Kvikmyndahátíð í Reykjavík

RIFF encourages the interaction of film with other art forms by organizing concerts, photo exhibitions and more.


RIFF og Norræna húsið eiga sameiginlega sögu síðan 2007. Í Norræna húsinu hafa margir af eftirminnilegustu viðbuðrum RIFF farið fram. Talent Lab smiðjan fer ávallt fram í Norræna húsinu og húsið hefur einnig verið nýtt í sýningar á myndum og aðra viðburði tengda RIFF.

Kynnið ykkur alla dagskrána á www.riff.is

Í ár fer RIFF fram 24.september – 4.október.

SHORT FILM SCREENINGS

Erlendra stuttmyndir / International shorts
25. september 16-18
Auditorium
1.400isk

A CONFESSION / JÁTNINGIN
Leyndardómsfullur og skemmdur ungur maður verður að játa hræðilega synd.
// A mysterious and damaged young man must confess a terrible sin.

APRIL’S FOOLS / APRÍLGABB
Gamalt myndband sýnir prakkarastrik sem fór úr böndunum. Uppljóstrunin setur óvænt af stað leit að bæði prakkaranum og kvikmyndatökumanninum.
// An old tape reveals a practical joke that went terribly wrong. The revelation leads to an unexpected search for both prankster and filmmaker.

ASTRONAUTS / GEIMFARAR / DIE RAUMFAHRER
Ástarsaga um hrifningu og höfnun. Um reglu og óreglu. Um eyðileggingu og sjálfseyðingu.
// A tale of attraction and rejection. A parable of chaos and cosmos. A love story between destruction and self-destruction.

UNLEADED / BLÝLAUST / SANS PLOMB
Lífið gengur sinn vanagang í Québec borg. Nema hjá einum manni sem er með einfalda hugmynd sem mun breyta olíuiðnaðinum að eilífu.
// Business as usual in Québec City. Except for one man, who has a simple plan to change the oil industry forever.

GERMAN SHEPHERD / ÞÝSKUR FJÁRHUNDUR
David er gyðingur sem ólst upp í Baltimore. Hann spyr hversu tilbúin við séum til að fyrirgefa óbærileg illvirki.
// As a Jew growing up in Baltimore, David asks what capacity we have to forgive unimaginable evil acts.

WHEN I CLOSE MY EYES / ÞEGAR ÉG LOKA AUGUNUM / LE PLI DANS L’ESPACE
Allison er skilnaðarbarn. Þegar móðir hennar flytur finnst henni hún föst í kverk milli fortíðar og nútíðar.
// Allison’s parents are divorced. When her mother moves house, she finds herself in a fold between past and present.

MIKE
Mike er fýldur táningur sem þarf að fylgja litla bróður sínum í klippingu. Þegar ekkert bólar á honum verður Mike áhyggjufullur og ákveður að leita að honum.
//Mike, a sulky teenager, has to do take his little brother to the hairdresser. When he takes too long, Mike decides to go and look for him.

Grænlenskar og færeyskar myndir
30. september 16-18
2. október 16-18
Auditorium
1.400isk

FALLING ANGELS / FALLNIR ENGLAR / SUM EINGLAR VIT FALLA
Maria Winther Olsen

SEKT / SKULD
Heidrik á Heygum

ONCE THE ICE MELTS / ÞEGAR ÍSINN BRÁÐNAR
Egill Bjarnason

DARK SIDE OF THE MIND / INNRI MYRKUR / TAARSIARTULERNERUP TOQQORTAI
Minik Bidstrup Petersen

HALF & HALF / HÉR OG ÞAR
Aka Hansen

Einnar mínútu myndir / One Minute Films:
3. október 15:30-16:45
Auditorium

RIFF er í samstarfi við hollensku samtökin The One Minutes. The One Minutes hefur verið pallborð fyrir yfir tíu þúsund myndir frá fólki af 120 þjóðernum frá stofnun samtakanna árið 1998. The One Minutes gefa út seríur með einnar mínútu myndum í hverjum mánuði. Frá árinu 2002 hefur The One Minutes Jr. haldið námskeið í einnar mínútu myndagerð fyrir börn umhverfis heiminn í samvinnu við Unicef. RIFF leggur áherslu á að sýna einnar mínútu myndir ásamt því að halda námskeið, og árlega keppni, í gerð slíkra mynda.

RIFF is glad to collaborate with The One Minutes. The One Minutes started in 1998 as an experiment at Sandberg Instituut and grew into a worldwide platform with an archive containing over 10.000 films from makers of over 120 different nationalities. The One Minutes publishes a series of One Minute films every month, inviting a guest artist to conceive and curate a series. In 2002, The One Minutes Jr. was initiated. In collaboration with Unicef they organise workshops for youngsters all over the world.