Listamannaspjall með Anssi Pulkkinen – Street View


17:00

Þann 5. júní kl. 17, fer fram listamannaspjall með Anssi Pulkkinen í tengslum við sýninguna Street View (enduruppsett) sem sýnd verður við Norræna húsið frá og með 4. júní 2018.
Litið verður til verka og aðferða listamannsins ásamt því sem hann svarar spurningum áhorfenda.
Viðburðurinn fer fram í hátíðarsal hússins og verður á ensku.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Listaverk finnska listamannsins Anssi Pulkkinen samanstendur af rústum heimila sem hafa verið fluttar frá Sýrlandi sjóleiðina til Evrópu. Efniviðurinn var keyptur af fyrri eigendum og fluttur burt með fullu samþykki þeirra. Um er að ræða steypt veggjabrot, s.s. stiga og hluta gólfs en ekki er mögulegt að átta sig á uppruna, nákvæmri staðsetningu eða sögu hússins út frá þessum brotum.

Úr steypubrotunum skapar Pulkkinen innsetningu á vörubílspalli sem hefur yfirbragð hjólhýsis eða húsbíls. Húsarústir eru margbrotin táknmynd fyrir missi heimilis. Þær vísa til heimilisleysis í víðu mannlegu samhengi en tala á sama tíma á áþreifanlegan hátt inn í týnda sögu raunverulegrar fjölskyldu.

 

Listahátíð í Reykjavík vann í nánu samstarfi við Rauða krossinn og Norræna húsið að dagskrá tengdra viðburða :

Anssi Pulkkinen Artist Talk : 5. júní kl. 17:00 í Norræna húsinu
Musical Journeys : 5. júní kl. 21:00 í Klúbbi Listahátíðar
Pillow Talk performances : 7. júní kl. 17:00-20:00 / 8. júní kl. 10:00-20:00 / 9. júní kl. 10:00-18:00 í Norræna húsinu
Söguhringur kvenna : 10. júní kl. 14:00 í Norræna húsinu
The Right to Home Seminar : 12. júní kl. 17:00 í Klúbbi Listahátíðar
Arabísk matarveisla : 16. júní kl. 18:00 í Norræna húsinu 
Arabískt danskvöld : 16. júní kl. 21:00 í Klúbbi Listahátíðar