50 minningar – Sögusýning Norræna hússins


Sögusýningin 50 minningar stiklar á stóru úr viðburðarríkri sögu Norræna hússins síðustu 50 árin.

Norræna húsið í Reykjavík var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipulagt margvíslega menningarviðburði og sýningar. Sem dæmi má nefna að hátíðirnar Bókmenntahátíð í Reykjavík og Listahátíð  Reykjavíkur eiga báðar uppruna sinn í Norræna húsinu. Síðan húsið var opnað hafa ófáir viðburðir, athafnir, fundir og sýningar farið fram undir stjórn 14 norrænna forstjóra. Í dag fara u.þ.b  400 viðburðir fram í húsinu á ári og heimsóknir 100.000.

Í Norræna húsinu er að finna einstakt bóksafn, sem lánar út bókmenntir eingöngu á norrænum tungumálum, barnabókasafn og leiksvæði fyrir börn, sýningarsali, tónleika/ fyrirlestrar/kvikmyndasal og veitingastaðinn Aalto Bistro.

Sýningin fer fram í Black Box Norræna hússins – Ókeypis aðgangur

 

Norræna húsið er hannað af Alvar Aalto. Sjá nánari upplýsingar um húsið hér