Topic: Bókmenntir

Litháísk sögustund

Baltnesk barnamenningarhátíð

Evelina Daciutè les úr bók sinni Refurinn í rólunni (enskur titill: The Fox on the Swing, litháískur titill: Laimė yra Lapė) í tilefni baltneskrar barnamenningarhátíðar í Norræna húsinu vorið 2021. Upplesturinn fer fram bæði á ensku og litháísku.

Julebord

Auður Norðursins

Í þessum þætti fá þær til sín Árna Ólaf Jónsson, kokk og sjónvarpsmann og bragða á jólamat. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

Framtíðin núna með Bergi Ebba

Auður Norðursins

Í þessum þætti ræða þær við rithöfundinn og uppistandarann Berg Ebba um framtíðina. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

Er þetta grín? Saga Garðars

Auður Norðursins

Í þessum þætti ræða þær við Sögu Garðars um húmor. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

List og sannleikur, Halldór Guðmundsson

Auður Norðursins

Í þessum þætti ræða þær við Halldór Guðmundsson rithöfund og fyrrverandi forstjóra Hörpu um tilgang listarinnar. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

Monika Fagerholm

Höfundakvöld

Monika Fagerholm (fædd 1961) er einn athyglisverðasti finnsk-sænski rithöfundur samtímans. Henni hefur verið lýst sem frumkvöðli á þróun sænsku tungunar og tímamóta rithöfund sem gefur tóninn í straumum og stefnum bókmennta. Umfram bókmenntir sínar er Fagerholm þekkt sem opinber ræðuhaldari og leiðbeinandi upprennandi rithöfunda. 

Hún steig fyrst fram sem rithöfundur með smásagnasafninu Sham árið 1987. Sjö árum síðar sló hún í gegn með skáldsögunni Underbara kvinnor vid vattenog hefur síðan gefið út fjölda skáldsagna sem vakið hafa athygli. Diva kom út árið 1998 og Den amerikanska flickan árið 2005, en fyrir hana hlaut höfundurinn August-verðlaunin sama ár. Lola uppochner kom út 2012 og 2016 hlaut Fagerholm Norrænu bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar.

Vem dödade bambi? („Hver drap bamba?“, ekki þýdd á íslensku) er sjöunda skáldsaga Moniku Fagerholm. Hún er þéttari að forminu til en fyrri skáldsögur hennar og fjallar um hópnauðgun, framda af ungum mönnum úr að því er virðist vel stæðum fjölskyldum í Villastan, litlu auðugu bæjarfélagi skammt frá Helsingi. Sjálf nauðgunin er ekki meginefni frásagnarinnar, heldur atburðirnir fyrir og eftir hana. Skáldsagan er sem þéttriðið net frásagna, minninga, samtala og menningarbundnum vísunum sem og fjölbreyttu persónugalleríi.

Vem dödade bambi? Hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaþings 2020. Í tilnefningunni er skáldsögu Fagerholms líst sem stílfærðri frásöng um dauðleikann, skrifuð með miklum eldmóð. Á síðasta ári var Fagerholm einnig veitt Tollander verðlaunin og Selma Lagerlöf verðlaunin fyrir skáldsögu hennar og ævistarf. 

Umræðum stýrir Sunna Dís Másdóttir, skáld og meðlimur í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Kjell Westö

Höfundakvöld

Einar Kárason, rithöfundur stýrir umræðu sem fer fram á sænsku/skandinavísku.

KJELL WESTÖ (f. 1961) er finnlandssænskur höfundur sem skrifar jafnt ljóð sem smásögur en þekktastur er hann þó fyrir skáldsögur sínar. Í forgrunni í bókum höfundarins er fæðingarborg hans, Helsinki, með sögu Finnlands sem útgangspunkt. Sú skáldsaga sem fyrst vakti athygli á höfundinum, Drakarna över Helsingfors eða Drekarnir yfir Helsinki kom út árið 1996. Síðan hafa skáldsögurnar orðið nokkrar og árið 2006 fékk Westö Finlandiapriset fyrir ættarsöguna Där vi en gång gått sem einnig hefur verið kvikmynduð.

