Strilaringen – Þjóðdansar frá Noregi

Miðvikudaginn 30. maí býður Norræna húsið til þjóðdansakvölds þar sem Norski þjóðdansahópurinn Strilingen mun skemmta gestum með tónlist og dansi. Viðburðurinn hefst kl. 19 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Viðburðurinn fer fram á ensku og norsku. Norski þjóðdansahópurinn Strilaringen kemur frá vesturhluta Noregs eða rétt fyrir norðan Bergen. Hópurinn hefur ferðast í nokkurn tíma […]

Myndlist í anddyrinu – „Síðustu forvöð að sjá“

Málverkasýningin „Síðustu forvöð að sjá“ eftir Berglindi Svavarsdóttur opnar í Norræna húsinu 14. juní 2018. Nýjustu verk Berglindar Svavarsdóttur eru unnin með vatnslitum og akríllitum á pappír og á striga. Þau sækja innblástur sinn annars vegar af því sem fyrir augu ber í daglegu lífi og hins vegar af ímynduðu umhverfi sem á rætur sínar […]

Þjóðhátíðardagur Noregs 17. maí 2018

Þjóðhátíðardagur Noregs 17. maí 2018 Nordmannslaget býður til hátíðar í Norræna húsinu í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna þann 17. maí 2018. Dagskráin í Norræna húsinu hefst kl. 11:00 og lýkur kl.13:30 með marseringu að Dómkirkjunni undir dynjandi lúðrablæstri Skólahljómsveitar Kópavogs. Í Norræna húsinu verða til sölu pylsur, ís, gos og kaffi. Velkomnir allir Norðmenn og aðrir […]

Frumbyggjar á norðurslóðum: Samræður um sjálfbær samfélög

Frumbyggjar á norðurslóðum: Samræður um sjálfbær samfélög Opið málþing á vegum utanríkisráðuneytisins, Norðurslóðanets Íslands og Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands, þriðjudaginn 15. maí frá 14:00-16:45 í Norræna húsinu. Staða frumbyggja innan Norðurskautsráðsins er sterk en sex samtök þeirra eiga aðild að ráðinu. Það eru Aleut International Association (AIA); Arctic Athabaskan Council (AAC); Gwich‘in Council […]

Malin G Thunell (SE) – Pikknikk tónleikar

Malin G Thunell er hæfileikaríkur söngvari og tónskáld sem hefur aðallega verið að fást við þjóðlagatónlist. Með heiðarleika og forvitni að leiðarljósi tvinnar hún saman sænskri þjóðsöngvahefð og nýjum hljómum. Malin hefur einnig verið að fást við tækni og nýtir sér margskonar leiðir til að flytja tónlist sína. Eins og með því að nota rödd […]

Nightjar (SE) – Pikknikk tónleikar

Nightjar er dúó frá Bretlandi/Tyrklandi sem spilar blöndu af tyrkneskri klassískri tónlist og vestrænu poppi. Hljómsveitin var stofnuð í Malmö/Lund í Svíþjóð og spilaði með tónlistarmönnum víða um heim áður hún ákvað að vera dúó. Náttfarinn (e. the nightjar) er gestur frá suðrænum löndum sem vakir á nóttinni sem er lýsandi fyrir bakgrunn og áhugamál dúósins, […]

Flekar – Pikknikk tónleikar

Flekar er hljómsveit þriggja drengja sem semja tónlist svipað og „bútasaumsteppi“. Tónlistin er óhefðbundin og liggur mitt á milli þess að vera þjóðlagatónlist og sýrupopp. Í stuttu máli: þú vilt ekki missa af þessum tónleikum Fleka. Flekar er ný hljómsveit og fyrsta platan er á leiðinni. Hlusta Viðburðurinn er á facebook hér. Norræna húsið opnar glerdyrnar […]

