Norræna hús rásin
Bókmenntir
Norræna húsið er miðpunktur bókmenntaviðburða í Reykjavík og á Norðurlöndunum og er einnig aðsetur skrifstofustjóra Bókmenntaverðlauna Norurlandaráðs.
Löng hefð er fyrir bókmenntaviðburðum í Norræna húsinu og er nú orðið venja að bjóða breiðum hópi Norrænna og spennandi samtímahöfunda á mánaðarleg Höfundakvöld. Þau eru ávallt skipulögð í takt við þemu Norræna hússins að hverju sinni og talast þannig á við myndlistasýningar í Hvelfingu og aðra viðburði
í húsinu. Einnig eru skipulagðir þverfagurfræðilegar uppákomur á borð við PØLSE&POESI þar sem ljóðlestur og pulsuát er sameinað við miklar vinsældir.
Það eru ávallt sæti í boði fyrir áhorfendur á þessum viðburðum en það er líka hægt að njóta þeirra á netinu í gegnum beint streymi.