Árið 2013 kom bókin Hägring 38 út eða Hilling 38 eins og hún heitir í íslenskri þýðingu Sigurðar Helgasonar. Sögusviðið er Helsinki árið 1938 þegar útþenslustefna Adolfs Hitlers er er við það að hleypa af stað heimsstyrjöldinni síðari. Sagan segir af Miðvikudagsklúbbnum svokallaða sem er óformlegur umræðuvettvangur gamalla vina Thune lögmanns. Fyrir liggur klofning Evrópu og hún ætlar líka að ná til Miðvikudagsklúbbsins. Í bókinni er róstursömum tímum í sögu Evrópu gerð góð skil en fyrst og fremst fjallar sagan um mannlegar tilfinningar og óendanlegan kærleika. Fyrir bókina Hägring 38 hlaut Westö Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2014.

Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir

Höfundakvöld

Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir munu ræða saman um höfundarverk sín og varpa ljósi á sameiginleg áhugasvið þeirra í bókmenntum. Nýjasta bók Niviaq, Blomsterdalen eða Blómsturdalurinn, tekur á málefnum á borð við sjálfsmorð, kynlíf og sambönd. Fyrsta reynsla hennar af sjálfsmorði var þegar hún var 13 ára. Hún mun vera grafin milli hárra fjalla í Tasiilaq, þar sem nafnlausar grafir í kirkjugarði Blómsturdalsins eru þakin bláum, rauðum og bleikum plastblómum eins og sést á kápu bókarinnar. 

Fjallað er um samfélagið í kringum „sjálfsmorðsmenningu“ Grænlands á dýpri og einlægari máta en áður. 

Blómsturdalurinn fjallar á beinskeittan og húmorslegan hátt um ást, vináttu, sorg – og hvernig það er að hafa rangt fyrir sér í samfélagi það sem enginn ræðir dauðann. 

Verðlaunabók Auðar Övu Ólafsdóttur (fædd 1958), Ör, fjallar einnig um sjálfsmorð en þó með ólíkri nálgun. Þar koma fyrir þjáningar „manns“ í sambandi sínu við heiminn. Auður Ava Ólafsdóttir er rótgróinn íslenskur rithöfundur og listfræðingur sem hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín undanfarin ár og kom síðasta bók hennar, Dýralíf, út á á liðnu ári. Skáldsagan hennar Ör vann bókenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018 og ári síðar vann franska þýðingin á bókinni hennar Ungfrú Ísland, Prix Médicis étranger verðlaunin. 

Niviaq Korneliussen (fædd 1990) er grænlenskur rithöfundur sem er þekkt fyrir skrif sýn á brautryðjandi skáldsögum. Nýasta verk hennar, Blómadalurinn, kom út árið 2020. Fyrsta bók hennar, Homo sapienne, kom út árið 2014 og lýsir lífi LGBTQ+ fólks í Grænlandi og var bókin tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Niviaq Korneliussen er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 fyrir BLOMSTERDALEN.

Umsjónarmaður er Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnistjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Truflanir — Andri Snær Magnason og Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Höfundakvöld

10. febrúar heldur Norræna húsið bókmenntaviðburð þar sem Andri Snær Magnason og Sigríður Hagalín ræða bókmenntir sem truflun og hvernig ný orð og nýjar hugmyndir geta ýtt þankagangi inn á óvæntar brautir.

Flest skynjum við truflanir sem neikvæðar, eitthvað sem rýfur einbeitingu og raskar þeirri röð og reglu sem við leitumst við að viðhalda í daglegu lífi. Þegar þær eru ekki til staðar söknum við þó tilbreytingarinnar sem þær valda. Skammdegið er oft tilbreytingarlítið en í ár upplifum við stanslausa truflun á lífi og starfi. Á meðan er félagsleg örvun af skornum skammti, eða í það minnsta öðruvísi en við eigum að venjast.

TRUFLANIR:
Tálmi sem raskar stefnu, straumi, framvindu eða hreyfingu; lok; hindrun. Það að verða fyrir truflun, ónæði; rof eða brot vegna skyndilegs inngrips aðskotahlutar; afskipti; frammígrip. “leyfðu ekki truflun tímans að láta þig gleyma hugmyndinni um heild.”

Hvað gerist þegar við erum trufluð og hvað gerist eftir truflunina?

Andri Snær Magnason er þekktur fyrir verk sem hrífa fólk upp úr doðanum og vekja það til umhugsunar, bæði skáldskap og skáldleysu.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er landsþekkt sem fréttamaður en hefur síðustu ár einnig vakið athygli fyrir skáldsögur sem takast á við hamfarir – persónulegar, náttúrulegar og samfélagslegar.

Umræðunum stýrir Gréta Sigríður Einarsdóttir, bókmenntafræðingur og ritstjóri Iceland Review.

Samtalið fer fram á ensku.

Kristín Ómarsdóttir og þýðandinn John Swedenmark

Höfundakvöld

Elskan mín ég dey – streymi

Kristín Ómarsdóttir er einstök rödd í íslenskum bókmenntum. Hún tekur fyrir efni eins og kyn, mörk og sjálfsmynd í áhrifamiklum og tilfinningaríkum ljóðum sínum, skáldsögum, smásögum og leikritum. Höfundakvöldið mun snúast um rithöfundarferil Kristínar og mun John Swedenmark, sem hlotið hefur viðurkenningar fyrir þýðingar sínar og sem þýtt hefur verk Kristínar, leiða okkur gegnum samræður kvöldsins. Viðburðurinn byrjar kl. 19:30 og verður í beinu streymi. Samræðurnar fara að mestu fram á norrænu tungumálunum og auk þess verður upplestur á íslensku.

Kristín Ómarsdóttir (1962) hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Skáldsagan Elskan mín ég dey (Now I die honey) var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1999 og leikritið Ástarsaga 3 (Love story 3) var tilnefnt til Norrænu Leikritaverðalaunanna 1998. Árið 2005 hlaut hún íslensku Grímuverðlaunin sem leikhöfundur ársins fyrir verkið Segðu mér allt (Tell me everything) og 2008 hlaut hún Fjöruverðlaunin fyrir ljóðasafnið Sjáðu fegurð þína (See your beauty). Kristín hefur auk þess að skrifa, unnið að sjónlistum, sýnt teikningar og tekið þátt í samsýningum þar sem hún hefur unnið með mismunandi listform eins og myndbönd og höggmyndir. Bækur Kristínar hafa verið þýddar á dönsku, sænsku, finnsku og frönsku og hafa ljóð hennar birst í safnritum.

Þegar ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum (Spiders in exhibition windows) sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, kom út ritaði gagnrýnandi: Kristín nær að bæði heilla og hræða og fá lesandann til að hlæja og gráta á sama tíma.
John Swedenmark (1960) er þýðandi, málvísindamaður, ritstjóri og greinahöfundur búsettur í Stokkhólmi. Hann þýðir skáldsögur af íslensku og fagbókmenntir af frönsku og ensku auk þess að þýða ljóð af nokkrum öðrum tungumálum. Á meðal þýðinga Swedemarks eru verk eftir Gyrði Elíasson, Steinunni Sigurðardóttur, Émile Benveniste, Kristínu Ómarsdóttur, Sjón, Jón Kalman Stefánsson, Eirík Örn Norðdahl og Öldu Merini.

Árið 2019 vann Swedenmark íslensku Orðstírsverðlaunin sem eru heiðursverðlaun til þýðenda íslenskra bókmennta yfir á erlend tungumál. Sama ár hlaut hann Swedish Academy’s verðlaunin fyrir þýðingar sínar.

