Meistaraverk Aalto

Verið velkomin á opnun sýningar 25. júní kl. 17:00. Einstakt tækifæri til að fá tilfinningu fyrir sögu Norræna hússins!


Norræna Húsið í Reykjavik er hannað af einum af merkustu arkitektum 20.aldarinnar, finnska arkitektinum Alvar Aalto. Aalto hannaði sem kunnugt er ekki einvörðungu byggingar, heldur einnig innréttingar, húsgögn, lampa, hurðarhúna og flest annað sem í byggingunum er, auk þess að skipuleggja umhverfi bygginga sinna með innblástur úr náttúru og landslagi á hverjum stað. Norræna Húsið er eitt af fáum byggingum Aaltos utan heimalands hans og þykir mikil perla af hans hálfu. Húsið er eitt af síðustu verkum Aalto og sérstakt að því leytinu að þar leiðir hann saman fagurfræði frá fyrstu skrefum sínum undir formerkjum hins alþjóðlega eða hvíta módernisma og fullþroskaða, persónulega nálgun með lífrænum formum og rými í staðbundinn eða ljóðrænan módernisma. Norræna Húsið er lítið meistaraverk í sjálfu sér, og sköpun þess er eitt fegursta sameiningartákn norræns samstarfs og menningar.

Á Jónsmessu – eða því sem næst – verður opnuð sýning á hönnun Aalto sem finna má í Norræna Húsinu í Reykjavík, sem sett eru í stærra samhengi annarra verka hans, auk valinna listaverka eftir norræna listamenn í eigu hússins.