Höfundakvöld með Erik Skyum-Nielsen

Erik Skyum-Nielsen

 Í Norræna húsinu miðvikudaginn 3. október 2018 kl. 19.30. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Í tengslum við 100 ára afmæli Íslands sem fullvalda ríkis verður áherslan þetta kvöld lögð á nýlegar danskar og íslenskar fagurbókmenntir. Samtalið mun meðal annars varpa ljósi á líkindi bókmenntastrauma og frásagnarhefða landanna tveggja en einnig hvar munurinn liggur, sem og menningartengsl […]

Höfundakvöld með Josefine Klougart

Josefine Klougart

Höfundakvöld með Josefine Klougart í Norræna húsinu miðvikudaginn 5. september 2018 kl. 19.30. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Hér fyrir neðan getur þú fylgst með streymi viðburðarins. Josefine Klougart (fædd 1985) lærði listasögu og bókmenntafræði og er einnig útskrifuð frá Forfatterskolen, þar sem hún starfar við kennslu. Hún hefur verið gestaprófessor við háskólann í Bern, er […]

Laugardagstónleikar með grænlenskum vísum

Tónleikar: Grænlenskar vísur Døgninstitution Pilutaq frá Sisimiut býður alla velkomna á tónleika med grænlenskum þjóðlaga vísum í Norræna húsinu 28. júlí kl. 14. Tónleikarnir eru ókeypis og eru allir velkomnir. Þegar Pilutaq fara í ferðalag þá skipuleggja þær tónleika og hafa spilað víðsvegar á Grænlandi og á öðrum norðurlöndum t.d. í Grænlenska húsinu í Kaupmannahöfn, […]

Til róttækrar skoðunar – Afmælismálstofa Ögmundar Jónassonar

Boðið er til opinnar afmælismálstofu Ögmundar Jónassonar þriðjudaginn þann 17. júlí frá kl. 14-16 í Norræna húsinu. Málstofan fer fram á ensku vegna erlendra gesta og verður spurt: Do we need to reinvent society? Á meðal þátttakenda má nefna Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Allyson Pollock og Havin Guenser. Síðar um daginn, kl. 17, er boðið til […]

Kvartett Sölva Kolbeinssonar

Miðasala Kvartett Sölva Kolbeinssonar heldur tónleika í Norræna húsinu miðvikudaginn þann 22. ágúst kl. 20.00. Aðgangur er 2000 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is    Sölvi Kolbeinsson er ungur tónlistarmaður búsettur í Berlín þar sem hann stundar nám við Jazz-Institut Berlin. Kvartettinn er nýtt alþjóðlegt verkefni sem sameinar tengls […]

Masterclass og vinnustofa í kammermúsík – Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu

Harpa International Music Academy / Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu Masterclass og vinnustofa í kammermúsík  Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!   Judith Ingolfsson er einn þekktasti fiðluleikari Íslendinga. Árið 1998 vann hún til gullverðlauna í hinni heimsþekktu Indianapolis fiðlukeppni og hefur síðan þá komið fram í bestu tónleikasölum heims. Vladimir Stoupel er einstaklega fjölhæfur píanóleikari sem […]

Námskeið og masterclass með Sigyn Fossnes – Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu

Harpa International Music Academy / Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu Sigyn Fossnes: Teaching Talent Námskeið og masterclass. Aðgangur er ókeypis!   Sigyn Fossnes er margverðlaunaður norskur fiðluleikari. Hún hefur víðtæka reynslu sem kennari og sérhæfir sig í kennslu ungra og hæfileikaríkra fiðlunemenda við hinn virta Barratt-Due tónlistarháskóla í Osló og hafa margir nemendur hennar unnið til […]

Kennaratónleikar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu heldur kennaratónleika í sal Norræna hússins 10. júlí kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir! Kennarar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu eru í fremstu röð íslenskra og erlendra hljóðfæraleikara, og eru sumir þeirra prófessorar við virta tónlistarháskóla eða leiðarar í sinfóníuhljómsveitum. Á þessum tónleikum munu kennararnir miðla af list sinni með […]