Hanne Højgaard Viemose og Kristín Eiríksdóttir

Höfundakvöld

Hversu margar konur getur kona verið?

Samræður milli Hanne Højgaard Viemose og Kristínar Eiríksdóttur

Verk Hanne Højgaard Viemose og Kristínar Eiríksdóttur eiga ýmislegt sameiginlegt og því höfum við boðið þeim í spjall þar sem þær munu ræða verk sín, kyn og sjálfsmynd. Viðburðurinn hefst kl. 19:30 og er opin öllum á meðan húsrúm leyfir. Gísli Magnússon prófessor í bókmenntum mun leiða viðburðinn sem verður á dönsku.

Verk Hanne Højgaard Viemose eru hrá, laus við væmni og gerast í núinu. Rótlaus ÉG í leit að sjálfri sér og því sem máli skiptir er rauði þráðurinn í bókum hennar. Þetta á bæði við um fyrstu bók hennar Hannah sem kom út 2011 og í framhaldinu Mado og Helhedsplanen sem báðar komu út 2015 og í HHV Frshwn frá 2019 sem tilnefnd er til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Í bókunum endurspeglar textinn stefnuleysi, ákveðni, umhyggju og kæti söguhetjunnar. Í brotakenndum og hispurlausum stíl höfundar er auðvelt að lesa á milli línanna það sem ósagt er.

Hanne skrifar um frelsi og rótleysi, móðurhlutverkið, sjálfsmynd, ástina og geðsjúkdóma og lífið sem stundum bregst okkur.

Hanne Højgaard Viemose er fædd árið 1977 og ólst upp í Fredrikshavn. Hún er með BA-próf í Mannfræði og Etnológíu og útskrifaðist frá Rithöfundaskólanum í Kaupmannahöfn. Fyrsta bók hennar kom út árið 2011.

Kristín Eiríksdóttir skrifar um þrána eftir ást og skilningi, baráttunni á móti einangrun, einmanaleika, misnotkun, ofbeldi og skelfingu. Skáldsagan Elín, ýmislegt sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, tekur á öllu þessu. Á listrænan og ákveðin hátt sjáum við og heyrum rödd sterkrar, ungrar konu.

Þegar söguhetjan Elín fer að eldast segir hún: „Ég hef verið svo margar konur“, og beinir orðum sínum til ungrar stúlku sem henni finnst hlæja óþarflega hátt og mikið. Skáldsaga Kristínar hverfist um mismunandi sjálfsmyndir kvenna. Sú sem kemur vel fyrir, gæti jafnvel komið betur fyrir eða sú sem sýnir ekki sitt rétta andlit. Í sýndarveruleika samtímans er allt mögulegt. Söguhetjan Elín er leikmyndahönnuður sem skapar trúverðuga líkama og líkamshluta. Marin og blár kvenlíkami er nokkuð sem kemur ítrekað upp í sögunni, annað hvort sem leikmunur eða raunveruleiki.

Kristín er fædd 1981. Hún kom fyrst fram á ritvöllinn sem ljóðskáld með bókina Kjötbærinn (2004) og hefur síðan þá sent frá sér skáldsögur, smásögur, ljóð og leikrit. Sagan Elín, ýmislegt hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017. Samhliða ritstörfum hefur Kristín tekið þátt í hópsýningum og uppákomum tengdum myndlistarforminu.

Jonas Eika í samtali við Ísold Uggadóttur

Höfundakvöld

Danski rithöfundurinn Jonas Eika, vinningshafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 í samtali við íslenska kvikmyndaleikstjórann Ísold Uggadóttur. Rithöfundur Hanne Viemose stýrir umræðu sem fer fram á ensku.

