Volund – Tónleikar kórsins Vilda Fåglar frá Gotlandi


20:00

Tónleikar kórsins Vilda Fåglar frá Gotlandi fara fram í Norræna húsinu 9. júlí kl. 20

Kórinn Vilda Fåglar frá Gotlandi í Svíþjóð flýgur til Íslands í sumar. Þrettán Gotlendingar munu flytja gotlenska verkið Volund (Völundarkviðu) sem er leikrænt kórverk í þjóðlegum stíl. Verkið byggir á ævafornri frásögn sem tengir saman Ísland og Gotland. Eva Sjöstrand skrifaði textann við Jan Ekedahls lagasmíð og Mats Hallberg útsetti verkið fyrir kór.

Mynd: Tommy Söderlund

Rithöfundinum Evu Sjöstrand hefur verið boðið að koma á Þjóðlagahátíð á Siglufjörð til að tala um tengslin milli Íslands og Gotlands og einnig til að sýna verkið Völundarkviða sem sameinar Ísland og Gotland á sérstakan hátt. Það er eingöngu á Íslandi sem textarnir finnast, textarnir af gömlu sögunum sem fólk notaði til að túlka heiminn meðan myndirnar finnast á Gotlandi á okkar einstöku myndsteinum, myndir sem tákngera víkingatímann um allan heim.

Tólf þekktir gotlenskir kórsöngvarar, þar af fimm einsöngvarar, flytja verkið og stjórnandi er Maria Wessman Klintberg. Verkið verður flutt á sviði með kór og tónlistarmönnum undir leikstjórn Karin Kickan Holmberg. Sögumaður er Eva Sjöstrand og segir hún söguna á gautamáli, tungumál sem Íslendingar skilja. Í fyrirlestri mun hún segja frá ævafornum tengslum gautamáls og íslensku og bera saman hvað er líkt með þessum tungumálum. Einnig mun hún segja frá skáldinu Jökli Bárðarsyni og hvernig hann lét lífið á Gotlandi fyrir um 1000 árum en sagt er frá því í bók Evu Sjöstrand En gotländsk Edda. Kórinn mun þá syngja nokkrar vísur á gautamáli útsettar af Gustaf Larsson.

Ferð Vilda Fåglar til Íslands byrjar 6. júlí. Laugardaginn 7. júlí mun Eva Sjöstrand halda erindi á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og Völundarkviða verður síðan flutt í Siglufjarðarkirkju. Sunndaginn 8. júlí verður verkið flutt í Hvammstangakirkju og mánudaginn 9. júlí verður lokasýningin í Norræna húsinu í Reykjavík.

Miðsala við hurð, 1.500 kr.