjóðlegra viðburða
 • Ásamt öðru starfsfólki safnsins að skrá í Gegnir.is nýtt barnaefni  á öllum norrænu tungumálunum.
 • Að fylgjast með og sjá til þess að barnadeild safnsins, Barnahellirinn, sé ávallt í stakk búinn að taka á móti litlum og stórum gestum
 • Móttaka skólahópa og yfirumsjón með skipulögðum heimsóknum í Norræna húsið
 • Almenn  bókasafnsstörfeins og útlán og önnur þjónusta

 

Við bjóðum:

Fjölbreytt og áhugavert starf á metnaðarfullum vinnustað með góðum starfsanda. Ásamt samstarfsfólki verður þú hluti hóps sem einbeitir sér að því að kynna og koma á framfæri norrænum bókmenntum og menningu ásamt því að varða leið safnsins inn í stafræna framtíð.  Starfið er sveigjanlegt og skapandi þar sem við vinnum sjálfstætt sem og í hóp og höfum möguleika á að bæta og efla þekkingu okkar og kunnáttu.

Starfshlutfall er 80%. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst og skal sækja um starfið á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org. Með umsókninni skal fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku eða norsku. Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu á samningi önnur fjögur ár skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar.

 

Upplýsingar um starfið veita Erling Kjærbo erling@nordichouse.is og Þórunn Stefánsdóttir thorunnst@nordichouse.is

 

Senda inn umsókn

Norræna húsið var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipuleggja margvíslega menningarviðburði og sýningar.  Árlega koma um 100.000 gestir í húsið sem er eitt af meistaraverkum finnska arkitektsins Alvars Aalto.  Í ár fagnar Norræna húsið 50 ára starfsafmæli. 

Nánari upplýsingar um húsið er að finna á www.norraenahusid.is

Norræna húsið auglýsir eftir tæknimanni í 100% stöðu – Umsóknarfrestur 27. ágúst 2018

Ert þú sú/sá sem við erum að leita að? Þú….

 • hefur sterka þjónustulund
 • ferð létt með að gera marga hluti í einu
 • hefur skipulagshæfni og góða yfirsýn
 • átt auðvelt með að tileinka þér þekkingu á tækni, tækjum og tólum
 • ert líkamlega sterk/ur og getur lyft þungum húsgögnum

 

Helstu viðfangsefni:

 • Undirbúa allar gerðir viðburða s.s. tónleika, sýningar, ráðstefnur, fundi, vinnusmiðjur o.fl.
 • Umsjón með tæknibúnaði og tryggja að hann sé í lagi fyrir allar gerðir viðburða
 • Setja upp og ganga frá eftir viðburði
 • Umsjón með að húsið líti vel út og að allur aðbúnaður virki
 • Þjónusta og aðstoð við gesti hússins, s.s. listafólk, ráðstefnuhaldara o.s.frv.

 

Hæfniskröfur:

Við leitum að dýnamískri manneskju með reynslu af sambærilegri vinnu og getur verið sá aðili sem stýrir tæknihlið viðburða í húsinu á faglegan hátt. Við leitum sérstaklega af fólki með þekkingu á hljóði, lýsingu og sýningu kvikmynda. Þú þarft að geta talað íslensku og ensku og það er stór kostur ef þú skilur og getur gert þig skiljanlega/nn á einu skandinavísku tungumáli. Við leitum að sjálfstæðum einstaklingi, skipulögðum og áreiðanlegum sem vinnur vel undir álagi.

 

Vinnutími er þriðjudaga til föstudaga frá kl. 13:30 21:30 og aðra hverja helgi. Ath. vinnutími getur verið sveigjanlegur. 

 

Frekari upplýsingar veitir fjármálastjóri Norræna hússins Þórunn Stefánsdóttir í tölvupósti thorunnst@nordichouse.is eða í síma 551 7030.

Umskóknarfrestur er 27. ágúst og skal sækja um starfið á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org.

Gott er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.

 

Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu á samningi önnur fjögur ár skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Nánari upplýsingar um húsið er að finna á www.norraenahusid.is

 

Sækja um starfið hér 

Nordens Hus søger en erfaren projektleder til en fuldtidsstilling

Nordens Hus i Reykjavik er en kulturinstitution med fokus på nordisk litteratur, sprog, arkitektur, design, børn og unge og bæredygtig udvikling. Vi arbejder for at styrke udvekslingen af kunst, kultur og viden mellem Island og de øvrige nordiske lande og på at formidle Norden i verden. Nordens Hus spiller en væsentlig rolle i det islandske samfund og er tegnet af den verdensberømte arkitekt Alvar Aalto.

Er du den person?

 • Du skal have dokumenteret erfaring i projektledelse, gerne indenfor kunst og kulturområdet.
 • Du skal tale og skrive mindst et skandinavisk sprog på højt niveau (svensk, dansk, norsk) samt engelsk. Det er absolut en fordel, hvis du taler og forstår islandsk, men ikke et krav, hvis dine kompetencer ellers er i top.
 • Du skal kunne arbejde meget selvstændigt med ansvar for egne projekter lige fra fund-raising til planlægning, budgetstyring, afvikling og kommunikation.
 • Du skal kunne uddelegere opgaver til dine kolleger og praktikanter og støtte dem med deres projekter og indgå som en samarbejdsvillig partner i et projektteam, der hjælper hinanden.

Dine opgaver:

 • Udvikle og igangsætte projekter.
 • Ansvar for Nordisk kulturkontakt i Island, dvs. rådgivning og information i dialog med Nordisk Ministerråd til kunstnere i Island, der søger nordiske midler.
 • Planlægge og gennemføre udstillinger, arrangementer, festivaler m.m. alene og sammen med samarbejdspartnere i huset, i Island og i Norden.
 • Give en hånd med ved opsætning af udstillinger og større arrangementer i huset.

Kvalifikationer:

 • God uddannelse og stor erfaring i projektledelse.
 • Brændende interesse for de nordiske lande og det nordiske samarbejde.
 • Interesseret i samfundsspørgsmål og godt orienteret om aktuelle begivenheder.
 • Selvstændig, struktureret og fantasifuld med stor interesse og viden om nordisk kunst og kultur.
 • Du er selvstændig og selvkørende og lader dig ikke så let stresse i en travl hverdag.
 • Du er en god kollega og har gode samarbejdsevner.

Ansøgningsfristen er 16. april 2018 (kl. 23:59 dansk tid). 

Ansøgningsskema udfyldes på www.norden.org 

Ansættelsessamtaler finder sted både via SKYPE og i Island i april/maj måned. Ansøgningen skal ledsages af CV og kort motivation, som tydeligt beskriver relevante færdigheder og ideen med at søge. Ansøgninger skal være på dansk, svensk eller norsk.

Ansættelsen som projektleder er tidsbegrænset til fire år med en mulig forlængelse af ansættelseskontrakt i yderligere fire år jfr. reglerne i Nordisk Ministerråd. Yderligere information findes på hjemmesiden www.nordichouse.is

Yderlige oplysninger fås ved skriftlig eller telefonisk henvendelse til direktør Mikkel Harder på Mikkel@nordichouse.is eller på tlf. +354 551 7030.

OPIÐ fyrir UMSÓKNIR: Pikknikk Tónleikaraðar Norræna hússins 2018

Vilt þú spila tónlist í Vatnsmýrinni í sumar?

Pikknikk Tónleikaröðin er einn vinsælasti viðburður Norræna hússins og fastur liður í menningardagskrá þess. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins á sumrin og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana og einkum vinsælt er að sitja á grasinu í kring og njóta léttra veitinga þar sem tónlistin sameinast náttúrunni í eina fallega heild.

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir Pikknikk tónleikaröðina sumarið 2018.

Við leitum að:
– Tónlist sem hentar vel að flytja utandyra án mikils hljóðkerfis.
– Tónlistarmönnum sem hafa gaman að því að tala við áhorfendur og kynna lög sín.
– Tónlist sem höfðar bæði til íslendinga og til ferðamanna.
– Tónlistarfólki/hljómsveitum sem getur spilað í takmörkuðu rými.
– Tónlist með norræna tengingu. Ath, ekki krafa.

Ef þú hefur áhuga á því að spila á Pikknikk Tónleikaröðinni 2018 sendu tölvupóst á umsjónarmann tónleikanna, Mikael Lind, fyrir 30. mars 2018. Í umsókninni skal koma fram; stutt lýsing á tónlistarmanni/hljómsveit, linkar á tóndæmi og/eða myndbönd. Þátttakendur fá greitt fyrir tónleikana.

Pikknikk Tónleikaröð Norræna hússins
Mikael Lind
Netfang: mikaellind@nordichouse.is

APPLICATIONS FOR ICE HOT REYKJAVÍK

CALL FOR APPLICATIONS FOR ICE HOT REYKJAVÍK 2018 IS NOW OPEN!

The call for application to perform and present work at ICE HOT Reykjavík opens today and closes 31st of January 2018. The platform will take place 12th–16th of December 2018 in the capital of Iceland, Reykjavík.

All Nordic contemporary dance artists working and living in one of the Nordic countries and/or receiving funding from one of the Nordic countries are eligible to apply.

The genre presented at all ICE HOT platforms is contemporary dance, in all its variety and forms. ICE HOT Reykjavík encourages applications for both staged work in theatre spaces and other venues as well as site specific on location work. In Reykjavík, we will offer the new option of presenting works in progress or new artistic ideas during our pitch sessions MORE MORE MORE.

We encourage you to consider applying for ICE HOT Reykjavík.

With greetings from
ICE HOT Nordic Dance Platform Partners

APPLY HERE!

Nordiska ministerrådet söker en direktör till Nordens hus på Färöarna

Nordens hus på Färöarna är en institution inom det officiella nordiska samarbetet och ligger i Torshavn. Nordens hus är Färöarnas centrala kulturcentrum och kreativa mötesplats. Huset är den viktigaste förmedlaren av nordisk kultur till Färöarna och färöisk kultur till övriga norden. Barn och unga har en central plats i institutionens verksamhet. Institutionen samarbetar med de andra samnordiska kulturhusen- och instituten under Nordiska ministerrådet.

