Lára Rúnars – Tónleikaröð Norræna hússins


21:00

Miðasala

Lára Rúnars er söngvaskáld sem snemma varð undir áhrifum frá tónlistarmönnum eins og Nick Cave og Tom Waits, og hún starfaði með Damien Rice árið 2004. Á seinni árum nefnir hún Björk, PJ Harvey og fleiri sterkar konur sem áhrifavalda fyrir nýja sándið. Í kvöld mun Lára spila lög frá glænýjum diski. Með kraftmiklum söng og hópi frábærra tónlistarmanna mun Lára gera þetta kvöld að kvöldi til að minnast.

Hlusta

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi. Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní-15 ágúst. Aðgangur er aðeins 2000 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is   

Dagskrá

20. júní. amiina (IS)
27. júní. Sóley (IS)
4. júlí. Thomas Dybdahl (NO)
11. júlí. Sumie (SE)
18. júlí. Tina Dickow & Helgi Jónsson (DK/IS)
25 Júlí. Kvartett Einars Scheving (IS)
1. ágúst. Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson (IS)
8. ágúst. Lára Rúnars (IS)
15. ágúst. Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson (IS)

 

Takið eftir! að á miðvikudögum er frítt inn á húsgagnasýninguna: Innblásið af Aalto.  

AALTO Bistro