REFLECTIONS

Festival of the Violin / HIMA


20:00

Festival of the Violin / HIMA

9. júní kl. 20 í Norræna húsinu
REFLECTIONS

,, Töfrandi fiðlusnillingur” (The Washington Post)

Þriðjudagskvöldið 9. júní kl. 20 mun Eric Silberger fiðluleikari leika dagskrá fyrir einleiksfiðlu í sal Norræna hússins. Tónleikarnir eru aðrir í tónleikaröð hans Festival of the Violin þar sem hann hyggst setja met í flutningi tónverka fyrir einleiksfiðlu, einskonar fiðlumaraþon. Á tónleikunum í Norræna húsinu leikur hann einleikssónötu Bachs í C dúr, partítu í h moll, þrjár einleiksónótur eftir Ernst og þrjár etýður eftir Ysaÿe. Aðrir tónleikar hátíðarinnar fara fram í Hörpu og Mengi í samstarfi við Alþjóðlegu tónlistarakademíuna í Hörpu og Reykjavík Midsummer Music.

Fiðlusnillingurinn Eric Silberger er vinningshafi XIV alþjóðlegu Tchaikovsky tónlistarkeppninnar and the Michael Hill alþjóðlegu fiðlukeppninnar árið 2011. Eric er fæddur inn í tónlistarfjölskyldu og er af fimmta ættlið tónlistarmanna, en hann hóf fiðlunám hjá móður sinni fimm ára gamall. Flutningi hans hefur verið lýst af gagnrýnendum sem ,,kitlandi og undraverðum” (The Guardian), ,, töfrandi fiðlusnillingi” (The Washington Post) og ,,leiftrandi” (DC Theatre Scene).

Eric hefur komið fram sem einleikari og spilað kammertónlist víða í heiminum og gjörvöllum Bandaríkjunum.