Vi söker en direktör som kan skapa mervärde för de nordiska ländernas samarbete inom kultur- och konstområdet. Som direktör ska du leda och utveckla institutionen så att den fortsatt kan upprätthålla en verksamhet med hög kvalitet och med en mångfald i såväl dess innehåll som kontaktytor. Direktören bistås av en styrelse som, inom de ramar som Nordiska ministerrådet angivit, är ett rådgivande organ inom institutionens verksamhetsområde och ska behandla frågor av större betydelse rörande institutionens fackmässiga målsättningar.

Vi söker dig som har:

 • Relevant akademisk utbildning/examen
 • Flera års dokumenterat goda chefs- och ledarerfarenheter
 • Erfarenhet av att arbeta inom kulturområdet
 • Erfarenhet av att arbeta i en politisk miljö/offentlig förvaltning, samt
 • Erfarenhet av administrativt arbete, ekonomistyrning och förhandlingar samt av internationellt samarbete.

Vidare ska du ha förmåga att:

 • Leda, företräda och utveckla verksamheten på ett professionellt och strategiskt sätt
 • Säkra att verksamheten uppfyller sitt uppdrag och når sina mål med de resurser som verksamheten förfogar över
 • Goda kommunikativa färdigheter
 • Leda och engagera kompetenta medarbetare i en organisation som präglas av produktion och förmedling av publika evenemang inom såväl kultur som andra samhällsfrågor
 • Samarbeta väl med färöiska, nordiska och internationella, aktörer, samt
 • Formulera dig väl både muntligt och skriftligt på något av ministerrådets tre arbetsspråk (danska, svenska eller norska) och på engelska.

Det är meriterande om du har:

 • Erfarenhet av nordiskt samarbete
 • Ett dokumenterat brett nätverk
 • Erfarenhet av arbete med mångfald, jämställdhet och hållbarhet

Direktören har det juridiska och ekonomiska ansvaret för institutionens löpande verksamhet och rapporterar direkt till generalsekreteraren för Nordiska ministerrådet. Direktören ansvarar för vidareutveckling, samordning och planering av verksamheten baserat på institutionens överordnade strategisk mål, årlig budgettilldelning och årligt beviljningsbrev från generalsekreteraren. Institutionen har cirka 15 anställda. Direktören företräder institutionen i såväl det nordiska som det internationella samarbetet. I tjänsten ingår resor i, framförallt, Norden.

Vi erbjuder
Ett utvecklande arbete i en nordisk och internationell miljö med kollegor från hela Norden. Som direktör har du en tidsbegränsad anställning med en första anställningsperiod på fyra år, med möjlighet till förlängning med högst fyra år. Lön efter överenskommelse. Den som har en statlig anställning i ett av de nordiska länderna har rätt till tjänstledighet för att arbeta vid en samnordisk institution.

Nordiska ministerrådet är de nordiska regeringarnas officiella samarbetsorgan. Nordens hus på Färöarna är en av Nordiska ministerrådets tolv samnordiska institutioner. Institutionerna förverkligar ministerrådets vision på sina respektive områden i samarbete med nationella och internationella aktörer. Verksamheten leds av en institutionsledare som rapporterar till Nordiska ministerrådets generalsekreterare.

För mer information se www.norden.org  www.nlh.fo/sk

Sista datum för ansökan är den 15 januari 2018. Ansökan och namnet på den som sökt är undantaget offentlighet om den som sökt begär detta. Vi planerar att genomföra intervjuer vecka 5.

Mer information om tjänsten
Om du vill veta mer om tjänsten kan du kontakta avdelningschef Mikael Höysti, telefon +45 21 71 71 10, eller e-mail mikh@norden.org, eller seniorrådgivaren Eva Englund på evaeng@norden.org. För information om anställningsvillkor vänligen kontakta seniorrådgivare/HR Monica Donde på modo@norden.org

Opnunartími í desember og janúar

Kæru viðskiptavinir,

Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2017 til og með 1. janúar 2018.

AALTO Bistro verður opið:
Miðvikudag 27. desember – Laugardag 30. desember
kl. 11:30 – 21:30 alla dagana

Norræna húsið
Virka daga: 09:00 – 17:00
Miðvikudaga: 09:00 – 21:30
Helgar: 10:00-17:00

Móttaka
Virka daga: 09:00 – 17:00
Miðvikudaga: 09:00 – 21:00
Helgar: 10:00-17:00

Bókasafn
Virka daga: 10:00 – 17:00
Miðvikudaga: 10:00 – 21:00
tel: +354 5517090

Sýningarsalir
Virka daga: 11:00 – 17:00
Miðvikudaga: 11:00 – 21:00

AALTO Bistro
Sun – Þrið: 11:30 – 17:00
Mið – Lau: 11:30 – 21:30
tel. 5510200

Skrifstofur
Mon – Fri: 09:00 – 16:00

Við óskum gestum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og þökkum samveruna á árinu sem er að líða. 

Kær kveðja Starfsfólk Norræna hússins.

 

 

 

 

 

Yfirbókavörður (100%) 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto. Árið 2018 fagnar Norræna húsið 50 ára starfsafmæli.

 

Ert þú einstaklingurinn sem við leitum að?

Norræna húsið leitar að öflugum einstaklingi til að leiða bókasafn Norræna hússins. Viðkomandi kemur til með að hafa mótandi áhrif á starfsemi bókasafnsins, stuðla að frekari uppbyggingu þess og þróun, ásamt því að taka þátt í fjölbreyttri starfsemi hússins.

Helstu verkefni

· Móta markmið og stefnu bókasafnsins og fylgja þeim eftir í samstarfi við stjórn og starfsmenn hússins

· Vinna markvisst að markmiðum Norrænu ráðherranefndarinnar s.s. um jafnrétti, börn og ungmenni, sjálfbærni, tæknivæðingu og nýja norðurlandabúa

· Hafa umsjón með daglegri starfsemi og rekstri safnsins

· Hafa frumkvæði og virka aðkomu að viðburðum Norræna hússins, sér í lagi á sviði bókmennta og bókasafnsins

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði

· Reynsla af stjórnun bókasafna æskileg

· Þekking á Gegni bókasafnskerfi eða sambærilegum kerfum svo og skjalavörslu

· Góð kunnátta í a.m.k. einu norðurlandamálanna, íslensku og ensku, ásamt færni til að tjá sig á þessum málum í ræðu og riti

· Frumkvæði og aðlögunarhæfni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum, skipulags- og samskiptahæfni auk hæfni til að leiðbeina og stýra verkefnum

· Færni í Office 365 og þekking á samfélagsmiðlum æskileg

 

Umsóknir skulu fylltar út á www.norden.org

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2017 og staðan laus frá 2. apríl 2018. Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku eða norsku.

Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings í fjögur ár í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Upplýsingar um starfið veitir Þórunn Stefánsdóttir thorunnst@nordichouse.is og Margrét I. Ásgeirsdóttir margret@nordichouse.is. Ekki er tekið á móti umsóknum sem berast á þessi netföng. Upplýsingar um Norræna húsið má finna á www.norraenahusid.is

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

Ókeypis skólavist

Lýðháskólanám í Færeyjum september – desember 2017

Lýðháskólinn í Færeyjum býður tveimur ungmennum frá Íslandi skólavist, þeim að kostnaðarlausu. skráning á: haskulin@haskulin.fo  


Hefur þú áhuga á því að fara í Lýðháskóla í Færeyjum? Þá er þetta kjörið tækifæri fyrir þig. 

Í Lýðháskóla Færeyja er engin námsáætlun, engin próf og engin pressa.

Í Lýðháskóla Færeyja færðu frið og ró til að líta inn á við, út í heim og spá í framtíðinni.

Í Lýðháskóla Færeyja færðu tækifæri til að kynnast nýju fólki, prófa nýja hluti og upplifa nýtt umhverfi.

Í Lýðháskóla Færeyja býrðu í fjóra mánuði á huggulegri heimavist með ungmennum víðsvegar að frá Færeyjum og öðrum Norðurlöndum.

Í Lýðháskóla Færeyja muntu eignast vini fyrir lífstíð.

 

Nánari upplýsingar:

    www.instagram.com/foroyafolkahaskuli

    www.facebook.com/haskulin

    www.haskulin.fo

 

Listaverkauppboð til styrktar Ordskælv

Listaverkauppboð fyrir Ordskælv verður haldið 18. september kl. 15:30-17:oo (dönskum tíma) í Árósum. Hægt er að fylgjast með uppboðinu á Facebook síðu Ordskælv: fb.com/ordskaelv

Nánari ypplýsingar á dönsku:

Med originale værker af anerkendte nordiske kunstnere som Knud Odde (DK), Gabríela Friðriksdóttir (IS), Patrik Gustavsson (SE). Download katalog over alle værker på www.ordskaelv.org fra den 5. september.

Bruun Rasmussen Kunstauktioner svinger hammeren til fordel for Ordskælv. Byd på originale værker af anerkendte nordiske kunstnere som Knud Odde (DK), Gabríela Friðriksdóttir (IS), Hannu Väisänen (FI) og Patrik Gustavsson (SE) og hør de unge forfattere læse op af deres personlige fortællinger fra bogudgivelsen „I morgen er aldrig en ny dag“, når de modigt og ærligt inviterer dig ind i deres liv.

Al overskud fra auktionen deles 50/50 mellem de bidragende kunstnere og Ordskælv – et skriveværksted og non-profit forlag, der sætter menneskers egne fortællinger i centrum.

Tak for din støtte! Følg os på fb.com/ordskaelv, hvor de originale værker og program annonceres løbende.

