Breytt öryggisumhverfi smáríkja


08:30 - 17:45

Breytt öryggisumhverfi smáríkja

Alþjóðleg ráðstefna Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Þriðjudaginn 26. júní, klukkan 08:30-17:45 í Norræna húsinu.

Á þessari ráðstefnu verður fjallað um varnar- og öryggismál smáríkja. Sérstaklega verður rætt um áskoranir og stefnu smáríkja í NATO, Austur-Evrópu, Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og Eyjaálfu. Þátttakendur koma frá 15 löndum í 4 heimsálfum. Meðal umfjöllunarefna verða öryggismál á norðurslóðum, öryggi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, orkuöryggi og öryggi á hafi.

Ráðstefnan er hluti af, SSANSE, þriggja ára rannsóknaverkefni sem leitt er af Rannsóknasetri um smáríki við Háskóla Íslands og styrkt er af NATO. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess.

Dagskrá ráðstefnunnar er birt á heimasíðu Alþjóðamálastofnunar, www.ams.hi.is en þar hefur einnig verið opnað fyrir skráningu á ráðstefnuna.