Silja Rós – Pikknikk tónleikar

Silja Rós er söngkona, lagahöfundur og leikkona. Silja Rós gaf út sína fyrstu plötu Silence sumarið 2017 sem fékk góðar viðtökur. Fyrsta plata Silju Rósar verður í forgrunni á tónleikunum ásamt glænýju frumsömdu efni. Tónlist Silju Rósar er draumkennd og djass-skotin blanda af folk og ballöðukenndu popprokki. Við hlið Silju Rósar verður gítarleikarinn Magnús Orri Dagsson. […]

Snorri Helgason – Pikknikk tónleikar

Söngva- og lagasmiðurinn Snorri Helgason frá Reykjavík hefur gegnt mikilvægu hlutverki á tónlistarsenu landsins síðan hann var tvítugur. Núna er Snorri á þrítugsaldri og semur þjóðlagatónlist sem hann hefur þróað síðan fyrri hljómsveit hans Sprengjuhöllin lagði upp laupana. Snorri semur djúphugul þjóðlög, hresst popp, rólegar ballöður og jafnvel eitt og annað fönk. Viðburðurinn er á […]

Ösp Eldjárn – Pikknikk tónleikar

Ösp Eldjárn var alin upp í fallegum dal á norðurlandi af tónlistarunnandi foreldrum. Ösp fær innblástur úr fallegri íslenskri söngvahefð sem einkennist bæði af hrárri fegurð og tilfinningalegum krafti. Hún hefur tök á bæði hinu storbrotna og hinu innhverfa, og tilfinnaríka rödd hennar fær góðan stuðning frá skilningsríkri hljómsveit hennar. Plata hennar Tales from a Popular […]

Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Norræna hússins Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi. Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní – 15. ágúst.  […]

Heimsmynd Söguhrings kvenna

Heimsmynd Söguhrings kvenna – í samstarfi við Listahátið í Reykjavík Afhjúpað verður nýtt verk sem byggir á heimsmynd fjölbreytts hóps kvenna. Það er saga á bak við hverja konu – og hvert listrænt tákn þeirra. Kynnist sköpunarferli Söguhrings kvenna þar sem listin er notuð sem sameiginlegt tungumál. Söguhringur kvenna er samstarf Borgarbókasafnsins og Samtaka kvenna […]

Listamannaspjall með Anssi Pulkkinen – Street View

Þann 5. júní kl. 17, fer fram listamannaspjall með Anssi Pulkkinen í tengslum við sýninguna Street View (enduruppsett) sem sýnd verður við Norræna húsið frá og með 4. júní 2018. Litið verður til verka og aðferða listamannsins ásamt því sem hann svarar spurningum áhorfenda. Viðburðurinn fer fram í hátíðarsal hússins og verður á ensku. Aðgangur […]

NÝTT ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Á BETRI STAÐ EÐA VIÐBYGGING VIÐ HRINGBRAUT ?

NÝTT ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Á BETRI STAÐ EÐA VIÐBYGGING VIÐ HRINGBRAUT ? – Hvað vinnst, hvað tapast?   Opinn fundur Samtaka um betri spítala á betri stað með fagfólki og fulltrúm stjórnmálaflokkanna í höfuðborginni. Föstudaginn 11. maí kl. 13:45 – 16:30 í Norræna húsinu   Hvernig á að velja stað fyrir þjóðarsjúkrahús? Tekur lengri tíma að byggja […]

Thomas Dybdahl – Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Vinsamlegast athugið! Það er uppselt á tónleikana. Norski söngvarinn og lagasmiðurinn Thomas Dybdahl semur rómantísk, innhverf og ævintýraleg lög. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 2000 og hefur síðan þá verið einn af vinsælustu tónlistarmönnum Noregs. Hann er vaxandi stjarna erlendis og tónleikarnir einstakt tækifæri til að sjá tónlistarmanninn á litlum og persónulegum […]

Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson – Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Á nýútgefnum diski er nefnist Innst Inni spilar tónskáldið og flinki kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson með Eyþóri Gunnarssyni, sem er reyndur píanóleikari með meistaralegan áslátt. Platan var að mestu leyti spunnin – töfrar sem spretta upp þegar tveir sköpunarglaðir einstaklingar hittast. Það er eitthvað stórfenglegt við það að heyra Tómas og Eyþór spila djass […]