PROGRAM
Tid 18. september 2017, kl. 15.30-17.00
Sted Remisen på Godsbanen

15.30 Velkommen
Zainab Nasrati, næstformand af Ordskælv, byder velkommen.

15.40 Forfatteroplæsninger
Mød Charlotta Rós Sigmundsdóttir (IS), Signe Tue Christensen (DK), og Hanna Liljendahl Juhl (DK), der er tre af de unge forfattere bag den nordiske bogudgivelse ”I morgen er aldrig en ny dag”, og hør dem læse op af deres værker.

16.00 Fundraising auktion
Auktionarius Peter Beck fra Bruun Rasmussen svinger hammeren til fordel for Ordskælv. Kom og byd på originale værker af nordiske kunstnere som bl.a. Knud Odde (DK), Gabríela Friðriksdóttir (IS), Hannu Väisänen (FI) og Patrik Gustavsson (SE) og støt en god sag.

16.55 Tak!
Zainab Nasrati, næstformand af Ordskælv, takker for i dag.

Open Call – órafmagnað Iceland Airwaves Off-venue

Norræna húsið hefur opnað fyrir umsóknir fyrir hljómsveitir og tónlistarfólk til að taka þátt í órafmögnuðum Airwaves off-venue tónleikum, föstudaginn 3. nóvember 2017.
Allir geta sótt um, en húsið leggur áherslu á að miðla menningu frá Norðurlöndunum. Hljómsveitir eða tónlistarfólk sem býr í norrænum – eða eystrasalts löndunum, eða eru af norrænu þjóðerni en eru búsett annar staðar í heiminum er velkomið að sækja um.

Tónleikarnir fara fram í aðalsal Norræna hússins og verða órafmagnaðir.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2017 og skal umsóknum skilað á netfangið: gunn@nordichouse.is 

Vinsamlegast hafið umsóknina á ensku eða einu skandinavísku tungumáli, merkt: AIRWAVES OFF-ARENA 2017.
Umsóknum skulu fylgja stutt ágrip umsækjanda ásamt linkum á tónlist og/eða myndbönd.

Órafmagnaðir Off-venue tónleikar í Norræna húsinu 3. nóvember 2017, milli klukkan 14:00 og 20:00.  Aðgangur verður ókeypis og allir velkomnir.

FAQ
Q: Is the audience seated or standing?
A: The venue has seats for 80 people with an option for the audience to stand in the back.

Q: Is there a stage?
A: Yes.

Q: Is there a PA?
A: Yes. There is a JBL PA with a 16 channel Soundcraft mixer.

Q: Are there monitors?
A: Yes. There are 4 monitors (3 sends from the mixer).

Q: Are there lights?
A: Yes. It is 4 moving heads.

Q: Is there a back line?
A: No, this is unplugged concerts. We have a Steinway piano (Flygel)

Q: Do you have a keyboard stand?
A: No.

Q: Do you have instrument cables?
A: No. Bring your instruments and cables.

Q: Is it OK to sell merchandise?
A: Yes.

Q: Do you pay for travel and stay?
A: No, this is for artists that already planned to come to Reykjavik.

Q: Is the gig paid?
A: No, and we are really sorry for that.

Norræna húsið óskar eftir lærlingum

Langar þig að vera lærlingur hjá Norræna húsinu? 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

 Hæfniskröfur 
Gerð er krafa um framúrskarandi kunnáttu í sænsku, dönsku eða
norsku ásamt kunnáttu í ensku. Mikilvægt er að einstaklingurinn
hafi góða almenna tölvukunnáttu og sé fær að tjá sig í ræðu og riti.
Við leitum að sjálfstæðum, áreiðanlegum og hugmyndaríkum
einstaklingi sem er:

-forvitinn og fús til að læra nýjar hluti
-getur aðstoðað við undirbúning og frágang eftir viðburði
-Tekur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt

Við bjóðum upp á:
– hvetjandi og jákvætt umhverfi
– Þjálfun með frábæru starfsfólki

 

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi.
Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.
Við umsóknum tekur Sigrún Einarsdóttir þjónustustjóri
info@nordichouse.is  
Lærlingsstaðan er sjálfboðastarf og getur varað í allt að
4 til 5 mánuði. Umsóknarfrestur fyrir veturinn 2018 er 20. september 2017.

Sjá nánari upplýsingar

 

Níu skúlptúrar í marmara og gleri í Nauthólsvík

Níu skúlptúrar í marmara og gleri 

Verði öll hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Capture the Blue eftir norska listamanninn Torild Malmedal í Nauthólsvík.

Sýningin verður til sýnis frá 18. júní til 16. ágúst 2017.

Norski sendiherran Cecilie Landsverk opnar sýninguna formlega kl. 15:00. Fram koma, tónlistarkonan Björg Brjánsdóttir, Knut Ødegaard ljóðsskáld og  dansarar stíga sporið við tónlist eftir Erik Syversen aka Zoundart.  Listakonan Torild Malmedal verður viðstödd opnunina.

www.arttorild.com

Sérfræðingur á sviði þýðinga óskast

Samskiptasvið Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs leitar að sérfræðingi á sviði þýðinga

Lýst er eftir íslenskum sérfræðingi á sviði þýðinga til starfa á samskiptasviði Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Um er að ræða starf á skrifstofu Norðurlandaráðs og ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Í starfinu felast fjölbreytileg þýðingatengd verkefni í norrænu umhverfi. Vinnutungumál skrifstofunnar eru danska, norska og sænska og er starfsfólk hennar frá öllum Norðurlöndunum.

Við leitum að einstaklingi sem hefur háskólamenntun sem hæfir starfinu, er fær í verkefnastjórnun og hefur umfangsmikla reynslu á sviði þýðinga. Starfið krefst faglegrar þekkingar á íslensku og hæfni til að þýða texta úr dönsku, norsku og sænsku yfir á íslensku.

Á túlkunar- og þýðingasviði fer fram náin samvinna í fimm manna teymum undir umsjón yfirmanns samskiptasviðs.

Nánari starfslýsing og upplýsingar um umsóknarferlið á dönsku: http://www.norden.org/is/stoerf-i-norraenu-samstarfi. Skrifaðu umsókn á dönsku, norsku eða sænsku og sendu á rafrænu formi gegnum vefsíðu okkar í síðasta lagi mánudaginn 29. maí 2017.

ATH! Umsóknir og ferilskrár á íslensku verða ekki teknar til greina.

Nánari upplýsingar um starfið veitir yfirmaður túlkunar- og þýðingasviðs, Leena Zacho, á netfanginu leezac@norden.org eða í síma +45 29 69 29 14.

Volt- nýr menningar- og tungumálastyrkur fyrir börn og ungmenni

Volt- nýr menningar- og tungumálastyrkur fyrir börn og ungmenni
Nordisk kulturkontakt er að fara af stað með nýja norrænan styrkj sem hefur það markmið að markaðssetja menningu og listir frá börnum og ungmennum. Styrkurinn heitir Volt og er umsóknarfresturinn frá 4. maí til 8. júní.

Frekari upplýsingar hér fyrir neðan á ensku: 
The Nordic Council of Ministers have allocated approx. 248 000 €/year to the programme. Children and young people are a priority within the Nordic cultural cooperation. The Nordic Council of Ministers’ vision is that the Nordic Region will be the best place in the world for children and young people, one example being strengthening young people’s rights and participation in society. Volt also places great importance on the kids own creativity and participation in the projects.

Basic demands when applying Volt
Anybody within the fields of culture or education may apply. The criteria specify thatthe project revolves around children and young people aged zero – 25.
 the project’s focus is on increasing language understanding, culture and creativity
 the applicant recides in the Nordic Region
 the cooperation is made up of at least three countries in the Nordic Region
 the project will be conducted in one or several countries in the Nordic Region
The assessment is furthermore based on how much the project furthers Nordic meetings and cooperation through culture and language understanding in the Nordic region. Great importance is placed on the creativity, participation and co-determination of young people in the project and how the project has been anchored among them. You may apply between 10 000 – 70 000 €. There has to be a minimum of 30% co-financing.

More information on the criteria for Volt can be found on the Nordic Culture Point’s website:
English: https://www.nordiskkulturkontakt.org/en/grants/volt
Skandinaviska: https://www.nordiskkulturkontakt.org/sv/grants/volt
Suomi: https://www.nordiskkulturkontakt.org/fi/grants/volt
Contacts for more information: Turið Johannessen, programadvisor
turid.johannessen@nordiskkulturkontakt.org
+358 10583 1023
Ola Kellgren, director, Nordic Culture Point ola.kellgren@nordiskkulturkontakt.org +358 10 583 1001

AALTO BISTRO VANTAR LIPURT ÞJÓNUSTUFÓLK!

Viltu vinna á góðum og litlum veitingastað í einu fallegasta húsi borgarinnar, Norræna húsinu?

ÞÁ ER AALTO BISTRO AÐ LEITA AÐ ÞÉR!

AALTO Bistro er að leita að góðum þjónum með reynslu til að vinna með sér í litlum og samhentum hópi.

Snyrtimennska, glaðværð, fágun og íslenskukunnátta skilyrði.

Sendið upplýsingar og fyrirspurnir á aalto@bordstofan.is

www.aalto.is

OPIÐ fyrir UMSÓKNIR: Pikknikk Tónleikaraðar Norræna hússins

Vilt þú spila tónlist í Vatnsmýrinni í sumar?

Pikknikk Tónleikaröðin er einn vinsælasti viðburður Norræna hússins og fastur liður í menningardagskrá þess. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins á sumrin og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana og einkum vinsælt er að sitja á grasinu í kring og njóta léttra veitinga þar sem tónlistin sameinast náttúrunni í eina fallega heild.

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir Pikknikk tónleikaröðina sumarið 2017.

Við leitum að:
– Tónlist sem hentar vel að flytja utandyra án mikils hljóðkerfis.
– Tónlistarmönnum sem hafa gaman að því að tala við áhorfendur og kynna lög sín.
– Tónlist sem höfðar bæði til íslendinga og til ferðamanna.
– Tónlistarfólki/hljómsveitum sem getur spilað í takmörkuðu rými.
– Tónlist með norræna tengingu. Ath, ekki krafa.

