Tölvupóstur
Tölvupóstur Norræna hússins liggur tímabundið niðri. Hægt er að ná í starfsfólk í s. 5517030 og senda póst á norraenahusid@gmail.com. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.
Tölvupóstur Norræna hússins liggur tímabundið niðri. Hægt er að ná í starfsfólk í s. 5517030 og senda póst á norraenahusid@gmail.com. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.
Björgvin Gítarkvartett hefur spilað saman síðan haustið 2013 og komið fram á tónlistarhátiðum eins og Festspillene í Bergen. Þeir hafa einnig skipulagt tónleika á minni stöðum í Vestur Noregi, og fóru í tónleikaferðalag á svæðinu veturinn 2014. Tónlistin, sem þeir spila, spannar frá endurreisn til nútímatónlistar, og tónlistin er ýmist umskrifuð frá öðrum hljóðfærum eða […]
Festival of the Violin / HIMA 9. júní kl. 20 í Norræna húsinu REFLECTIONS ,, Töfrandi fiðlusnillingur” (The Washington Post) Þriðjudagskvöldið 9. júní kl. 20 mun Eric Silberger fiðluleikari leika dagskrá fyrir einleiksfiðlu í sal Norræna hússins. Tónleikarnir eru aðrir í tónleikaröð hans Festival of the Violin þar sem hann hyggst setja met í flutningi […]
Soffía Björg er ung og upprennandi tónskáld og söngkona. Hún mun hefja Pikknikk tónleikaröðina í ár. Soffía mun gefa út sína fyrstu sólóplötu í sumar og mun flytja efni af henni. Pikknikktónleikarnir fara fram á sunnudögum kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis. Gestum er heimilt að taka með veitingar af Aalto bistró og njóta úti í […]
Vaaler Sangforening heldur kórtónleika í sal Norræna hússins föstudaginn 26. júní frá kl. 16 til 17. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Djasstríóið huggulega, Trio Nor, mun spila á Pikknikk tónleikum í gróðurhúsinu 16.ágúst kl. 15:00. Ókeypis aðgangur, allir velkomnir.
12. febrúar næstkomandi stendur Söngskóli Sigurðar Demetz fyrir Masterklass í Norræna húsinu fyrir nemendur skólans en þar mun hin heimsþekkta söngkona Maria Lyudko leiðbeina nemendum skólans. Maria mun einnig gefa kost á einkatímum fyrir söngvara. Maria Lyudko er fædd í Pétursborg í Rússlandi og hóf tónlistarnám sitt fjögurra ára gömul. Hún stóð fyrst á sviði […]
Myndbreyting opnar þann 22. janúar í Norræna húsinu og stendur til 15. febrúar 2015. Sýningin er hluti af 700IS Hreindýralandi vídeólistahátíð. Hreindýraland kynnir samtíma vídeólist frá norðurlöndum og víðar og vettvangur umræðu um vídeólist í dag. www.700.is Listamenn sem sýna: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Haraldur Karlsson, Hrafnkell Sigurðsson, Jóhan Martin Christiansen (FO), Amalie Smith (DK), Maj […]
HREYFIAFL MYRKURS Í NORÐRINU NÁTTÚRULEGT TILBÚIÐ MENNINGARLEGT ÞVERFAGLEGUR LISTA- OG FRÆÐIVIÐBURÐUR 26-28. FEBRÚAR, 2015 REYKJAVÍK Sameinuðu Þjóðirnar hafa útnefnt árið 2015 sem Alþjóðlegt ár ljóssins. Því viljum við kanna óendanlegar kóreógrafíur myrkurs og ljóss sem hafa áhrif á hversdagslíf íbúa Norðursins. Markmið þessa viðburðar er að draga saman ólík sjónarmið og skapa samtal milli mismunandi […]
Dagana 13. – 16. maí 2015 verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Norræna húsinu í Reykjavík á sviði listfræðarannsókna. Ráðstefnan er haldin af Norrænu listfræðanefndinni en í henni eiga sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnan er sú ellefta í röðinni og ber heitið NORDIK XI, en rúm 30 ár eru frá því að fyrsta NORDIK listfræðiráðstefnan […]
Við breytum opnunartíma bókasafnins frá og með 1.júní – 31.ágúst. Opnunartíminn verður þá: Mánudaga – föstudaga kl. 10:00 – 17:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 – 17:00 Gleðilegan sumarlestur!