Barnabókaflóðið/ Opnað aftur í breyttri mynd

Barnabókaflóðið silgdi inn á Barnabókasafn Norræna hússins Við höfum opnað á ný Barnabókaflóðið, nú í breyttri mynd á barnabókasafninu okkar. Verið öll hjartanlega velkomin. Ath. Lokað helgina 11-12 maí vegna Umhverfishátíðar.  Barnabókaflóðið er ævintýraleg gagnvirk sýning fyrir börn á aldrinum 5-11 ára Sýningin er opin alla virka daga frá 13-17 helgar 10-17 Aðgangur er ókeypis  […]

Tónleikar með píanóleikaranum Mark Damisch

Tónleikar með píanóleikaranum Mark Damisch í Norræna húsinu föstudagskvöldið 3. ágúst kl. 20 Þetta er í annað sinn sem Mark Damisch heimsækir Norræna húsið og spilar fyrir gesti. Tónleikarnir eru ókeypis og eru allir velkomnir. Mark Damisch er bandarískur píanóleikari. Hann byrjaði tónlistarmenntun sína á orgeli í tónlistarháskólanum í Evanston þegar hann var aðeins fjögura ára. […]

Volund – Tónleikar kórsins Vilda Fåglar frá Gotlandi

Tónleikar kórsins Vilda Fåglar frá Gotlandi fara fram í Norræna húsinu 9. júlí kl. 20 Kórinn Vilda Fåglar frá Gotlandi í Svíþjóð flýgur til Íslands í sumar. Þrettán Gotlendingar munu flytja gotlenska verkið Volund (Völundarkviðu) sem er leikrænt kórverk í þjóðlegum stíl. Verkið byggir á ævafornri frásögn sem tengir saman Ísland og Gotland. Eva Sjöstrand […]

Breytt öryggisumhverfi smáríkja

Breytt öryggisumhverfi smáríkja Alþjóðleg ráðstefna Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Þriðjudaginn 26. júní, klukkan 08:30-17:45 í Norræna húsinu. Á þessari ráðstefnu verður fjallað um varnar- og öryggismál smáríkja. Sérstaklega verður rætt um áskoranir og stefnu smáríkja í NATO, Austur-Evrópu, Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og Eyjaálfu. Þátttakendur koma frá 15 löndum í 4 heimsálfum. Meðal umfjöllunarefna verða […]

50 minningar – Sögusýning Norræna hússins

Sögusýningin 50 minningar stiklar á stóru úr viðburðarríkri sögu Norræna hússins síðustu 50 árin. Norræna húsið í Reykjavík var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku […]

50 ára afmæli Norræna hússins

Norræna húsið fagnar 50 ára starfsafmæli sínu í ár og mun af gefnu tilefni bjóða landsmönnum í sannkallaða norræna menningarveislu laugardaginn  25. ágúst 2018 Boðið verður upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna með leikjum, lifandi tónlist, sánabaði, sögusýningu, matar smakki og margt margt fleira. Um kvöldið verður boðið upp á útitónleika með grænlensku popphljómsveitinni Nanook og […]

Ferðir Johannesar Larsen um íslenskar söguslóðir – Heimildarmynd

Heimildarmynd um ferðir danska málarans Johannesar Larsen um íslenskar söguslóðir verður synd 21. júní kl. 20:00 í Norræna húsinu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Ath. að viðburðurinn fer fram á dönsku. Danski kvikmyndasmiðurinn Erik Skibsted hefur nú í samvinnu við rithöf­undinn Vibeke Nør­gaard Nielsen lokið gerð fallegrar heimildar­myndar um ferðir listmálarans Johannesar Larsen um slóðir Íslendinga […]

Hannað fyrir framtíðina – Ville Kokkonen

Málþing um nýjungar og stefnur í innanhúshönnun séðar frá sjónarhorni hönnuða og hönnunarkennslu.  Á málþinginu verður lögð áhersla á sjálfbærar lausnir og framtíðarsýn í hönnun sem auknar lífstílsbreytingar kalla á óðfluga. Heiðursgestur málþingsins er finnski iðnhönnuðurinn Ville Kokkonen (1975) sem á að baki glæstan feril við hönnun og hefur starfað með leiðandi norrænum vörumerkjum á við Artek, […]