Ef þú hefur áhuga á því að spila á Pikknikk Tónleikaröðinni 2017 sendu tölvupóst á umsjónarmann tónleikanna, Mikael Lind, fyrir 20. apríl 2017. Í umsókn skal skal koma fram; stutt lýsing á tónlistarmanni/hljómsveit, linkar á tóndæmi og/eða myndbönd. Þátttakendur fá greitt fyrir tónleikana.

Pikknikk Tónleikaröð Norræna hússins
Mikael Lind
Netfang: mikaellind@nordichouse.is

Alþjóðasamvinna á krossgötum – kall eftir ágripum

Hvert stefnir Ísland?

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Félag stjórnmálafræðinga og Norðurlönd í fókus kalla eftir ágripum að erindum fyrir ráðstefnu sem haldin verður miðvikudaginn 19. apríl næstkomandi.

Ráðstefnunni er ætlað að velta upp spurningum tengdum breyttu valdajafnvægi í heiminum og stöðu lítilla ríkja í alþjóðakerfinu í dag. Hvaða áhrif hefur breytt valdajafnvægi á smáríki á norðurslóðum, möguleika þeirra til áhrifa í alþjóðakerfinu og samstarf ríkja innan alþjóðastofnana?

Þurfa smáríki í dag að endurskoða hvernig þau tryggja öryggi sitt og móta stefnu í utanríkismálum? Á þessari ráðstefnu verður fjallað sérstaklega um nokkra málaflokka sem hafa verið mikið í umræðunni og eiga það sameiginlegt að fela í sér hnattrænar áskoranir sem krefjast aukins alþjóðlegs samstarfs.

Kallað er eftir ágripum sem falla undir eitt eða fleiri af eftirfarandi þemum:

 • Hatursorðræða, lýðskrum og sundrung
 • Friður og öryggi
 • Mannréttindi og jafnréttismál
 • Loftslagsbreytingar og fólksflutningar á norðurslóðum

Alþjóðakerfið einkennist af talsverðri óvissu um þessar mundir og ríki heims standa frammi fyrir stærri og erfiðari áskorunum en þau hafa þurft að glíma við lengi. Stór ríki hafa í auknum mæli hundsað alþjóðastofnanir og alþjóðasamninga sem hafa verið grundvöllurinn að regluverki alþjóðasamfélagsins. Í nýlegum forsetakosningum í Bandaríkjunum, og þar á undan þegar kosið var um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, höfum við séð í vaxandi mæli alið á sundrungu þar sem orðræðan hefur skapað gjá á milli ólíkra hópa. Á sama tíma og við sjáum valdamikil ríki sýna einangrunartilburði stöndum við frammi fyrir gríðarlegum áskorunum sem krefjast samvinnu ríkja og leiða af sér aðrar alþjóðlegar áskoranir. Loftslagsbreytingar eru þar á meðal en áhrif þeirra eru ólík eftir svæðum. Á meðan ríki á suðlægari slóðum upplifa til dæmis mikla þurrka og uppskerubresti má til skamms tíma sjá tækifæri hér í norðri sem eru til að mynda tengd landbúnaði, nýtingu náttúruauðlinda og ferðamennsku. Flest ríki og samfélög á norðurslóðum eru friðsæl, byggja á öflugu velferðarkerfi og fjölmörgum tækifærum fyrir fólk til að búa sér gott líf. Þetta hefur ákveðið aðdráttarafl og fjöldi fólks kemur á svæðið, jafnt flóttafólk sem ferðamenn, og fólk í leit að atvinnutækifærum.

Þrátt fyrir vaxandi áskoranir á heimsvísu hefur samstarf ríkja á norðurslóðum einkennst af góðum samskiptum. Norðurskautsráðið hefur verið einn helsti samstarfsvettvangurinn og Ísland tekur við formennsku þess árið 2019. Fyrir smáríki á borð við Ísland er þar um afar stórt verkefni að ræða og er undirbúningur þegar hafinn. Í því samhengi er mikilvægt að fræðasamfélagið ásamt stjórnsýslunni og hagsmunaaðilum leggist á eitt um að leysa það vel úr hendi.

Áhugasömum fræðimönnum og fagaðilum er boðið að senda inn ágrip að hámarki 200 orð að tillögu að um það bil 15 mínútna erindi. Ágripið skal innihalda stutta lýsingu á viðfangsefni og/eða markmiði erindisins og helstu niðurstöðum og lærdómi. Ágripin verða birt á heimasíðu Alþjóðamálastofnunar og nýtt í tengslum við kynningu á ráðstefnunni. Skilafrestur ágripa og tillagna að málstofum er sunnudagurinn 12. mars næstkomandi.

Dagskrárnefnd ráðstefnunnar fer yfir þau ágrip sem berast og velur erindi.

Tilkynnt verður um samþykkt erindi föstudaginn 17. mars 2017. Vinsamlegast skilið ágripum og stuttri ferilskrá (hámark ein bls.) rafrænt til: Margrétar Cela, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands:  mcela@hi.is

Frekari upplýsingar veita Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, ams@hi.is og Margrét Cela.

 

            

Norræna húsið óskar eftir að ráða bókara

Norræna húsið óskar eftir að ráða bókara

Starfið sem er bæði fjölbreytt og krefjandi felur meðal annars í sér fjárhagsbókhald, flokkun og merkingar reikninga, innheimtu, samþykktarferla og afstemmingar ásamt öðrum tilfallandi verkefnum tengdum bókhaldi.

Menntunar – og hæfniskröfur:

* Menntun sem nýtist í starfi

* Reynsla af færslu bókhalds og afstemmingum nauðsynleg

* Þekking á dk hugbúnaði kostur

* Góð kunnátta í Excel töflureikni og almenn tölvufærni nauðsynleg

* Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

* Gott vald á íslensku í ræðu og riti ásamt kunnáttu í amk einu Norðurlandmáli

Áhersla er lögð á þjónustulipurð, samstarfshæfileika, þægilega framkomu, trúnað og faglegan metnað.

Um er að ræða hlutastarf sem gæti henta vel með námi eða öðru starfi.

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2017 og skal umsóknum skilað á netfang Norræna hússins thorunnst@nordichouse.is 

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf.

Opið fyrir tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi. Allir geta sent inn tilnefningar til verðlaunanna. Verðlaunahafinn verður tilkynntur á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember 2017.

Reglur um tilnefningar

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem gengið hefur á undan með góðu fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfseminni eða á annan hátt unnið mikilsvert starf í þágu umhverfisins. Verðlaunahafinn á að vera norrænn og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda.

Þema ársins og tillaga þín

„Með þema ársins viljum við vekja athygli á verkefnum sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi og styðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030,“ segir í tilkynningu norrænu dómnefndarinnar.

Þekkir þú norrænt fyrirtæki, samtök eða einstakling sem leggur sitt af mörkum til að vekja athygli á, þróa eða nota úrgangslausar lausnir? Þá geturðu sent inn tilnefningu hér og rökstutt hana á í mesta lagi einni A4-blaðsíðu.

Eyðublað fyrir tilnefningar

Tilnefningar til verðlaunanna skulu berast eigi síðar en 19. apríl 2017.

Verðlaunin og afhending þeirra

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða birtar í júní en verðlaunin verða afhent í 23. sinn á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs þann 1. nóvember 2017 í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur.

Fyrri verðlaunahafar

2016 Too Good To Go frá Danmörku (stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl)

2015 Færeyska orkufyrirtækið SEV (græn raforka)

2014 Reykjavíkurborg (víðtækt og markvisst starf að umhverfismálum)

2013 Selina Juul frá Danmörku (barátta gegn matarsóun)

Sjá verðlaunahafa fyrri ára og nánari upplýsingar um verðlaunin..

Umhverfisverðlaunin 

Tengiliðir

Louise Hagemann
Sími +45 21 71 71 41
Netfang loha@norden.org

Heidi Orava
Sími +45 21 71 71 48
Netfang heor@norden.org

Ljósmynd: Handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2016: Smáforritið Too Good To Go (Danmörk). Ljósmyndari: Magnus Fröderberg/norden.org

Norðurlandahúsið í Færeyjum óskar eftir verkefnastjóra

 Nordens Hus på Færøerne søger en projektleder 

Vil du arbejde med at afvikle møder og konferencer, udvikle Nordens hus som et fremragende konferencested og en spændende destination til rejsende på Færøerne og gå aktivt ind i arbejde med Nordens Hus’ hjemmeside og placering på de sociale medier? 

Er du interesseret i et dynamisk arbejde hvor du både får brug for dine evner som praktisk afvikler og dine evner som planlægger og projektleder? Så er projektlederstillingen på Nordens hus måske noget for dig.  

Hovedopgaver:  

 • At deltage i programlægningen af husets arrangementer  
 • At planlægge og afvikle møder og konferencer, alt fra idéarbejde til budgetlægning og afvikling i samarbejde med husets forskellige konferencekunder 
 • At deltage som husets repræsentant i forskellige samarbejdsområder og udvikle et MICE netværk både lokalt og nordisk 
 • At deltage i relevante nordiske/internationale møder 
 • At arbejde med husets annoncestrategi, hjemmeside og sociale medier 

Din profil 

Vi søger en engageret og resultatorienteret medarbejder med relevant uddannelse og stor erfaring indenfor møde- og konferencebranchen, samt et relevant netværk.  

Vi søger dig som har prøvet at holde trådene sammen i store projekter, hvor mange aktører kommer sammen med forskellige idéer og sprog. Projektarbejdet kan ligge både aftener og i weekender, så du skal være indstillet på fleksible arbejdstider. 

Vi søger en som har både strategiske og praktiske evner. Vi har brug for en medarbejder som er udadvendt og kan arbejde selvstændigt, men i god diplomatisk dialog med Nordens Hus’ øvrige medarbejdere og projektpartnere. Derudover er et godt kendskab til offentlig forvaltning og erfaring med arbejde i en politisk styret organisation en fordel.  

 Arbejdet som projektleder i Nordens Hus kræver kommunikative talenter og en fremragende evne til at udtrykke sig mundtligt og skriftligt på et af Nordisk Ministerråds officielle sprog (dansk, norsk og svensk) og engelsk. Et godt kendskab til både skriftlig og mundtlig færøsk er bestemt et plus. Vi forventer, at du er godt hjemme i hele Office-pakken og har god erfaring med at arbejde med hjemmeside og sociale medier.  

Løn- og ansættelsesforhold 

I henhold til regler for institutioner under Nordisk Ministerråd og overenskomst mellem relevant fagforening og Finansministeriet på Færøerne. Ansættelsesperioden er 4 år med mulighed for forlængelse – dog højest 8 år i alt. 

Ansøgning 

Hvis du ønsker at søge stillingen, udfyld venligst ansøgningsformularen på vores rekrutteringsportal.  Ansøgningen skal ledsages af CV og kort motivation, som tydeligt beskriver relevante færdigheder og ideen med at søge. Ansøgningen skal være på færøsk, dansk, svensk eller norsk. 

Ansøgningsfrist 22. januar 2017. 

Jobstart 1. april 2017.  

Yderligere oplysninger kan fås ved henvendelse til Sif Gunnarsdóttir, Nordens Hus på Færøerne på telefon +298 351 351. 

Nordens Hus er en institution under Nordisk Ministerråd og Det Færøske Landsstyre. Nordens Hus har som formål at formidle nordisk kultur til Færøerne og færøsk kultur til de øvrige nordiske lande samt at fremme og støtte det færøske kulturliv. Årligt er der i gennemsnit 400 arrangementer og ca. 100.000 gæster. Der er 15 ansatte i Nordens Hus.  

Nordiska Ministerrådet är de nordiska regeringarnas samarbetsorgan. Nordens hus på Färöarna är en av Nordiska Ministerrådets 12 institutioner. Institutionerna förverkligar ministerrådets vision på sina respektive områden, i samarbete med nationella och internationella aktörer. Verksamheten leds av en direktör som rapporterar till ministerrådets generalsekreterare.

VEGAN JÓLAMATSEÐILL

Vegan jólamatseðill Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara á AALTO Bistro

 

Forréttur

Sveppakæfa á stökkum kryddjurtarklatta með jarðaberja-döðlusalati

Aðalréttur

Heitreykt eggaldinpaté, innbakað í smjördeigi.

Borið fram með rauðbeðu-berjasalati, léttbrúnuðum kartöfluteningum og

mandarínusósu.

Milliréttur
Vatnmelónu- granateplasorbert

Eftirréttur

Ris a la Mande

*

FORRÉTTUR: Sveppakæfa á stökkum kryddjutaklatta með jarðaberja-döðlusalati

 

SVEPPAKÆFA

100 gr kasjúhnetur
1 bolli vatn
1 stk laukur
1 hvítlauksrif
Olía til steikningar

250 gr kastaníusveppir
150 gr sitakesveppir
200 gr ostrusveppir
1/2 rautt epli
1 tsk grænmetiskraftur
100 gr kasjúhnetur
100 gr rifinn veganostur

 

 • Leggið kasjúhneturnar í vatn í ca 5 min
 • Saxið laukinn og hvítlaukinn fínt og steikið í olíu
 • Saxið sveppina og bætið út í. Fyrst kastaníusveppunum, svo sitake- og síðan
  ostrusveppunum
 • Saxið eplin fínt og bætið útí ásamt grænmetiskraftinum og kasjúhnetumauki
 • Látið malla í nokkrar mínútur á vægum hita, hrærið vel á meðan
 • Rífið ostinn og blandið samanvið

 

Jarðaberja-döðlusalat

 

8 döðlur
8 jarðarber
1/2 rautt chili
2 msk sesamolía
2 msk sítrónuolía
1 msk púðursykur
Safi úr 1/2 límónu
1 msk  blönduð sesamfræ
1 msk rifinn lakkrísrót

 • Blandið saman sesam- og sítrónuolíu, söxuðu chili og púðusykri saman í skál og leggið skornar dölur og jarðarber í löginn í nokkrar mínútur.
 • Rífið lakkrísrótina yfir.

 

Kryddjurtaklattar

1 pk tilbúið glutenlaust pönnukökumix
300 ml sojamjólk
4 msk maukaðar ferskar jurtir í olíu.

 • Bakist á heitri pönnu þar til það verður stökkt.

 

AÐALRÉTTUR:
REYKT EGGALDINPATÉ

2 stór eggaldin
3 msk salt
2 msk arabísk kryddblanda
4 msk sag til reykingar
2 rauðlaukar
2 hvítlauksrif
2 tómatar
2 msk tómatmauk
Olía, til steikingar
2 tsk grænmetiskraftur
1/4 tsk mulinn störnuanís
1/4 tsk mulinn fennelfræ
½ tsk garðablóðberg (tímían)
200 gr eggaldin
200 gr grasker
100 gr rauðar linsur
1 bolli eplasafi
2 stilkar steinselja,
40 g möndluflögur, ristaðar
1 rauð paprika
Salt og pipar

 • Skerið eggaldin í þunnar sneiðar og stráið saltinu yfir ásamt arabísku kryddblöndunni
 • Látið standa á borði í um 2 klst
 • Setjið sagið í botninn á gömlu stálfati eða eldföstu móti (sem má verða ljótt)
 • Gatið álpappír með gafli og setjið á sagið og raðið eggaldinu á
 • Lokið síðan eldfasta mótinu vel með álpappir, þannig að ekkert loft komist út né inn
 • Setjið á miðlungs hita í um 20 min.
 • Takið af hitanum og látið kólna áður en þið opnið (mjög áríðandi) annars kemur mikill reykur.
 • Saxið rauðlaukinn, hvítlaukinn og tómatinn og steikið aðeins í olíu
 • Bætið tómatmaukinu við ásamt störnuanasisnum, fennelfræjunum, garðablóðberginu og grænmetiskraftinum
 • Rífið grasker og bætið út í pottinn ásamt linsubaununum og eplasafa.
 • Þetta er látið malla þar til allur vökvi hefur gufað upp og blandan er orðin frekar þur.
 • Eggaldinið er maukað og blandað í ásamt saxaðri steinselju og möndluflögum
 • Látið kólna
 • Fletjið út smjördeig á bökunarpappír og setið fyllinguna í og lokið , penslið með vani
 • Bakið í ofni við 200°c í um 20 mín

 

Mandarínusósa

1/4 lítri heilsusafi

5 stk mandarínur

engiferduf af hnísoddi

3 msk kókoshnetu sýróp

4 msk sítrónuolía

safi úr 1/2 límónu

1 stjörnuanís

6 fennelfræ

 • Setjið allt nema stjörnuanísinn og fennelfræjinn í blandara og maukið vel
 • Miljið anísinn og fennelfræjin í kaffikvörn eða morteli og bætið saman við löginn.
 • Setjið í pott og sjóðið niður í þykkni í ca 10 mín

 

Meðlæti:

Léttbrúnaðar kartöflur í ofni

600 gr kartöflur
3 msk púðursykur
2 msk brandy
2 msk smjörlíki
Börkur af ½ límónu

 • Sjóðið kartöflurnar, skrælið og kælið
 • Setjið þær í eldfast mót með smjöri, púðursykri og brandy
 • Setjið mótið inn í ofn við 200°C í um 15-20 mínútur
 • Bakið kartöflurnar síðustu 5 mínúturnar eingöngu við yfirhita
 • Þegar þær eru tilbúnar er gott að rífa límónubörk yfir

 

Rauðbeðu-berjasalat

400 g rauðbeður
Salt og pipar
1 tsk broddkúmen (cumin)
2 msk agavesýróp
2 msk rauðvínsedik
2 msk engifer bauðbeðu safa
3 msk þurrkuð trönuber
400 gr blönduð ber eftir smekk

 • Skrælið rauðbeðurnar og skerið í litla bita
 • Setjið þær í eldfast mót með smávegis söltuðu vatni í og bakið við 150°C í 40
  mínútur
 • Takið út úr ofninum, sigtið og kælið aðeins
 • Bætið broddkúmeninu, rauðvínsedikinu út í ásamt cumberlandsósunni og blandið saman
 • Bætið öllum berjunum saman við og blandið varlega saman

 

Cumberlandsósa

1 bolli rifsberjahlaup
1/3 bolli rauðvín

Engiferduft á hnífsoddi
½ tsk sinnepsduft
Börkur af einni sítrónu og einni appelsínu
Safi úr ½ sítrónu
1 bolli appelsínusafi
1 msk púðursykur
Salt og nýmulinn svartur pipar

 

 • Setjið rifsberjahlaupið í pott með rauðvíninu, engiferinu og sinnepsduftinu
 • Rífið sírónubörkinn og appelsínubörkinn gróflega út í og hrærið allt saman
 • Bætið ávaxtasafa, púðursykri, salti og pipar saman við og látið sjóða við mjög vægan hita í um 15 mínútur
 • Hellið í annað ílát og kælið

 

Ris a la Mande

500 g Basmati hrísgrjón
1/2  ltr vatn
Salt
5-6 kardimommufræ
1 stjörnuanís
1/2 vanilla eða 2 tsk vanillusykur (má nota hvernig vanillu sem hentar)
1 bolli trönuber
1 bolli döðlur
1/2 bolli soja mjólk
1  bolli  soja rjómi
4 msk agavesýróp

Yfir grautinn  að lokum

2 -3 msk sojarjómi
Kanilsykur (bland af kanili og sykri)
2 msk ristaðar valhnetur
2 msk  ristaðar písatsíur
2 msk þurkaðir ávextir með vanillu
2 msk rifið 85% súkkulaði
2 msk granateplafræ

 • Sjóðið grjónin í léttsöltuðu vatni
 • Bætið rjóma, mjólk og agavesýrópi saman við ásamt kardimommum, vanillu, rúsínum og döðlum
 • Allt látið malla í um 15 mínútur og hrærið í á meðan

Berið grautinn fram með rjóma og stráið kanilsykri, ristuðum hnetum, pístsíunum, rifana
súkkulaðinu og granateplafræjunum.