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hefur nú boðað til þingkosninga í landinu 18. júní. Snörp og spennandi kosningabarátta er í vændum þar sem mjótt er á munum milli fylkinga hægri og vinstri manna. Norðurlönd í fókus, ásamt samstarfsaðilum, boða til hádegisfundar um kosningarnar í Norræna húsinu, miðvikudaginn 3. júní kl. 12-13:15. Sigurður Ólafsson, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri […]
RIFF og Norræna húsið eiga sameiginlega sögu síðan 2007. Í Norræna húsinu hafa margir af eftirminnilegustu viðbuðrum RIFF farið fram. Talent Lab smiðjan fer ávallt fram í Norræna húsinu og húsið hefur einnig verið nýtt í sýningar á myndum og aðra viðburði tengda RIFF. Kynnið ykkur alla dagskrána á www.riff.is Í ár fer RIFF fram […]
Norræna húsið er svo sannarlega hús bókmenntanna. Löng hefð er fyrir bókmenntaviðburðum í húsinu og er húsið gestgjafi bæði fyrir Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík sem og Alþjóðlega barnabókmenntahátíð í Reykjavík, Mýrina. Í vetur munum við bjóða upp á höfundakvöld fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Við munum bjóða þekktum rithöfundum frá Norðurlöndunum og mun hver viðburður […]
Norræna Húsið í Reykjavik er hannað af einum af merkustu arkitektum 20.aldarinnar, finnska arkitektinum Alvar Aalto. Aalto hannaði sem kunnugt er ekki einvörðungu byggingar, heldur einnig innréttingar, húsgögn, lampa, hurðarhúna og flest annað sem í byggingunum er, auk þess að skipuleggja umhverfi bygginga sinna með innblástur úr náttúru og landslagi á hverjum stað. Norræna Húsið […]
Öllum tónleikunum verður streymt hér á síðunni. Norræna húsið býður að venju upp á öðruvísi utandagskrá á Iceland Airwaves. Nokkrar áhugaverðustu hljómsveitir norðursins munu að þessu sinni leika í nýju og sérhönnuðu tónlistarrými í kjallara Norræna hússins. Tónleikasalinn höfum við valið að kalla Svarta boxið. Verið velkomin á fjölbreytta dagskrá þar sem tónlistin og nálægð við listafólkið […]
Gítartríó Kaupmannahafnar skipa Niklas Johansen, Simon Oddershede og Søren Eriksen. Þeir eru allir nemendur Jesper Sivebæk og Lars Trier við Konunglega Danska Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Tríóið var stofnað 2009 og hafa þeir haldið tónleika í Danmörku, Svíþjóð og á Spáni. Efniskrá þeirra er fjölbreytileg og leggja þeir áherslu á nýja danska tónlist, ásamt verkum frá […]
Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur að jafnaði verið haldin annað hvert ár og fer hún fram í annarri vikunni í september. Hún er haldin í Norræna húsinu, Iðnó og á fleiri stöðum og eru viðburðir fjölbreyttir: upplestrar, viðtöl, málþing, ráðstefnur og bókaball. Ókeypis er inn á alla viðburði, nema annað sé tekið fram. Á Bókmenntahátíð í […]
Pikknikktónleikaröð Norræna hússins hefst 21.júní og fer fram í gróðurhúsi Norræna hússins. Allir tónleikar fara fram kl. 15:00 og er frítt inn. Hægt er að versla veitingar af AALTO bistro og taka með sér út. 21. júní 28. júní 5. júlí 12. júlí 19. júlí 26. júlí 9. ágúst 16. ágúst
Klassík í Vatnsmýrinni 2015 í Norræna húsinu 10.júní 2015 kl. 20:00 MARKO OG MARTTI Marko Ylönen, selló Martti Rautio, píanó Aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 10. júní klukkan 20:00. Við fáum til okkar góða gesti frá Finnlandi, þá Marko Ylönen, sellóleikara og Martti Rautio, píanóleikara. Þessir tveir eru í fremstu […]
Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat […]
Norræna húsið hefur lagt metnað sinn í að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir börn á bóksafninu en þar er að finna litríkt úrval af bókum fyrir börn og unglinga. Norræna húsið hefur sömuleiðis lagt áherslu á að bjóða upp á gæðaviðburði fyrir börn allt árið um kring. Dæmi um viðburði eru Sáum sjáum og smökkum, Airwaves […]
Norræna húsið hefur hafið samstarf við veisluþjónustuna Nomy og fer öll pöntun á mat og drykk fyrir fundi og ráðstefnur í gegnum síðuna nomy.is Nomy sækir innblástur frá árstíðabundnu hráefni þar sem ferskleiki, hollusta og bragðgæði leika lausum hala.
Bókasafn Norræna hússins er almenningsbókasafn og öllum opið. Bókasafnið hóf starfsemi árið 1969, ári eftir að húsið var vígt. Sérstaða safnins er að þar er eingöngu að finna bókmenntir á norðurlandamálum eftir norræna höfunda, en þó ekki á íslensku nema þýðingar yfir á annað norðurlandamál. Í safninu eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn og fullorðna, […]
Norræna húsið í Reykjavík var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipulagt margvíslega menningarviðburði og sýningar.
Norræna húsið auglýsir eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi (75%) Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt […]