Finnsk þjóðlagatónlist – Tónleikar


19:30

Miðasala

 

Vaka Folk Festival, í samstarfi við Norræna húsið og Finnska sendiráðið í Reykjavík kynna tónleika með eðal finnskri  þjóðlagatónlist. 

Fram koma Tríó Matti Kallio, sönkonan Anna Fält og kantele leikarinn Eeva-Kaisa Kohonen.

Miðaverð 2500 kr

Matti Kallio spilar á díatóníska takkaharmóníku, fimmraða krómatíska hnappaharmonikku, ýmsar flautur og líka á gítar. Hann er einn af fjölhæfustu finnsku tónlistarmönnum sinnar kynslóðar. Sem fjölhæfur tónlistarmaður, höfundur, skipuleggjandi og framleiðandi, hefur hann komi fram á yfir eitthundrað plötum á ferli sínum. Í mörg ár var hann meðlimur í finnsku þjóðlagahljómsveitinni Värttianä og var framleiðandi og aðstoðarhöfundur á tveimur síðustu plötum þeirra.  Tónleikarnir eru einskonar útgáfutónleikar plötu hans Waltz for Better Times. Platan inniheldur tónlist Matti Kallio með líflegum þjóðlaga/jass áhrifum. Útsetningarnar nýta þétt, órafmagnað hljóðform tríósins en gefa líka nægt rými fyrir spuna og gáska.

Petri Hakala spilar á gítar og mandolín. Hann hefur verið virkur í finnska og alþjóðlega tónnlistargeiranum síðan í kringum 1980. Hann hefur meðal annars unnið með Maria Kalaniemi, Frigg, Ottopasuuna, Markku Lepistö, Unto Tango Orchestra og Värttinä. Hann hefur líka kennt við Sibelius Academy Folk Music Department frá 1990 til 2000. Petri hefur gefið út tvær sólóplötur, Kirjo (1990) og Trad (2007).

Hannu Rantanen frá Helsinki er fjölhæfur kontrabassa spilari með fjölbreyttan áhuga á tónlist, allt frá jass og alþjóðlegri tónlist til leikhústónlistar og fleira. Hann hefur unnið með Jukka Linkola Tentet, Umo Jazz Orchestra, Värttinä, Unto Tango Orchestra, Pepa Päivinen Trio, Joonas Widenius og Viktoriu Tolstoy.

Eeva-Kaisa Kohonen
Eeva-Kaisa Kohonen er rísandi stjarna í hinni fornu finnsku þjóðlagatónlist. Hún spilar á kantele, hefðbundið strengjahljóðfæri sem finnst í Finnlandi og í löndum Austur-Eystrasaltsríkjanna.
Eeva-Kaisa spilar á allar stærðir kantele, frá hinu einfalda fimm strengja hljóðfæri til hins stóra tónleikakantele sem getur verið með allt að fjörutíu strengi. Hljóðfæraleikur Eeva-Kaisa er bæði fallegur og afar hrífandi. Strengir kantele hljóma stundum eins og kirkjuklukkur sem óma yfir snæviþakið landeða þeir geta skapað áleitna og ójarðneska tóna sem láta áhorfendurm finnast eins og þeir séu milli svefns og vöku.

Anna Fält
Anna er einstaklega fjölhæfur söngvari, lagahöfundur og listamaður sem elskar norræna þjóðlagatónlist. Hún hefur lært þjóðlagatónlist í fjórum mismunandi löndum og hefur ferðast víða erlendis og haldið einkatónleika. Anna sérhæfir sig í að kanna fjölbreyttar sönghefðir frá Finnlandi, Svíþjóð og víðar og sameinar bjarta tóna sænska þjóðlagastílsins og djúpa og seiðandi raddbeitingu Austur-Evrópu.

Miðaverð er 2500 krónur- miðasala í Norræna húsinu og á tix.is 

 

 

www.vakafolk.is