Danish museum invites Nordic artists to participate in portrait competition

Danish museum invites Nordic artists to participate in portrait competition

Open call: Now is the time to find the best Nordic portraits. The portrait competition “Portrait NOW! 2017”, The Carlsberg Foundation’s Portrait Award, is open for entries. The Carlsberg Foundation’s Portrait Award is a bi-annual competition for Nordic artists established in 2007 and presented by The Museum of National History at Frederiksborg Castle in Denmark.
The aim of the competition is to bring about greater interest for the portrait genre amongst artists and the general public. The competition applies to artists in Denmark, Sweden, Norway, Finland, Greenland, The Faroe Islands, Iceland, and The Åland Islands.

“Portraits allow us to connect with people across time and place. Looking at portraits will make us think about what the potentials and limitations of human life are. We have something fundamentally human in common with those people we see in the portraits. A humanistic space, where we are each other’s companions,” says Mette Skougaard, Director at the Museum of National History at Frederiksborg Castle in Denmark. Mette Skougaard is one of the members of the jury. Other members of the international jury include Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Director at Reykjavík Art Museum in Iceland and Pontus Ljungberg, director at Ljungbergmuseet in Sweden. “We look forward to seeing the portraits created for this particular competition. We expect it to be a tough task for the jury to find the best portraits out of many qualified entries,” says Mette Skougaard. The portrait Each artist can submit one portrait to the competition. ‘The portrait’ is understood as a reproduction of a particular person. It need not be naturalistic, but should, however, seek to characterise the person as an individual. The medium used for this reproduction is at the discretion of the artist. The artwork must be based on at least one face to face session with the portraitee. The official entry form and a digital photograph of the art work must be registered on the website www.portrait-now.com by 31 December 2016.

The jury will select the prize winners and the portraits which will form part of a portrait exhibition opening in May 2017 at The Museum of National History at Frederiksborg Castle. 1st Prize is awarded DKK 85,000, and 2nd Prize, 3rd Prize, audience prize and  innovation prizes will also receive awards.

 For more information please contact press officer Katrine Holst – kh@dnm.dk – +45 4820 1442. 

portrait-now.com

Norræna húsið auglýsir eftir verkefnastjóra.

Norræna húsið auglýsir eftir verkefnastjóra í 50% stöðu við umsjón Norðurlanda í fókus og 50% starf við bæði bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlönd í fókus er samskiptaverkefni undir stjórn samskiptadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar sem er ætlað að vekja athygli á stefnu og verkefnum á sviði norrænnar samvinnu. Norðurlönd í fókus fjallar um það sem efst er á baugi hverju sinni og varpar ljósi á norræna hlið samfélagsumræðunnar í hverju landi fyrir sig. Helstu markhópar Norðurlanda í fókus eru fjölmiðlar, álitsgjafar, stjórnmálamenn, embættismenn, fræðimenn o.fl.

Vinnustaðurinn er Norræna húsið í Reykjavík en vinnan fer fram í náinni samvinnu við samskiptadeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn og skrifstofur Norðurlanda í fókus á hinum Norðurlöndunum.

 • Þú hefur mikinn áhuga og þekkingu á stjórnmálum og samfélagsmálum á Norðurlöndunum og getur sýnt fram á gott tengslanet, sér í lagi við fjölmiðla og samfélagsgeirann.
 • Þú vinnur í samræmi við áherslur í norrænni samvinnu hverju sinni, svo sem í sjálfbærri þróun, jafnrétti og í málefnum barna og ungmenna. Þú ert einnig vakandi fyrir því að taka upp málefni og viðburði á Norðurlöndum og móta úr dagskrá sem passar inn í íslenskt samhengi og setja má upp í Norræna húsinu í Reykjavík.
 • Þú hefur einnig áhuga á norrænum bókmenntum og ert fær í upplýsingamiðlun um bæði bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í samvinnu við skrifstofur verðlaunanna í Norræna húsinu og samskiptadeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn.
 • Þú ert mjög góð/ur í tungumálum og ert fullfær í að minnsta kosti einu skandinavísku málanna. Þú ert einnig mjög fær í ensku og þar að auki er æskilegt að þú talir íslensku þó þess sé ekki krafist.

Norræna húsið er ein stofnana Norrænu ráðherranefndarinnar og fylgir ráðningarskilmálum hennar. Miðað er við launakjör íslenskra ríkisstarfsmanna fyrir álíka störf.

Nánari upplýsingar um Norræna húsið má nálgast á vefsíðunni nordichouse.is og um Norrænu ráðherranefndina á vefsíðunni norden.org.

Umsóknarfrestur rennur út 9. desember kl. 13 að dönskum tíma (kl. 12 að íslenskum tíma). Athugið aðeins er tekið á móti umsóknum á www.norden.org

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ólafsson í síma +354 551 7030 og á netfanginu sigurdur@nordichouse.is.

 

Hin fimm verðlaun Norðurlandaráðs veitt í Kaupmannahöfn

Vinnare av Nordiska rådets prsier 201 Foto: Magnus Fröderberg/norden.org

Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org

Katarina Frostenson, Hans Abrahamsen, Joachim Trier, Eskil Vogt, Thomas Robsahm, Arnar Már Arngrímsson og smáforritið „Too Good To Go“ tóku við verðlaunum Norðurlandaráðs í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn á þriðjudagskvöld.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Katarina Frostenson hlaut bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Sånger och formler. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Í ljóðum hennar – sem eru sveigjanleg, þrátt fyrir stranga uppbyggingu – eiga stöðugar breytingar sér stað, og í þeim kristallast hið margþætta undur lífsins.“
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
Daninn Hans Abrahamsen tók við tónlistarverðlaununum fyrir söngbálkinn „Let Me Tell You“. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Tilfinningaleg tjáning í verkinu er stórkostlega margbrotin, nákvæm og sterk, einkum í langa söngnum í lokin (líkt og í „Das Lied von der Erde“ eftir Mahler), þar sem hinir mörgu þættir verksins koma saman í heildstæða hugmynd.“
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs
Norski kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfudurinn Joachim Trier, handritshöfundurinn Eskil Vogt og framleiðandinn Thomas Robsahm hlutu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndina Louder Than Bombs á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars:

„Joachim Trier hefur unnið listrænt afrek ásamt teymi sínu þar sem frásagnarlistin nær nýjum hæðum. Flókin uppbygging kvikmyndarinnar, tilfinningaleg dýpt og hæfileiki til að tæta í sundur klisjur ætti að tryggja henni sess á námskrá kvikmyndaskóla um allan heim.“
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Arnar Már Arngrímsson hlaut verðlaunin fyrir bókina Sölvasaga unglings. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar.“
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Danarnir Stian Olesen og Klaus B. Pedersen hlutu umhverfisverðlaunin fyrir smáforritið „Too Good To Go“. „Too Good To Go“ hlýtur tilnefningu sem nýskapandi stafræn þjónusta sem stuðlar að því á einfaldan og aðgengilegan hátt að breyta viðhorfum neytenda og verslunarrekenda til matarsóunar og auðlindanýtingar,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.
Verðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsund dönskum krónum. Þau voru afhent í tónleikahúsi danska ríkisútvarpsins (DR) í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Nánar

Við auglýsum eftir tæknikonu/karli í 100% stöðu

Við auglýsum eftir tæknikonu/karli í  100% stöðu

Ert þú einstaklingurinn sem við leitum að?

–  Þú hugsar í lausnum og hefur frábæra þjónustulund

–  Þú getur haldið ótal boltum
á lofti í einu

–  Þú vinnur skipulega og hefur góða yfirsýn

–  Þú átt auðvelt með að tileinka  þér nýja tækni

–  Þú ert líkamlega sterk/ur og ræður við að flytja til húsgögn

Helstu viðfangsefni:

–  Undirbúa viðburði í og við húsið

–  Sjá um tæknimál á fjölbreyttum viðburðum

–  Stilla upp búnaði og ganga frá eftir viðburði

–  Sjá til þess að húsið líti snyrtilega út og allt sé í standi

–  Hjálpa til við uppsetningu sýninga

–  Þjónusta gesti og viðskiptavini hússins

 

Hæfniskröfur:         

Leitað er að einstaklingi sem hefur reynslu af því að vinna með viðburði og tæknimál þeim tengdum, þ.á.m. ljós, hljóð, glærukynningar, kvikmynda­sýningar o.þ.h. Viðkomandi þarf að skilja og geta tjáð sig á íslensku og ensku. Færni í skandinavísku tungu­­máli er kostur. Við leitum að sjálfstæðum, skipulögðum og ábyrgum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna undir álagi. Vinnutími miðast við alla virka daga frá kl. 10.00–18.00.

Umsóknir skulu fylltar út á www.norden.org.

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.

Um er að ræða nýja stöðu. Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings í fjögur ár í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Upplýsingar um Norræna húsið má finna
á www.norraenahusid.is.

Athugið aðeins er tekið á móti umsóknum á www.norden.org

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

Umsjón með ráðningu hefur Þórunn Stefánsdóttir, fjármálastjóri, og veitir hún upplýsingar um starfið í síma 551 7030 eða í gegnum netfangið  thorunnst@nordichouse.is. Umsóknarfrestur er til og með  1. nóvember 2016.