Myndlist í anddyrinu – Trekk pusten opp i det blå

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Trekk pusten opp i det blå eftir norsku listakonuna Hanne Grete Einarsen í anddyri Norræna hússins 16. maí kl. 17:00. Norræna húsið býður upp á léttar veitingar. Sýningin er lokahnykkur á löngu vinnuferli listakonunnar þar sem hún leitast við að endurspegla fundi við lífið og dauðann. Sýningin samanstendur af akríl […]

Lára Rúnars – Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Lára Rúnars er söngvaskáld sem snemma varð undir áhrifum frá tónlistarmönnum eins og Nick Cave og Tom Waits, og hún starfaði með Damien Rice árið 2004. Á seinni árum nefnir hún Björk, PJ Harvey og fleiri sterkar konur sem áhrifavalda fyrir nýja sándið. Í kvöld mun Lára spila lög frá glænýjum diski. Með kraftmiklum […]

Bókakynning: Heiðra skal ég dætur mínar

Heiðra skal ég dætur mínar Frásögn föður um morð á eigin barni   Draumsýn býður til málstofu og bókakynningar í Norræna húsinu 10. maí kl. 17, verið velkomin! Snemma í maí gefur Draumsýn út umtalaða bók Lenu Wold, Heiðra skal ég dætur mínar. Bókin sem hefur fengið mikið umtal í Noregi og Danmörku fjallar um […]

Kvartett Einars Scheving – Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Einar Scheving er trommari og tónskáld. Hann er burðarstólpi í tónlistarsenunni á Íslandi og hefur Einar unnið Íslensku tónlistarverðlaunin þrisvar sinnum, tvisvar fyrir bestu plötu ársins: Cycles árið 2007 og Land míns föður 2011. Á tónleikaröð Norræna hússins kemur Einar fram með kvartett sinn sem samanstendur af nokkrum af helstu tónlistarmönnum Íslands – Skúla Sverrissyni, […]

Sumie – Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Stundum er minna svo mikið meira og rödd Sumie saman við þjóðlagagítar hennar mynda einhvers konar dáleiðandi og ómótstæðilega töfra. Sumie fór að semja lög árið 2008 í Gautaborg í Svíþjóð, og hún gaf út fyrstu plötu sína SUMIE í desember 2013, sem hlaut lof gagnrýnanda. Platan var tekin upp í samstarfi við þýska […]

Sóley – Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Sóley Stefánsdóttir var einu sinni meðlimur í vinsælu hljómsveitinni Seabear, en sem sóló hefur hún náð enn hærri hæðum bæði hérlendis og erlendis. Og engin furða! Fyrsta plata hennar We Sink fékk glimrandi móttökur frá bæði gagnrýnendum og hlustendum, og leitandi tónlist hennar heldur áfram að þróast. Sóley er efnilegt söngvaskáld og hefur gefið […]

Amiina – Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Hljómsveitin amiina hóf feril sinn sem strengjakvartett sem fór meðal annars á tónleikaferðalög um heiminn með Sigur Rós. Síðan þá hefur amiina haldið áfram að vaxa og þróast. Nýjir meðlimir og tilraunir með ný hljóðfæri hafa komið hljómsveitinni á nýjan stað. Hljóðheiminum hefur verið líkt við Arvo Pärt fyrir klukkuspil, en fyrir utan tenginguna […]

EES-samningurinn og samskipti ESB við nánustu nágrannaríkin 

EES-samningurinn og samskipti ESB við nánustu nágrannaríkin Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og sendinefndar ESB á Íslandi í Norræna húsinu 3. maí kl. 12:00 Evrópusambandið á í nánu sambandi við flest nágrannaríki sín. Ísland, Liechtenstein og Noregur eru aðilar að EES samningnum, sem gerir þeim kleift að taka beinan þátt í innri markaði […]

