EES-samningurinn og samskipti ESB við nánustu nágrannaríkin 


12:00 - 13:30

EES-samningurinn og samskipti ESB við nánustu nágrannaríkin

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og sendinefndar ESB á Íslandi í Norræna húsinu 3. maí kl. 12:00

Evrópusambandið á í nánu sambandi við flest nágrannaríki sín. Ísland, Liechtenstein og Noregur eru aðilar að EES samningnum, sem gerir þeim kleift að taka beinan þátt í innri markaði ESB ásamt ýmsum öðrum stefnumálum sambandsins. Samband ESB við Sviss er annars eðlis, byggt á um 120 tvíhliða samningum á ólíkum sviðum. Síðast en ekki síst á ESB í nánu sambandi við ríkin á Balkanskaga og Tyrkland sem byggist á umsóknum þeirra um aðild að sambandinu og sameiginlegum hagsmunum og áskorunum. Á fundinum verður lagt mat á samband ESB við þessa næstu nágranna sína; hvað er sameiginlegt, hvað er ólíkt og litið verður til áskorana og framtíðarþróunar í þessum efnum.

Angelina Eichhorst, varaframkvæmdastjóri innan utanríkisþjónustu ESB, og forstöðumaður fyrir málefni Vestur-Evrópu (þ.m.t. EFTA), Vestur-Balkanskaga og Tyrkland

Pallborðsumræður:
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna og varaformaður Þingmannanefnda EFTA og EES
Dóra Sif Tynes, lögmaður og fyrrum forstöðumaður lögfræðiskrifstofu EFTA í Brussel
Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður Þingmannanefnda EFTA og EES

Fundarstjóri: Davíð Þór Björgvinsson, rannsóknaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is