Bók Jonas Eika Efter Solen og kvikmynd Isoldar Uggadóttur Andið Eðlilega / And Breathe Normally eru verðlaunaverk sem fjalla um pólitísk mál samtímans í anda félagslegs raunsæis.  Í mynd Ísoldar er viðfangsefnið fátækt, hælisleitendur og fólk á flótta á meðan bókin tekur á vandamálum nútímans út frá öðru sjónarhorni.

Í samtalinu munu Jonas Eika og Ísold Uggadóttir ræða um hvernig þau hafa tekið á pólitísku málum samtímans og þau sjónarmið sem þau taka mið af í listrænni túlkun sinni.

Efter Solen er mörkuð þeim erfiðleikum sem steðja að heiminum í dag. Arðrán og misrétti, örvæntingarfull tilvera og ofbeldisfull og dimm reynsla eru mikilvægir þættir frásagnarinnar. Þó má greina von í formi möguleika á breytingum. Von um að annar heimur sé í raun mögulegur og kannski þegar til staðar, en þurfi að vera vakinn til lífsins og lagður fram. Ef það er rétt að tungumálið sé steingerð ljóðlist, þá virkjar Efter Solen ákafa og sjálfbæra úrvinnslu á eldsneyti tungumálsins, sem er hrífandi í sjálfu sér. En bókin slær einnig nýjan tón fullvissu í bókmenntum sem fást við þau viðfangsefni sem enginn getur sneitt hjá: Áhrif misréttis í heiminum, hnattræna hlýnun og öll hin vandamálin sem herja á jörðina.

Efter Solen hlaut dönsku bókmenntaverðlaunin Den svære Toer, Montana-verðlaunin og Michael Strunge-verðlaunin.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Rökstuðningur dómnefndar: ”Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 er ungur rithöfundur en smásagnasafn hans Efter Solen kom dómnefndinni á óvart og heillaði hana með hnattrænu sjónarhorni, næmum og myndrænum stíl og getu til að tala inn í pólitískar áskoranir samtímans, án þess þó að lesandanum finnist hann á nokkurn hátt leiddur áfram. Jonas Eika skrifar um veruleika sem lesandinn kannast við, hvort sem sögusviðið er Kaupmannahöfn, Mexíkó eða Nevada – meðal spákaupmanna, heimilislausra drengja eða fólks sem trúir á geimverur. En ljóðrænir töfrar liggja í loftinu. Raunveruleikinn opnar á aðra möguleika, aðrar víddir. Þar bíður okkar eitthvað dásamlegt og fullt vonar sem minnir okkur á að bókmenntirnar eru færar um annað og meira en að spegla það sem við þekkjum nú þegar.”

Gunnar D. Hansson

Höfundakvöld

Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðu sem fer fram á sænsku og dönsku.

Gunnar D. Hansson (1945) er ljóðskáld, greinahöfundur, bókmenntafræðingur og þýðandi fornenskra og forníslenskra ljóða. Hann er dósent í bókmenntafræði og fyrrum prófessor við Háskólann í Gautaborg.

Síðan fyrsta bók hans kom út 1979 hefur hann gefið út mörg ritgerðarsöfn og 12 ljóðabækur, meðal annars Tapeshavet (2017), þar sem ferðast er í fjölvídd um tíma, rúm og hugsun. Tapeshavet er nafn á afar gamalli strandlengju sem myndaðist á sænsku vesturströndinni eftir síðustu ísöld. Hansson kannar umhverfi, sögu og náttúru Tapeshafsins og einnig minjar um týnda menningu, veiðar og höggmyndalist. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Hansson hefur fengið fjölda virtra verðlauna fyrir ljóð sín og ritgerðir. Í mörgum verkanna eins og Olunn (1989), Lunnebok (1991) og Idegransöarna (1994) tekur hann fyrir náttúruna og dýralífið í og við hafið. Ljóðasöfnin eru byggð á samtímanum ásamt fornnorrænni og eldri sögu. Ljóð Hanssons fara yfir landamæri, þau eru frjáls og sýna hans miklu bókmennta- og heimspekikunnáttu. Þau hafa húmor, eru hlý og lýsa persónulegri lífsreynslu, bæði hans og annarra. Ljóðin er einstök í sænskri bókmenntasögu bæði hvað varðar frumleika og gæði.