Bókasafnið lokað dagana 4. – 6. júní

Kæru gestir bókasafns Norræna hússins,

Barnabókadeild safnsins (Barnahellirinn) verður lokuð frá og með fimmtudeginum 2. júní fram til mánudagsins 13. júní vegna framkvæmda. Hægt verður að skila barnabókum á þeim tíma einnig sem lítið brot af deildinni verður að finna á vögnum á efri hæð safnsins. Við biðjum lánþega okkar, háa sem lága, velvirðingar á þessu en lofum enn betri barnabókadeild að þeim loknum. Af sömu sökum verður bókasafn Norræna hússins lokað dagana 4. – 6. júní n.k.
Opnum safnið aftur þriðjudagsmorguninn 7. júní klukkan 10:00

Hægt verður að skila safngögnum í þar til gerðan kassa fyrir framan dyr safnsins.

 

dfhdh

Fundur Fólksins

Ingibjörg Gréta Gísladóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Fundar Fólksins.

Fundur fólksins er lífleg tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál og stjórnmál sem haldin verður 2. og 3. september 2016  í Norræna húsinu. Þar munu ólíkir hópar koma saman og ræða þau mál sem á þeim brenna og hvernig samfélag þeir vilja að Ísland verði í framtíðinni. Markmið Fundar fólksins  er að auka tiltrú á lýðræði, stjórnmálum og styrkja uppbyggjandi pólitíska umræðu.

Ingibjörg Gréta Gísladóttir hefur langa og víðtæka reynslu af skipulagningu og markaðssetningu viðburða. Hún er eigandi Rigga.is sem sérhæfir sig í viðburðum og markaðssamskiptum og stýrði nú síðast framkvæmd stórsýningarinnar Verk og vit 2016. Þar á undan var hún framleiðandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2014-2015. Þá er hún einnig eigandi Reykjavík Runway sem sér um markaðssetningu hönnunar á alþjóðamarkaði.

Ingibjörg er með MsC í Nýsköpun og frumkvöðlafræði við Háskólann á Bifröst. Áður hafði hún lokið leikaraprófi frá Leiklistarskóla Íslands.

Að sögn Ingibjargar er mikið og spennandi verk fyrir höndum við að kynna hátíðina sem að hennar mati er mikilvægur liður í samfélagsumræðunni: „Það er skortur á vönduðum vettvangi sem þessum þar sem allir geta komið saman, rætt málin á jafningjagrundvelli og þróað eðlilegri samskipti við ráðamenn þjóðarinnar“, segir Ingibjörg. „Hátíðin er einstaklega vel tímasett í ár, rétt fyrir kosningar, sem gefur þjóðinni gullið tækifæri til að ræða málin af hreinskilni um hvernig samfélag við viljum búa í.“

Fundur Fólksins er sjálfstæð hátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar. Fundur Fólksins var fyrst haldin á Íslandi í júní á síðasta ári en sambærilegar hátíðir eru orðinn ómissandi hluti af hverju sumri á hinum Norðurlöndunum. Sú þekktasta er Almedalsveckan í Svíþjóð sem er einn stærsti og mikilvægasti vettvangur sænskrar samfélagsumræðu.

Aðstandandi hátíðarinnar er Almannaheill og aðrir bakhjarlar eru Norræna húsið, Norðurlönd í fókus, Velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg og Samstarfsráðherra Norðurlanda.

IMG_1412

Ketill Berg Magnússon, stjórnarformaður Almannaheilla og Ingibjörg Gréta Gísladóttir nýráðinn verkefnastjóri Fundar Fólksins.

Heimasíða: í vinnslu
Facebook síða

Skráðu þið í Sumaræfingabúðir hjá Orkester Norden

Orkester Norden  08. – 25. ágúst

Sumaræfingabúðir í Álaborg, Danmörku.
Tónleikaferðalag í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi

Stjórnandi: Lawrence Foste
Einleikari: Víkingur Ólafss
Nánari upplýsingar um umsóknarferlið annað má finna á: www.orkesternorden.com
www.facebook.com/orkesternorden

Umsóknarfrestur: 08. maí 2016

 

Ath nánari upplýsingar eru á ensku.

 

Join us this year – what to do:

1. First, download the audition sheet music by filling out the application form, and familiarize yourself with the material.
Practice it carefully before recording the video.

2. Make a video where we can see you play the material.
For some tips on how to make a video, click further down the page.

3. Fill out the application form and upload the video through our application system.

Deadline

You must submit your application by May 8, 2016, and you will get an answer at the beginning of June. Good luck!

Rules for participation

Even if you do not meet all the eligibility criteria, we still encourage you to apply. You will be considered for any potential vacancies in the orchestra.

Who can join?

You can join if you are a student at a conservatory in Scandinavia or the Baltic states, or if you are a citizen of one of these countries and attend a conservatory in another country.

Your age

You must be at least 15 years old, and you must not be more than 25 years old at the time the orchestra is assembled.

About the audition material

The material for your video audition is usually a solo piece for your instrument – often a movement from a concert, a sonata, etc. In addition, there may be excerpts from the orchestral parts.

Special auditions for concertmaster

If you want to apply for the concertmaster position, you must submit a video in which you perform some special material. When you audition for concertmaster, you are automatically considered for tutti violin in general and must therefore only submit one audition, where you check the box for concertmaster position.

About the professional staff involved in Orkester Norden

If you make it past the audition, you will work with professional instructors and play in large concert halls with renowned conductors and soloists.

Questions?

If you have any other questions, please contact us:post@orkesternorden.com

How to make your video for ON

When you record your video, the most important aspect is your performance. We should be able to see you play. You must also be able to play the material. The sound quality is important too, because we want to hear you play. Moreover, we would like to experience the fact that you love to play!

The enrollment link gives you access to the upload video. The film must be in MP4/MPEG4 file format. You can convert it here:www.onlinevideoconverter.com

Which camera should I shoot with?

Use the best camera you have access to. Of course, there is a difference between an iPhone and a professional camera, but we really just want to see a film in which you play your material – and it is to your advantage to use an external microphone connected to the camera. The camera should be placed in a holder/tripod mount that fits your camera, iPad or smartphone, so it stays on the tripod.

Get help with your video

Alternatively, if you have a good friend who has made a video before, he or she may be able to help you, and that makes it a little more fun. The more familiar this person is with their equipment, the better the video clip. If this person is used to shooting with an iPhone, it will be easier for him or her to film with the iPhone than a big new camera.

Or ask your school if they will help. Perhaps there is a sound engineer who understands video and editing. Maybe he has the equipment to help.

You can also do it yourself, but this requires testing the position of your face and instrument in the picture. Make sure you sit in the same place again after you have turned on the camera. However, it is best to work with someone.

If you do not have a microphone and believe that the sound is good enough for us to hear you play, you can also send it in.

How to – the technical aspects:

 • What you need: a tripod and a tripod mount that fits your camera, iPad or smartphone, so it stays on the tripod.
 • Remember to film vertically when using a smartphone or iPad
 • A microphone: for example, an IRIG stereo microphone, which can be connected to a smartphone or iPad.
 • Film in a room with natural daylight, so you don’t have to use any additional light when filming.
 • Film in a place without noise, and sit in a chair that does not squeak when you play.
 • Film at a distance of about 1.5–3 meters away from the camera so we can see your face, your hands and your instrument.
 • Use a room with good acoustics – avoid too much reverb.
 • Light source: Do a test and listen to the recording. How is the sound? Is the microphone placed in the right place?

A helpful editing tip

If you need to cut the video at the beginning or end, you can, for example, use Pinnacle Studio or another video editing tool.

Further information: www.orkesternorden.com
Facebook site: www.facebook.com/orkesternorden

ON-plakat-apply2016-ISL

Verkefnastjóri óskast fyrir Fund fólksins

Verkefnastjóri fyrir Fund fólksins

Laus er til umsóknar staða verkefnastjóra til að sjá um Fund fólksins 2016. Um er að ræða tímabundna ráðningu frá apríl –  15. september  2016.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Gerð áætlunar um Fund fólksins 2016
 • Öflun þátttakenda
 • Samskipti við félagasamtök, þátttakendur og samstarfsaðila
 • Kynningar- og markaðsmál
 • Skipulag á dagskrá, umgjörð og framkvæmd viðburðarins
 • Fjármál og uppgjör

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leiðtogahæfileikar
 • Reynsla af stjórnun stórra viðburða
 • Færni í verkefnastjórnun
 • Þekking á félögum og stofnunum samfélagsins
 • Reynsla af markaðs-, sölu-, og kynningarmálum
 • Gott orðspor og fjármálafærni

Fundur fólksins

Fundur fólksins er lýðræðishátíð að fyrirmynd slíkra funda á Norðurlöndum sem fram fer 2.-3. september við Norræna húsið. Ólíkir hópar koma saman ræða þau mál sem þeim finnst mikilvæg og hvernig samfélag þeir vilji að Ísland verði í framtíðinni. Grasrótahreyfingar stíga á stokk og kynna sjónarmið sín. Stjórnmálamenn koma út úr þinghúsinu og af sjónvarpsskjánum og fá sér sæti með fólkinu í landinu, hlusta á sjónarmið þeirra og skiptast á skoðunum. Fyrirtæki kynna hvernig þau leggja af mörkum til samfélagsins með starfsemi sinni og launþegasamtök benda á mikilvæga hagsmuni vinnandi fólks. Fundur fólksins er suðupottur hugmynda þar sem alvöru fólk hlustar og ræðir saman í eigin persónu.

Fundur fólksins verður nú haldinn annað árið í röð og er skipulag og umsjón í höndum Almannaheilla – landsamtaka þriðja geirans í samstarfi við Norræna húsið fleiri. Verkefnastjóri hefur aðstöðu í Norræna húsinu og heyrir undir stýrihóp Fundar fólksins við að skapa umgjörð þessarar tveggja daga hátíðar, m.a. að setja upp svið, hljóðkerfi og tjöld, en ekki síður að virkja fjölda félagasamtaka til þátttöku, skipuleggja dagskrá og og kynna hana fyrir almenningi. Reiknað er með að verkefnastjóri geti hafið störf sem fyrst og starfi fram í miðjan september.

