Tónleikaröð Norræna hússins


21:00

Miðasala Norræna hússins

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi. Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní – 15. ágúst.  Aðgangur er aðeins 2000 kr.

Miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is

20. júní. amiina (IS)
27. júní. Sóley (IS)
4. júlí. Thomas Dybdahl (NO)
11. júlí. Sumie (SE)
18. júlí. Tina Dickow & Helgi Jónsson (DK/IS)
25 Júlí. Kvartett Einars Scheving (IS)
1. ágúst. Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson (IS)
8. ágúst. Lára Rúnars (IS)
15. ágúst. Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson (IS)

 

20. júní. Amiina (IS)

Hljómsveitin amiina hóf feril sinn sem strengjakvartett sem fór meðal annars á tónleikaferðalög um heiminn með Sigur Rós. Síðan þá hefur amiina haldið áfram að vaxa og þróast. Nýjir meðlimir og tilraunir með ný hljóðfæri hafa komið hljómsveitinni á nýjan stað. Hljóðheiminum hefur verið líkt við Arvo Pärt fyrir klukkuspil, en fyrir utan tenginguna við nútíma mínimalíska tónlist heyrast líka spor af þjóðlagatónlist og útkoman er oft dáleiðandi. Það er unun að láta sig umlykjast af áhugaverðum tónum hljómsveitarinnar.

27. júní. Sóley (IS)

Sóley Stefánsdóttir var einu sinni meðlimur í vinsælu hljómsveitinni Seabear, en sem sóló hefur hún náð enn hærri hæðum bæði hérlendis og erlendis. Og engin furða! Fyrsta plata hennar We Sink fékk glimrandi móttökur frá bæði gagnrýnendum og hlustendum, og leitandi tónlist hennar heldur áfram að þróast. Sóley er efnilegt söngvaskáld og hefur gefið út þrjár frábærar plötur, og sú fjórða er á leiðinni! Ekki missa af þessu tækifæri að ná Sóley á tónleikum – þetta verður frábær upplifun sem seint mun bregðast þér.

4. júlí. Thomas Dybdahl (NO)

Norski söngvarinn og lagasmiðurinn Thomas Dybdahl semur rómantísk, innhverf og ævintýraleg lög. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 2000 og hefur síðan þá verið einn af vinsælustu tónlistarmönnum Noregs. Hann er vaxandi stjarna erlendis og tónleikarnir einstakt tækifæri til að sjá tónlistarmanninn á litlum og persónulegum tónleikum. Með mjúkri röddu sinni, píanóundirleik og gítarspili býr hann til dásamlega tónlistarupplifun sem þú villt ekki missa af!

 

11. júlí. Sumie (SE)

Stundum er minna svo mikið meira og rödd Sumie saman við þjóðlagagítar hennar mynda einhvers konar dáleiðandi og ómótstæðilega töfra. Sumie fór að semja lög árið 2008 í Gautaborg í Svíþjóð, og hún gaf út fyrstu plötu sína SUMIE í desember 2013, sem hlaut lof gagnrýnanda. Platan var tekin upp í samstarfi við þýska píanóleikarann og pródúsentinn Nils Frahm, með hjálp meðleikarans Dustin O’Halloran. Þjóðlagatónlist Sumie nær einhvern veginn að skáka sjálfri sér og hún skilur hlustandanum eftir í einhvers konar rólegu hamingjuástandi.

 

18. júlí. Tina Dickow & Helgi Jónsson (DK/IS)

Tina Dickow (eða Tina Dico) frá Danmörku og Helgi Jónsson frá Íslandi eru bæði þekktir tónlistarmenn í sínu heimalandi. Tina hefur gefið út tíu plötur, og Helgi Hrafn er bæði þekkt söngvaskáld og „sessionleikari“ sem fór meðal annars á tónleikaferðalag með Sigur Rós. Tina og Helgi eru hjón og frábært dúó sem hafa undanfarin ár farið saman á tónleikaferðalög og komið fram á nokkrum af stærstu tónlistarhátíðum Evrópu. Þar er okkur mikill heiður að fá þau í húsið og þetta er viðburður sem enginn má láta fram hjá sér fara.

 

25 Júlí. Kvartett Einars Scheving (IS)

Einar Scheving er trommari og tónskáld. Hann er burðarstólpi í tónlistarsenunni á Íslandi og hefur Einar unnið Íslensku tónlistarverðlaunin þrisvar sinnum, tvisvar fyrir bestu plötu ársins: Cycles árið 2007 og Land míns föður 2011. Á tónleikaröð Norræna hússins kemur Einar fram með kvartett sinn sem samanstendur af nokkrum af helstu tónlistarmönnum Íslands – Skúla Sverrissyni, Eyþóri Gunnarssyni og Óskari Guðjónssyni – og ekki er við öðru að búast en að kvöldið verði magnað.

 

1. ágúst. Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson (IS)

Ólöf Arnalds spilar á fjölda hljóðfæra og semur dásamleg, persónuleg lög sem hún syngur með einstakri rödd sinni. Hún hefur gefið út fjórar plötur sem fengið hafa lof gagnrýnenda, þar á meðal samdi hún lag með Björk. Skúli Sverrisson er uppátektarsamur bassaleikari og magnað tónskáld með mörg farsæl samstörf að baki, meðal annars með Lou Reed og Laurie Andersson. Þetta kvöld halda þau Ólöf og Skúli tónleika saman, og gestir hússins geta búist við upplifun fullri af tónlistarlegum töfrum.

 

8. ágúst. Lára Rúnars (IS)

Lára Rúnars er söngvaskáld sem snemma varð undir áhrifum frá tónlistarmönnum eins og Nick Cave og Tom Waits, og hún starfaði með Damien Rice árið 2004. Á seinni árum nefnir hún Björk, PJ Harvey og fleiri sterkar konur sem áhrifavalda fyrir nýja sándið. Í kvöld mun Lára spila lög frá glænýjum diski. Með kraftmiklum söng og hópi frábærra tónlistarmanna mun Lára gera þetta kvöld að kvöldi til að minnast.

15. ágúst. Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson (IS)

Á nýútgefnum diski er nefnist Innst Inni spilar tónskáldið og flinki kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson með Eyþóri Gunnarssyni, sem er reyndur píanóleikari með meistaralegan áslátt. Platan var að mestu leyti spunnin – töfrar sem spretta upp þegar tveir sköpunarglaðir einstaklingar hittast. Það er eitthvað stórfenglegt við það að heyra Tómas og Eyþór spila djass saman og hlustandinn þarf bara að njóta stundarinnar og hlusta. Eins og gagnrýnandinn C. Michael Bailey skrifar: „Innst Inni tengist ekki ákveðnu þjóðerni eða tónlistarlegum uppruna. Það er einfaldlega bara tónlist… einföld og róandi.

 

Miðvikudagskvöld í Norræna húsinu

Takið eftir! að á miðvikudögum er frítt inn á húsgagnasýninguna: Innblásið af Aalto.  

Veitingarhúsið AALTO Bistro er opið til kl. 21:30.