Gítartríó Kaupmannahafnar
16:00
Gítartríó Kaupmannahafnar skipa Niklas Johansen, Simon Oddershede og Søren Eriksen. Þeir eru allir nemendur Jesper Sivebæk og Lars Trier við Konunglega Danska Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Tríóið var stofnað 2009 og hafa þeir haldið tónleika í Danmörku, Svíþjóð og á Spáni. Efniskrá þeirra er fjölbreytileg og leggja þeir áherslu á nýja danska tónlist, ásamt verkum frá ólíkum tímum tónlistarsögunnar.
Tónleikar Tríó Kaupmannahafnar er liður í samstarfi þeirra við Hið Íslenska Gítartríó, sem gengur út á gagnkvæmar heimsóknir með tónleikum á Íslandi og í Danmörku. Þannig mun Hið Íslenska Gítartríó endgjalda þessa heimsókn í kjölfarið. Hluti efnisskrár hvors tríós verða dönsk og íslensk samtímaverk og einnig munu tríóin leika saman.
Tónleikarnir verða 17. október klukkan 16:00 í Norræna húsinu.
http://www.copenhagenguitartrio.dk