Kvartett Sölva Kolbeinssonar


20:00

Miðasala

Kvartett Sölva Kolbeinssonar heldur tónleika í Norræna húsinu miðvikudaginn þann 22. ágúst kl. 20.00. Aðgangur er 2000 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is   

Sölvi Kolbeinsson er ungur tónlistarmaður búsettur í Berlín þar sem hann stundar nám við Jazz-Institut Berlin. Kvartettinn er nýtt alþjóðlegt verkefni sem sameinar tengls Sölva við tónlistarsenuna á Íslandi og í Berlín.

Kvartettinn skipa:

Sölvi Kolbeinsson (Ísland) – saxófónn
Mark Pringle (England) – píanó
Felix Henkelhausen (Þýskaland) – bassi
Magnús Trygvason Elíassen (Ísland) – trommur

Myndir: Álfheiður Erla, http://www.alfheidurerla.com

Sölvi kynntist enska píanóleikaranum Mark Pringle og þýska bassaleikaranum Felix Henkelhausen í Jazz-Institut Berlin eftir að hann hóf nám þar haustið 2015. Allt frá því hafa þeir unnið mikið saman í fjölbreyttum verkefnum. Sölvi og Felix spila saman í hljómsveitinni Volcano Bjorn sem hefur haldið fjölda tónleika í Þýskalandi auk þess að koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sumarið 2017. Sölvi og Mark hafa komið fram sem dúó, með kvintett Mark Pringle og kvintett Felix Henkelhausen í Berlín auk þess að hafa spilað saman í Finnlandi með kvartett enska bassaleikarans Hayden Prosser, Tether. Sölvi og Magnús kynntust í íslensku tónlistarsenunni og hafa unnið mikið saman síðustu ár. Þeir byrjuðu að spila saman sem dúó árið 2015 og hafa haldið fjölda tónleika á tónleikastaðnum Mengi.

Kvartettinn mun leika sína uppáhalds djassstandarda og gera þá að sínum, lög sem hafa orðið mikilvægur hluti af repertoire djasstónlistarmanna. Mörg af lögunum koma úr bandarískum söngleikjum en eru einnig lög eftir þekkta djasstónlistarmenn eins og Duke Ellington, Thelonious Monk og Miles Davis.