Listasýning Skunktúrar og Ofurhetjur – List án landamæra

Skunktúrar og Ofurhetjur er samsýning meðlima í Vinnustofu í myndlist, sem starfrækt er í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Sýningin er partur af List án landamæra og er á facebook hér. Skunktúrar og Ofurhetjur opnar kl. 18:00 föstudaginn 4. maí í Black Box í kjallara Norræna hússins. Fluttur verður gjörningur á opnuninni. Sýnendur eru Ingi Hrafn Stefánsson, […]

Out by Art: Sex ný vídjóverk – List án landamæra

Out by Art kynnir sex ný vídjóverk eftir sex norræna listamenn. Aðgangur er ókeypis. Viðburðurinn er partur af List án landamæra. Viðburðurinn er á facebook hér. „Við ættum ekki að segja fólk með sérstakar þarfir heldur fólk með sérstaka hæfileika” – David Viborg Jensen, GAIA Hvað þýðir það að vera listamaður sem aðrir skilgreina utan normsins? […]

Norræna húsið á nýju frímerki – útgáfuhóf

  Verið velkomin í útgáfuhóf frímerkisins ,,Norræna húsið í Reykjavík 50 ára“ á bókasafni Norræna hússins 2. maí kl. 17:00. Léttar veitingar í boði.  Frímerkið er gefið út af Íslandspósti, útgáfudagur var 26. apríl 2018. Hönnuður: Örn Smári  Búið er að ramma inn frímerkið ásamt fyrsta dags umslagi og fjórblokk, sem verður til sýnis í […]

Finnsk þjóðlagatónlist – Tónleikar

Miðasala   Vaka Folk Festival, í samstarfi við Norræna húsið og Finnska sendiráðið í Reykjavík kynna tónleika með eðal finnskri  þjóðlagatónlist.  Fram koma Tríó Matti Kallio, sönkonan Anna Fält og kantele leikarinn Eeva-Kaisa Kohonen. Miðaverð 2500 kr Matti Kallio spilar á díatóníska takkaharmóníku, fimmraða krómatíska hnappaharmonikku, ýmsar flautur og líka á gítar. Hann er einn af fjölhæfustu […]

Wagnerfélagið: Söngkona aldarinnar

Wagnerfélagið: Söngkona aldarinnar Fyrirlestur í Norræna húsinu laugardaginn 19. maí kl. 14 í tilefni aldarafmælis Birgit Nilsson Birgit Nilsson var ein fremsta dramatíska óperusöngkona 20. aldar. Hún fæddist í maí 1918 og er nú haldið upp á aldarafmæli hennar víða um heim.  „La Nilsson“ debúteraði í Konunglega óperunni í Stokkhólmi árið 1946. Árið 1954 söng […]

Pillow Talk – Listahátíð

Verið velkomin á sýninguna Pillow Talk á vegum Listahátíðar í Reykjavík frá 7. júní kl. 17:00 í Norræna húsinu. 7. júní, 17:00-20:00 8. júní, 10:00-20:00 9. júní, 10:00-18:00 Koddahjal eða “Pillow Talk” gefur innsýn inn í líf hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi með því að bjóða fólki að setja sig í spor þeirra og hlusta […]

Street View (Reassembled) – Listahátíð

Sýningaropnun verður haldin þann 4. júní kl. 17:00, fyrir framan Norræna húsið (ef það verður rigning færist opnunin inn í Norræna húsið). Dagskrá: Til máls taka Vigdís Jakobsdóttir,  listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík , Mikkel Harder forstjóri Norræna hússins og listamaðurinn Anssi Pulkkine. Boðið upp á drykki í anddyri Norræna hússins. Hljómsveitin Musical Journeys flytur nokkur lög. […]

Tónleikar: Grundlyds Sangskriverne

Tónleikar: Grundlyds Sangskriverne Tónleikar í Norræna húsinu miðvikudagskvöldið kl. 19:00, verið öll hjartanlega velkomin Hjörð ungra og skapandi danskra tónlistarmanna og söngvara eru á ferðalagi um Reykjavík til að sækja sér innblástur.  Á tónleikunum flyja þau nýlega skrifuð lög og söngva. Ljóðskáld Grundlyds eru nemendur í Grundtvigs háskólanum, þar sem aðalviðfangsefnið eru skapandi tónlistarsmíði og […]

Norsk sögustund

Norsk sögustund Norsk sögustund kl. 13:00 í bókasafni Norræna hússins laugardaginn 8 september.  Við lesum, syngjum saman og leikum okkur á norsku.  Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 4-9 ára en öll börn sem skilja norsku eru velkomin.  Dagsetningar: laugardaginn 8 september, 13 oktober, 3. nóvember, 8. desember. Matja Steen leiðir sögustundina.    

