Sóley – Tónleikaröð Norræna hússins


21:00

Miðasala

Sóley Stefánsdóttir var einu sinni meðlimur í vinsælu hljómsveitinni Seabear, en sem sóló hefur hún náð enn hærri hæðum bæði hérlendis og erlendis. Og engin furða! Fyrsta plata hennar We Sink fékk glimrandi móttökur frá bæði gagnrýnendum og hlustendum, og leitandi tónlist hennar heldur áfram að þróast. Sóley er efnilegt söngvaskáld og hefur gefið út þrjár frábærar plötur, og sú fjórða er á leiðinni! Ekki missa af þessu tækifæri að ná Sóley á tónleikum – þetta verður frábær upplifun sem seint mun bregðast þér.

Heimasíða

 

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi.

Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní-15 ágúst. Aðgangur er aðeins 2000 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is   

Dagskrá

20. júní. amiina (IS)
27. júní. Sóley (IS)
4. júlí. Thomas Dybdahl (NO)
11. júlí. Sumie (SE)
18. júlí. Tina Dickow & Helgi Jónsson (DK/IS)
25 Júlí. Kvartett Einars Scheving (IS)
1. ágúst. Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson (IS)
8. ágúst. Lára Rúnars (IS)
15. ágúst. Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson (IS)

 

Takið eftir! að á miðvikudögum er einnig frítt inn á húsgagnasýninguna: Innblásið af Aalto.  

Veitingarhús Norræna hússins AALTO Bistro