Umsóknarfrestur er 20. apríl 2016

Áhugasamir sendi umsókn á formadur@almannaheill.is  Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar gefur

Ketill Berg Magnússon

Formaður Almannaheilla

formadur@almannaheill.is

Norræna húsið er samstarfsaðili hátíðarinnar. 

 

Dagskrá hátíðarinnar 2015

Facebook síða 2015

10386898_1154330261259104_409348245581176737_o

Viltu vinna í Norræna húsinu í Færeyjum?

Nordens Hus på Færøerne søger medarbejder til administrationen og receptionen

Vi tilbyder
Et spændende job med gode muligheder for faglig og personlig udvikling i et godt og levende kulturelt arbejdsmiljø.

Arbejdsopgaver
Du kommer særlig til at arbejde med opgørelser af husets arrangementer, får ansvar for kasseafregninger og lignende. Udover dette er der tale om deltagelse i alt almindeligt arbejde i receptionen.

Kvalifikationskrav
• Relevant uddannelse indenfor kontorområdet og/eller tilsvarende arbejdserfaring.
• En god sans for tal og opgørelser.
• Gode IT-kundskaber er en fordel.
• Gode sproglige kompetencer, skriftligt og mundtligt, i færøsk, engelsk og et skandinavisk sprog.

Vi forventer at ansøgeren er
• Selvstændig, systematisk og serviceminded.
• Fleksibel, glad for at arbejde i et levende miljø og interesseret i de kulturelle aktiviter.

 

 

Løn- og ansættelsesforhold
I henhold til regler for institutioner under Nordisk Ministerråd og overenskomst mellem relevant fagforening (Starvsmannafelagið) og Finansministeriet på Færøerne. Ansættelsesperioden er 4 år med mulighed for forlængelse – dog højest 8 år i alt.

Der er tale om skiftende arbejdstider, som også omfatter aftner og weekender.

Ansøgningsfrist
Ansøgningsfristen er 14. marts 2016. Tiltrædelse snarest muligt.

Ansøgning
Hvis du ønsker at søge stillingen udfyld venligst vores ansøgningsformular ved at følge linket.

Yderligere oplysninger kan fås ved henvendelse til Sif Gunnarsdóttir, Nordens Hus på Færøerne på telefon
+ 298 351 351.
Nordens Hus i Fæøebe er en institution under Nordisk Ministerråd og Det Færøske Landsstyre. Formålet med Nordens Hus er at formidle nordisk kultur på Færøerne, færøsk kultur til de øvrige nordiske lande og at huse færøske kulturarrangementer på Færøerne. I 2015 var der 382 arrangementer i og udenfor huset. Omkring 60.000 mennesker deltog i arrangmenterne. Der er 15 ansatte i Nordens Hus.

Norrænir menningarstyrkir

Menningargáttin; Nordisk kulturkontakt

Vantar þig styrk?

Nánar á vef KKN   Umsóknarvefur

Norræna menningargáttin eru virk menningarsamtök og nær starfssvið þeirra yfir öll Norðurlöndin.
Samtökin starfa á þremur sviðum og eru með þrjár norrænar styrkjaáætlanir:
1. Menningar- og listaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.
2. Menningartengda ferðaáætlun milli Norður- og Eystrasaltslandanna.
3. NORDBUK styrkjaáætlunina.

Menningargáttin tekur virkan þátt í því að móta norrænt menningarsamstarf, bæði á Norðurlöndunum og alþjóðavísu. Starfsemin myndar fjárhagslegan, stafrænan og raunverulegan vettvang fyrir menningarsamkomur á Norðurlöndunum.
Norræna menningargáttin eru samtök á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Vefsíðan: http://www.kulturkontaktnord.org/is   og https://applicant.nordiskkulturkontakt.org/

Facebook síðan: https://www.facebook.com/kulturkontaktnord/?fref=ts

 

Norræna húsið veitir ráðgjöf vegna menningargáttarinnar og veitir faglega aðstoð varðandi umsóknir. Vinsamlegast hafið samband við Gunn ( á ensku eða á norsku, dönsku eða sænsku); gunn@nordichouse.is

 

 

Listamannaspjall- Rauður Snjór

Vertu velkomin á Listamannaspjall  15. nóvember kl. 15:00 – 17:00 í Norræna húsinu.

Á sunnudaginn verður listamannaspjall með gestum og gangandi um sýninguna Rauður snjór.  Jón Proppe, listfræðingur mun leiða umræður og sýnendur gefa gestum innsýn í verk sín.

Viðburðurinn fer fram á íslensku í sýningarrými á neðri hæð hússins. Allir velkomnir.

Rauður Snjór– þegar loftslaginu blæðir.

Verkefnastjóri kynningarmála

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

Norræna húsið leitar að verkefnastjóra kynningarmála

Ertu einstaklingurinn sem við leitum að?
• Þú ert hugmyndarík/ur og skapandi.
• Þú getur komið boðskap á framfæri og vakið áhuga á menningar-og listviðburðum.
• Þú ert jafnfær í íslensku og skandinavísku.
• Þú ert ófeimin/n og frábær í mannlegum samskiptum.
• Þú notar nýjustu miðlana og samskiptaforrit og hefur tilfinningu fyrir hvað virkar á ólíka markhópa.

Helstu viðfangsefni:
• Umsjón með heimasíðu hússins.
• Gerð markaðsefnis.
• Markaðssetning einstakra viðburða.
• Stuðningur við verkefnastjóra.
• Markhópagreining og áætlanagerð.
• Umsjón með beinu streymi frá viðburðum.

Hæfniskröfur:
Leitað er að einstaklingi með menntun á sviði markaðsmála. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á Norðurlöndunum og norrænu samstarfi.
Gerð er krafa um framúrskarandi kunnáttu í sænsku, dönsku eða norsku ásamt kunnáttu í íslensku. Mikilvægt er að einstaklingurinn hafi góða almenna tölvukunnáttu og sé fær að tjá sig í ræðu og riti. Við leitum að sjálfstæðum, áreiðanlegum og hugmyndaríkum einstaklingi.

Umsjón með ráðningu hefur Þórunn Ragnarsdóttir og veitir hún upplýsingar um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2015.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn með tölvupósti á thorunn@nordice.is.

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku eða norsku og eru umsóknir á öðrum tungumálum ekki teknar til greina.

Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings í fjögur ár í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Ferðastyrkir

AUGLÝSING UM STYRKI
FRÁ LETTERSTEDTSKA SJÓÐNUM haustið 2015
Letterstedtski sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða.

Sjóðurinn kallar hér með eftir umsóknum um styrki haustið 2015 með umsóknarfresti til 15. september n.k.

þeir einir koma til greina, sem lokið hafa námi og hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingaleit á starfssviði sínu, svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðastofnun eða með þátttöku í fundum eða ráðstefnum.

Íslandsdeild Letterstedtska sjóðsins veitir styrki til ferða milli norrænu landanna og Eystrasaltsríkjanna. Styrkupphæð jafngildir lægsta flugfargjaldi milli viðkomandi landa, en hvorki eru veittir styrkir til ferða innan landanna né til uppihalds. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um tilgang fararinnar skal senda á íslensku til ritara Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins, Snjólaugar G. Ólafsdóttur, Vesturbrún 36, 104 Reykjavík.

Þór Magnússon, formaður Íslandsdeildar sjóðsins, veitir frekari upplýsingar í síma
5515320 og Snjólaug G. Ólafsdóttir í síma 5687737 (sngola@simnet.is)

Aðalstjórn Letterstedtska sjóðsins veitir styrki að upphæð 10-50 000 sænskum
krónum til ráðstefnuhalds, til að kosta heimsóknir fyrirlesara, til vísindaferða,
prentunar, þýðinga og netútgáfu. Þá eru veittir styrkir til útgáfu doktorsritgerða og
rannsóknastarfa. Forsenda styrkveitinga er að umrædd starfsemi hafi samnorrænt gildi
eða tilvísun.

Þá geta samnorrænar stofnanir sótt um styrki til að bóka- og tækjakaupa.

Umsóknir til aðalstjórnar skal senda á sænsku, dönsku eða norsku til
Letterstedtska föreningens huvudstyrelse, Box 1074, SE-101 39 Stockholm.
Nánari upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingar úr honum er að finna á slóðinni:
http://www.letterstedtska.org/anslag/

Tölvupóstur

Tölvupóstur Norræna hússins liggur tímabundið niðri. Hægt er að ná í starfsfólk í s. 5517030 og senda póst á norraenahusid@gmail.com. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.

Laus störf

Norræna húsið auglýsir eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi (75%)

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

Norræna húsið auglýsir eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi (75%)

Ert þú einstaklingurinn sem við leitum að?

Leitað er að bókasafns- og upplýsingafræðingi í 75% stöðu, með skráningarheimild og reynslu af skráningu í Gegni.  Gerð er krafa um góða kunnáttu í sænsku, dönsku eða norsku ásamt góðri kunnáttu í íslensku og ensku.   Við leitum að sjálfstæðum og nákvæmum einstaklingi með góða samskiptahæfni, ásamt því að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum.

Helstu viðfangsefni:

 • Skráning norrænna safngagna í Gegni
 • Almenn störf í bókasafninu eftir þörfum
 • Vinna við skjalasafn Norræna hússins

Umsóknir skulu fylltar út á www.norden.org

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2016.  Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, eða norsku.

Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings í fjögur ár í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjármálaráðuneytis.

Umsjón með ráðningu hefur Margrét I. Ásgeirsdóttir, yfirbókavörður, og veitir hún upplýsingar um starfið í síma 551-7092 eða í gegnum netfangið margret@nordichouse.is

Ekki er tekið á móti umsóknum sem sendar eru á netfangið.

Upplýsingar um Norræna húsið má finna á www.norraenahusid.is

Skoða umsóknareyðublaðið