Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland


09:00 - 18:30

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norðurlönd í fókus og utanríkisráðuneytið standa fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu, miðvikudaginn 18. apríl 2018.

Pólitískt andrúmsloft alþjóðasamfélagsins hefur tekið stórfelldum breytingum síðastliðin misseri sem hefur áhrif á stöðu Íslands og þær áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir. Þetta kallar á stöðugt endurmat á hagsmunagæslu Íslands og hlutverki landsins á alþjóðavettvangi. Hvaða áhrif hefur breytt valdajafnvægi í heiminum á stöðu smáríkis í alþjóðakerfinu?

Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman sérfræðinga og fræðimenn, og ekki síst alla þá sem áhuga hafa á alþjóðamálum á Íslandi, til opinnar umræðu um helstu áskoranir og tækifæri Íslands í utanríkismálum.

Dagskráin verður fróðleg og fjölbreytt. Umfjöllunarefnin spanna vítt svið alþjóðamála, meðal annars verður rætt um helstu áskoranir Íslands í breyttu öryggisumhverfi, þjóðernishyggju, áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum, norræna módelið, áhrif samfélagsmiðla á grasrótarhreyfingar og alþjóðastjórnmál, svo eitthvað sé nefnt.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Ráðstefnan samanstendur af nokkrum málstofum þar sem framsögumenn flytja áhugaverð erindi og í kjölfarið fara fram líflegar pallborðsumræður með valinkunnum gestum.

DAGSKRÁ

09:00 – 09:10
Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
         
09:10 – 10:30 Helstu áskoranir Íslands í breyttu öryggisumhverfi
Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Húmar að hinu frjálslynda heimsskipulagi?
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Það eru engin tækifæri í glundroða
 Umræðustjórn: Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður

Pallborð: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis

10:30 – 10:40 Kaffi
10:40 – 12:00 Lýðskrum og þjóðernishyggja: Er Ísland sér á báti?
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Þjóðin gegn frjálslyndu lýðræði
Hulda Þórisdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hversu frjór er jarðvegur fyrir popúlisma á Íslandi?
Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Allir á sínum stað: Rasismi og leitin að hreinleika
Umræðustjórn: Sema Erla Serdar, framkvæmdastjóri Solaris

Pallborð: Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, og Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs og stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar

12:00 – 12:30 Hádegisverður

12:30 – 13:50 Hagsmunir á hálum ís: Áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum
Freydís Vigfúsdóttir, sjávarlíffræðingur við Háskóla Íslands. Fiskveiðar á tímum loftslagsbreytinga: Áhrif breytinga í umhverfi sjávar á íslenskan sjávarútveg
Óli Grétar Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Áhrif bráðnunar jökla á íslenska orkukerfið
Umræðustjórn: Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs og prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
Pallborð: Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands, Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og Magnús Jóhannesson, ráðgjafi um norðurslóðamál á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins

13:50 – 15:00  Norðurlönd til framtíðar
 Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi og fyrrverandi formaður sænska sósíaldemókrataflokksins. Restoring hope for tomorrow (Erindið er á ensku)
Umræðustjórn: Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus.

Pallborð: Auðunn Atlason, sendiherra og deildarstjóri Norðurlandasamstarfs á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Íslands í stjórnsýsluhindranaráði Norrænu ráðherranefndarinnar og Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og ráðgjafi Vestnorræna ráðsins
 
15:00 – 16:20  Áhrifamáttur samfélagsmiðla: Grasrótarhreyfingar, #metoo og falsfréttir
Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 og háskólakennari. Alt-right eða #metoo? Nokkur orð um samfélagsmiðla og grasrótarhreyfingar.  
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. #metoo trúnó á Facebook – bylting eða bylgja?
Umræðustjórn: Erla Hlín Hjálmarsdóttir, rannsóknastjóri Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Pallborð: Bergur Þór Ingólfsson, leikari, Dóra Björt Guðjónsdóttir, alþjóðafræðingur og oddviti Pírata í Reykjavík og Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur í ReykjavíkurAkademíunni

16:20 – 17:00  Litið fram á veginn: Hvert á Ísland að stefna?
Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra
Kristján Guy Burgess, alþjóðastjórnmálafræðingur

17:00 Lokaorð: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar
17:00 – 18:30 Móttaka í boði utanríkisráðuneytisins
Ávarp: Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri

Með fyrirvara um breytingar