Hversdagslega prinsessan

Á tímum væntinga, takmarkanna, álfa, dreka, drauma og skemmtilegra söguþráða reynir ein og ósköp venjuleg prinsessa að finna sitt ævintýri. Einleikur: Alexandra Ekelöf frá Svíþjóð leikur 30 hlutverk. Fyrir 13 ára og eldri Tími: 1 klst. Tungumál: enska   Miðasala fer fram við dyrnar. Aðgangur er 1500 kr. 1000 kr fyrir 0-18 ára eða nemendur. […]

Hversdagslega prinsessan

Á tímum væntinga, takmarkanna, álfa, dreka, drauma og skemmtilegra söguþráða reynir ein og ósköp venjuleg prinsessa að finna sitt ævintýri. Einleikur: Alexandra Ekelöf frá Svíþjóð leikur 30 hlutverk. Fyrir 13 ára og eldri Tími: 1 klst. Tungumál: enska   Miðasala fer fram við dyrnar. Aðgangur er 1500 kr. 1000 kr fyrir 0-18 ára eða nemendur. […]

Hversdagslega prinsessan

Á tímum væntinga, takmarkanna, álfa, dreka, drauma og skemmtilegra söguþráða reynir ein og ósköp venjuleg prinsessa að finna sitt ævintýri. Einleikur: Alexandra Ekelöf frá Svíþjóð leikur 30 hlutverk. Fyrir 13 ára og eldri Tími: 1 klst. Tungumál: enska Miðasala fer fram við dyrnar. Aðgangur er 1500 kr. 1000 kr fyrir 0-18 ára eða nemendur. Reykjavík […]

Hversdagslega prinsessan

Á tímum væntinga, takmarkanna, álfa, dreka, drauma og skemmtilegra söguþráða reynir ein og ósköp venjuleg prinsessa að finna sitt ævintýri. Einleikur: Alexandra Ekelöf frá Svíþjóð leikur 30 hlutverk. Fyrir 13 ára og eldri Tími: 1 klst. Tungumál: enska   Miðasala fer fram við dyrnar. Aðgangur er 1500 kr. 1000 kr fyrir 0-18 ára eða nemendur. […]

The Sagas in Comics: Valhalla and Vinland Saga

Valhalla og Vinland Saga: Kvölddagskrá um norrænar miðaldabókmenntir og nýlegar teiknimyndasögur. Gestir Henning Kure frá Danmörku og Makoto Yukimura frá Japan. Viðburðurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Dagskráin er hluti af Manga-hátíð í Reykjavík sem Borgarbókasafnið, Norræna húsið og námsgrein í japönsku við Háskóla Íslands standa að ásamt fleiri aðilum.   Norrænar […]

ARABÍSK MATARVEISLA

Arabísk matarveisla með arabískum gestum og Sveini Kjartanssyni verður haldin í Norræna húsinu 16. júní kl. 18:00. Komið og bragðið á ekta arabískum mat í góðum félagsskap. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Vinsamlegast ath! þetta er ókeypis viðburður og maturinn verður undirbúinn af sjálfboðaliðum. við munum geta boðið um 100 manns í húsið, pláss […]

Tónleikar: Flamenco gítarleikarinn Reynir Hauksson

Flamenco gítarleikarinn Reynir Hauksson kemur fram í Norræna húsinu laugardaginn 2. júní kl. 21:00 Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð hans um Ísland í byrjun sumars. Samtals verða þetta sex tónleikar á jafnmörgum stöðum á Vestur- og Suðvesturlandi. Reynir býr í Granada, Spáni og starfar þar sem Flamenco gítarleikari. Það heyrir til tíðinda að Flamenco tónlist […]

Strilaringen – Þjóðdansar frá Noregi

Miðvikudaginn 30. maí býður Norræna húsið til þjóðdansakvölds þar sem Norski þjóðdansahópurinn Strilingen mun skemmta gestum með tónlist og dansi. Viðburðurinn hefst kl. 19 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Viðburðurinn fer fram á ensku og norsku. Norski þjóðdansahópurinn Strilaringen kemur frá vesturhluta Noregs eða rétt fyrir norðan Bergen. Hópurinn hefur ferðast í nokkurn tíma […]

