Pillow Talk – Listahátíð


Verið velkomin á sýninguna Pillow Talk á vegum Listahátíðar í Reykjavík frá 7. júní kl. 17:00 í Norræna húsinu.

7. júní, 17:00-20:00
8. júní, 10:00-20:00
9. júní, 10:00-18:00

Koddahjal eða “Pillow Talk” gefur innsýn inn í líf hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi með því að bjóða fólki að setja sig í spor þeirra og hlusta á sögur þess. Hátölurum hefur verið komið fyrir í rúm, sem notuð eru fyrir hælisleitendur, og þátttakendum býðst að leggjast í rúmin og hlusta á frásagnir fólksins. Sögurnar eru vandasamlega settar fram með það að markmiði að gefa þátttakendum nýja leið til að skilja ‘sögur flóttafólks’.

Sonja Kovačević er sviðslistahöfundur frá Austurríki sem búsett er á Íslandi. Málefni líðandi stundar og leikhús sem brúar bilið á milli hins fræðilega heims og veruleikans sem við erum að fást við, einkenna hennar verk. Málefni jaðarsettra hópa koma þá oftar en ekki við sögu í hennar verkum.

Verkið verður sett upp í Sal Norræna hússins. Aðgangur er ókeypis.

Listahátíð í Reykjavík vann í nánu samstarfi við Rauða krossinn og Norræna húsið að dagskrá tengdra viðburða :

Anssi Pulkkinen Artist Talk : 5. júní kl. 17:00 í Norræna húsinu
Musical Journeys : 5. júní kl. 21:00 í Klúbbi Listahátíðar
Pillow Talk performances : 7. júní kl. 17:00-20:00 / 8. júní kl. 10:00-20:00 / 9. júní kl. 10:00-18:00 í Norræna húsinu
Söguhringur kvenna : 10. júní kl. 14:00 í Norræna húsinu
The Right to Home Seminar : 12. júní kl. 17:00 í Klúbbi Listahátíðar
Arabísk matarveisla : 16. júní kl. 18:00 í Norræna húsinu 
Arabískt danskvöld : 16. júní kl. 21:00 í Klúbbi Listahátíðar