Framúrskarandi landslagsarkitektúr og borgarhönnun

Fyrirlestur um framúrskarandi landslagsarkitektúr og borgarhönnun Umhverfisskipulagsbraut Landbúnaðarháskólans og Félag íslenskra landslagsarkitekta halda fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 4. maí kl. 16. Louise Fiil Hansen er borgarhönnuður, meðeigandi og framkvæmdarstjóri SLA í Osló. Hún segir frá sýn og verkefnum á stofunni, SLA er arkitektastofa með starfsstöðvar í Kaupmannahöfn, Osló og Árósum. Fyrirtækið hefur tekið þátt […]

Bókakynning: ”Jakobína fra Snæfellsnes. En nordisk kvindesaga”

Bókakynning: ”Jakobína fra Snæfellsnes. En nordisk kvindesaga” Í tilefni af 100 ára fullveldis Íslands heldur mag. art. Ena Hvidberg, Kaupmannahöfn, fyrirlestur í Norræna húsinu laugardaginn 5. maí kl. 14. Foredraget med lysbilleder påpeger gennem arkivalske studier den nære kontakt og de mange relationer, der var mellem dansk og islandsk igennem 1800-årene i en stor slægt […]

Myndlist í anddyrinu – TRÖLL

Verið velkomin á opnun sýningarinnar TRÖLL eftir listakonurnar Linn Björklund og Völu Björg Hafsteinsdóttur í anddyri Norræna hússins, 26. apríl kl 17:00. Norræna húsið býður upp á léttar veitingar.   Linn Björklund er fædd í Stokkhólmi árið 1985. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og er með með MA í myndlist frá […]

Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja

Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengjan Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga heldur ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu þriðjudaginn 17. apríl frá kl. 13:00 til 17:00. Frummælendur eru bæði heimamenn og einnig erlendis frá og fer ráðstefnan fram á ensku. Vakin er sérstök athygli á því að á ráðstefnunni verða fulltrúar frá samtökum […]

SÝNINGAROPNUN

Verið velkomin á opnun textílsýningarinnar Félag áhugamanna um árshátíðir, þriðjudaginn 17. apríl kl. 17:00 í addyri Norræna hússins. Sýningin er hluti af framlagi hússins til Barnamenningarhátíðar. Sýningargestir mega eiga von á fjölskylduvænni stemningu með áherslu á textíl, listir og miðlun sagna á sjónrænan hátt. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir!   Textílsýning eftir Eddu Mac í […]

Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norðurlönd í fókus og utanríkisráðuneytið standa fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu, miðvikudaginn 18. apríl 2018. Pólitískt andrúmsloft alþjóðasamfélagsins hefur tekið stórfelldum breytingum síðastliðin misseri sem hefur áhrif á stöðu Íslands og þær áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir. Þetta kallar á stöðugt endurmat á hagsmunagæslu Íslands og hlutverki landsins á alþjóðavettvangi. Hvaða […]

Tónleikar með Yggdrasil – “Lipet Ei”

  Miðasala Tónleikar í Norræna húsinu 28. apríl kl. 20 Kristian Blak er forsprakki færeysku hljómsveitarinnar Yggdrasil. Eitt af nýjustu hljómum hljómsveitarinnar er með síberísku söngkonuunni frá Khanty minnihlutanum, Vera Kondrateva. Þjóðlög frá Khantyfolk eiga rætur sínar að rekja til Sama. Kristian Blak og Yggdrasil halda tónleika víðsvegar um heiminn árlega. Og hafa verið á […]