Myndlist í anddyrinu – „Síðustu forvöð að sjá“

Málverkasýningin „Síðustu forvöð að sjá“ eftir Berglindi Svavarsdóttur opnar í Norræna húsinu 14. juní 2018. Nýjustu verk Berglindar Svavarsdóttur eru unnin með vatnslitum og akríllitum á pappír og á striga. Þau sækja innblástur sinn annars vegar af því sem fyrir augu ber í daglegu lífi og hins vegar af ímynduðu umhverfi sem á rætur sínar […]

Þjóðhátíðardagur Noregs 17. maí 2018

Þjóðhátíðardagur Noregs 17. maí 2018 Nordmannslaget býður til hátíðar í Norræna húsinu í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna þann 17. maí 2018. Dagskráin í Norræna húsinu hefst kl. 11:00 og lýkur kl.13:30 með marseringu að Dómkirkjunni undir dynjandi lúðrablæstri Skólahljómsveitar Kópavogs. Í Norræna húsinu verða til sölu pylsur, ís, gos og kaffi. Velkomnir allir Norðmenn og aðrir […]

Frumbyggjar á norðurslóðum: Samræður um sjálfbær samfélög

Frumbyggjar á norðurslóðum: Samræður um sjálfbær samfélög Opið málþing á vegum utanríkisráðuneytisins, Norðurslóðanets Íslands og Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands, þriðjudaginn 15. maí frá 14:00-16:45 í Norræna húsinu. Staða frumbyggja innan Norðurskautsráðsins er sterk en sex samtök þeirra eiga aðild að ráðinu. Það eru Aleut International Association (AIA); Arctic Athabaskan Council (AAC); Gwich‘in Council […]

Malin G Thunell (SE) – Pikknikk tónleikar

Malin G Thunell er hæfileikaríkur söngvari og tónskáld sem hefur aðallega verið að fást við þjóðlagatónlist. Með heiðarleika og forvitni að leiðarljósi tvinnar hún saman sænskri þjóðsöngvahefð og nýjum hljómum. Malin hefur einnig verið að fást við tækni og nýtir sér margskonar leiðir til að flytja tónlist sína. Eins og með því að nota rödd […]

Nightjar (SE) – Pikknikk tónleikar

Nightjar er dúó frá Bretlandi/Tyrklandi sem spilar blöndu af tyrkneskri klassískri tónlist og vestrænu poppi. Hljómsveitin var stofnuð í Malmö/Lund í Svíþjóð og spilaði með tónlistarmönnum víða um heim áður hún ákvað að vera dúó. Náttfarinn (e. the nightjar) er gestur frá suðrænum löndum sem vakir á nóttinni sem er lýsandi fyrir bakgrunn og áhugamál dúósins, […]

Flekar – Pikknikk tónleikar

Flekar er hljómsveit þriggja drengja sem semja tónlist svipað og „bútasaumsteppi“. Tónlistin er óhefðbundin og liggur mitt á milli þess að vera þjóðlagatónlist og sýrupopp. Í stuttu máli: þú vilt ekki missa af þessum tónleikum Fleka. Flekar er ný hljómsveit og fyrsta platan er á leiðinni. Hlusta Viðburðurinn er á facebook hér. Norræna húsið opnar glerdyrnar […]

Silja Rós – Pikknikk tónleikar

Silja Rós er söngkona, lagahöfundur og leikkona. Silja Rós gaf út sína fyrstu plötu Silence sumarið 2017 sem fékk góðar viðtökur. Fyrsta plata Silju Rósar verður í forgrunni á tónleikunum ásamt glænýju frumsömdu efni. Tónlist Silju Rósar er draumkennd og djass-skotin blanda af folk og ballöðukenndu popprokki. Við hlið Silju Rósar verður gítarleikarinn Magnús Orri Dagsson. […]

