Silja Rós – Pikknikk tónleikar


15:00-16:00

Silja Rós er söngkona, lagahöfundur og leikkona. Silja Rós gaf út sína fyrstu plötu Silence sumarið 2017 sem fékk góðar viðtökur. Fyrsta plata Silju Rósar verður í forgrunni á tónleikunum ásamt glænýju frumsömdu efni. Tónlist Silju Rósar er draumkennd og djass-skotin blanda af folk og ballöðukenndu popprokki. Við hlið Silju Rósar verður gítarleikarinn Magnús Orri Dagsson.

Mynd: Anna Karen Skúladóttir

Hlusta

Viðburðurinn er á facebook hér.

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 24. júní – 19. ágúst 2018. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur.

Frítt er inn á alla tónleikana. 

Veitingarsala á Aalto Bistro.

 

Dagskrá

24. júní. Ari Árelíus (IS)
1. júlí. Ösp Eldjárn (IS)
8. júlí. Snorri Helgason (IS)
15. júlí. Silja Rós (IS)
22. júlí. Teitur Magnússon (IS)
29. júlí. Flekar (IS)
5. ágúst. Nightjar (SE)
12. ágúst. Malin Thunell (SE)
19. ágúst. Hildur Vala (IS)