Teitur Magnússon – Pikknikk tónleikar


15:00-16:00

Teitur snýr aftur í Norræna húsið! Pikknikk tónleikar hans í fyrra voru vel sóttir og einnig var RÚV á staðnum til að taka upp efni fyrir sjónvarpsfréttirnar. Teitur er núna með nýtt efni í pípunum og meðal annars hefur hann samið flott lag með Dj Flugvél og Geimskipi. Teitur flytur hressandi popptónlist með bossanova töktum – hvað getur farið úrskeiðis? Njóttu lífsins og vertu með!

Ljósmynd: Lars Skjelbreia

Hlusta

Viðburðurinn er á facebook hér.

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 24. júní – 19. ágúst 2018. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur.

Frítt er inn á alla tónleikana. 

Veitingarsala á Aalto Bistro.

 

Dagskrá

24. júní. Ari Árelíus (IS)
1. júlí. Ösp Eldjárn (IS)
8. júlí. Snorri Helgason (IS)
15. júlí. Silja Rós (IS)
22. júlí. Teitur Magnússon (IS)
29. júlí. Flekar (IS)
5. ágúst. Nightjar (SE)
12. ágúst. Malin Thunell (SE)
19. ágúst. Hildur Vala (IS)