Nightjar (SE) – Pikknikk tónleikar


15:00-16:00

Nightjar er dúó frá Bretlandi/Tyrklandi sem spilar blöndu af tyrkneskri klassískri tónlist og vestrænu poppi. Hljómsveitin var stofnuð í Malmö/Lund í Svíþjóð og spilaði með tónlistarmönnum víða um heim áður hún ákvað að vera dúó. Náttfarinn (e. the nightjar) er gestur frá suðrænum löndum sem vakir á nóttinni sem er lýsandi fyrir bakgrunn og áhugamál dúósins, þeirra Lloyds Degler og Mehmets Ali Arslan.

Hlusta:  Loyd Degler 

Hlusta: Mehmet Ali Arslan 

Viðburðurinn er á facebook hér.

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 24. júní – 19. ágúst 2018. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur.

Frítt er inn á alla tónleikana. 

Veitingarsala á Aalto Bistro.

 

Dagskrá

24. júní. Ari Árelíus (IS)
1. júlí. Ösp Eldjárn (IS)
8. júlí. Snorri Helgason (IS)
15. júlí. Silja Rós (IS)
22. júlí. Teitur Magnússon (IS)
29. júlí. Flekar (IS)
5. ágúst. Nightjar (SE)
12. ágúst. Malin Thunell (SE)
19. ágúst. Hildur Vala (IS)