Laus störf

Norræna húsið auglýsir eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi (75%)

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

Norræna húsið auglýsir eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi (75%)

Ert þú einstaklingurinn sem við leitum að?

Leitað er að bókasafns- og upplýsingafræðingi í 75% stöðu, með skráningarheimild og reynslu af skráningu í Gegni.  Gerð er krafa um góða kunnáttu í sænsku, dönsku eða norsku ásamt góðri kunnáttu í íslensku og ensku.   Við leitum að sjálfstæðum og nákvæmum einstaklingi með góða samskiptahæfni, ásamt því að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og verkefnum.

Helstu viðfangsefni:

  • Skráning norrænna safngagna í Gegni
  • Almenn störf í bókasafninu eftir þörfum
  • Vinna við skjalasafn Norræna hússins

Umsóknir skulu fylltar út á www.norden.org

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2016.  Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, eða norsku.

Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings í fjögur ár í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjármálaráðuneytis.

Umsjón með ráðningu hefur Margrét I. Ásgeirsdóttir, yfirbókavörður, og veitir hún upplýsingar um starfið í síma 551-7092 eða í gegnum netfangið margret@nordichouse.is

Ekki er tekið á móti umsóknum sem sendar eru á netfangið.

Upplýsingar um Norræna húsið má finna á www.norraenahusid.is

Skoða umsóknareyðublaðið