Höfundakvöld

Næsta vetur munum við bjóða þér á stefnumót með fremstu höfundum Norðurlandanna. Sjáumst!


Norræna húsið er svo sannarlega hús bókmenntanna. Löng hefð er fyrir bókmenntaviðburðum í húsinu og er húsið gestgjafi bæði fyrir Alþjóðlega bókmenntahátíð í Reykjavík sem og Alþjóðlega barnabókmenntahátíð í Reykjavík, Mýrina.

Í vetur munum við bjóða upp á höfundakvöld fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Við munum bjóða þekktum rithöfundum frá Norðurlöndunum og mun hver viðburður hafa sitt eigið snið en snýst þó ætíð um stefnumót lesenda og höfunda.

Fyrir hvern viðburð munum við hita upp og geta þá áhugasamir lesendur rætt höfundaverk höfundarins og undirbúið sem með lesklúbbi Norræna hússins.