Snorri Helgason – Pikknikk tónleikar

Söngva- og lagasmiðurinn Snorri Helgason frá Reykjavík hefur gegnt mikilvægu hlutverki á tónlistarsenu landsins síðan hann var tvítugur. Núna er Snorri á þrítugsaldri og semur þjóðlagatónlist sem hann hefur þróað síðan fyrri hljómsveit hans Sprengjuhöllin lagði upp laupana. Snorri semur djúphugul þjóðlög, hresst popp, rólegar ballöður og jafnvel eitt og annað fönk. Viðburðurinn er á […]

Ösp Eldjárn – Pikknikk tónleikar

Ösp Eldjárn var alin upp í fallegum dal á norðurlandi af tónlistarunnandi foreldrum. Ösp fær innblástur úr fallegri íslenskri söngvahefð sem einkennist bæði af hrárri fegurð og tilfinningalegum krafti. Hún hefur tök á bæði hinu storbrotna og hinu innhverfa, og tilfinnaríka rödd hennar fær góðan stuðning frá skilningsríkri hljómsveit hennar. Plata hennar Tales from a Popular […]

Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Norræna hússins Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi. Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní – 15. ágúst.  […]

Heimsmynd Söguhrings kvenna

Heimsmynd Söguhrings kvenna – í samstarfi við Listahátið í Reykjavík Afhjúpað verður nýtt verk sem byggir á heimsmynd fjölbreytts hóps kvenna. Það er saga á bak við hverja konu – og hvert listrænt tákn þeirra. Kynnist sköpunarferli Söguhrings kvenna þar sem listin er notuð sem sameiginlegt tungumál. Söguhringur kvenna er samstarf Borgarbókasafnsins og Samtaka kvenna […]

Listamannaspjall með Anssi Pulkkinen – Street View

Þann 5. júní kl. 17, fer fram listamannaspjall með Anssi Pulkkinen í tengslum við sýninguna Street View (enduruppsett) sem sýnd verður við Norræna húsið frá og með 4. júní 2018. Litið verður til verka og aðferða listamannsins ásamt því sem hann svarar spurningum áhorfenda. Viðburðurinn fer fram í hátíðarsal hússins og verður á ensku. Aðgangur […]

NÝTT ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Á BETRI STAÐ EÐA VIÐBYGGING VIÐ HRINGBRAUT ?

NÝTT ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Á BETRI STAÐ EÐA VIÐBYGGING VIÐ HRINGBRAUT ? – Hvað vinnst, hvað tapast?   Opinn fundur Samtaka um betri spítala á betri stað með fagfólki og fulltrúm stjórnmálaflokkanna í höfuðborginni. Föstudaginn 11. maí kl. 13:45 – 16:30 í Norræna húsinu   Hvernig á að velja stað fyrir þjóðarsjúkrahús? Tekur lengri tíma að byggja […]

Thomas Dybdahl – Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Vinsamlegast athugið! Það er uppselt á tónleikana. Norski söngvarinn og lagasmiðurinn Thomas Dybdahl semur rómantísk, innhverf og ævintýraleg lög. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 2000 og hefur síðan þá verið einn af vinsælustu tónlistarmönnum Noregs. Hann er vaxandi stjarna erlendis og tónleikarnir einstakt tækifæri til að sjá tónlistarmanninn á litlum og persónulegum […]

Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson – Tónleikaröð Norræna hússins

Miðasala Á nýútgefnum diski er nefnist Innst Inni spilar tónskáldið og flinki kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson með Eyþóri Gunnarssyni, sem er reyndur píanóleikari með meistaralegan áslátt. Platan var að mestu leyti spunnin – töfrar sem spretta upp þegar tveir sköpunarglaðir einstaklingar hittast. Það er eitthvað stórfenglegt við það að heyra Tómas og Eyþór spila djass […]

Myndlist í anddyrinu – Trekk pusten opp i det blå

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Trekk pusten opp i det blå eftir norsku listakonuna Hanne Grete Einarsen í anddyri Norræna hússins 16. maí kl. 17:00. Norræna húsið býður upp á léttar veitingar. Sýningin er lokahnykkur á löngu vinnuferli listakonunnar þar sem hún leitast við að endurspegla fundi við lífið og dauðann. Sýningin samanstendur af akríl […]