Soffía Björg

Pikknikk tónleikaröðin er hugljúf tónleikaröð sem fer fram í gróðurhúsi Norræna hússins.


15:00

Soffía Björg er ung og upprennandi tónskáld og söngkona. Hún mun hefja Pikknikk tónleikaröðina í ár. Soffía mun gefa út sína fyrstu sólóplötu í sumar og mun flytja efni af henni. Pikknikktónleikarnir fara fram á sunnudögum kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis. Gestum er heimilt að taka með veitingar af Aalto bistró og njóta úti í gróðurhúsi.

Hér er hægt að kynna sér tónlist Soffíu Bjargar http://soundcloud.com/soffiabjorg