Theis Ørntoft

Höfundakvöld

Hanne Højgaard Viemose, ríthöfundur, stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.

Theis Ørntoft (1984) er ljóðskáld og rithöfundur. Hann lagði stund á bókmenntir og útskrifaðist frá Forfatterskolen. Ørntoft er handhafi helstu bókmenntaverðlauna dana, þar á meðal Munch-Christensens Kulturlaget, Michael Strunge prisen og Klaus Rifbjergs debutantpris.

Fyrsta ljóðabók Ørntoft er ágenga og nútímalega ljóðasafnið Yeahsuiten(2009). Ljóðin í bókinni einkennast af yfirlæti yngri kynslóða þar sem orðaforði ungs fólks, daglegt líf og menningarleg skírskotun ráða ríkjum. Hann sameinar menningu hinna yngri í samfélaginu með bókmenntasögulegri þekkingu sem einnig kemur fram í ljóðasafninu Digte 2014 (2014) þar sem hann skírskotar til helstu stórmenna danskrar bókmenntasögu eins og Adams Oehlenschläger og Johannes V. Jensens. Ørntoft hefur svo sannarlega haslað sér völl sem einn fremsti höfundur nútíma ljóðlistar í Danmörku. Bæði í Digte 2014 og í sinni fyrstu skáldsögu Solar (2018) er hinu ágenga og unglega skipt út fyrir tilfinningar um vanmátt og eyðileggingu. Sagan sem byggir á skáldskap og eigin reynslu segir frá ljóðskáldinu Theis sem tortrygginn ferðast um ruglingslegt og rótlaust líf, til að byrja með á hinum eldgamla danska vegi Hærvejen og seinna meir gegnum næturlíf Kaupmananhafnar og enn seinna um fátækrahverfi suður Evrópu. Örvæntingarfull saga kynslóða framtíðarinnar og ferðalags byggt á ímyndunum.

Turið Sigurðardóttir og Malan Marnersdóttir

Höfundakvöld

Höfundakvöld þar sem fremstu bókmenntafræðingar Færeyja segja okkur frá áhugaverðum rithöfundum og bókmenntasögu eyjanna.

Turið Sigurðardóttir (1946) er sérfræðingur í bókmenntasögu, málvísindamaður, rithöfundur og þýðandi. Hún er með meistarapróf í bókmenntafræði og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntasögu. Sigurðardóttir kennir bókmenntir og þýðingar í Háskólanum í Færeyjum og stundar rannsóknir í færeyskri bókmenntasögu þar á meðal í barnabókmenntum og ljóðagerð. Hún er meðlimur í Færeyskri málnefnd, í stjórn Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og formaður í Færeyska rithöfundasambandinu. Sigurðardóttir hefur sent frá sér bækur og greinar um færeyska rithöfunda og færeyska bókmenntasögu auk kennslubóka í íslensku. Hún er önnur tveggja ritstjóra norsks ritsafns yfir færeyskar smásögur. Einnig hefur hún þýtt á færeysku verk fjölda íslenskra, sænskra og enskumælandi rithöfunda og má þar nefna Halldór Laxness og Astrid Lindgren. Helsta útgáfuverk hennar er sjö binda verk móðurafa hennar Simun af Skarði.

Malen Marnersdóttir (1952) er verðlaunaður höfundur fræðibóka. Hún er með háskólapróf í frönsku og dönsku. Manerdóttir kennir færeysku og norrænar bókmenntir auk fjölmiðlafræði við Háskólann í Færeyjum. Rannsóknasvið hennar er kvenrithöfundar og hlutverk þeirra og staða í færeysku samfélagi. Hún hefur verið rektor Háskólans í Færeyjum og eftir hana hafa birst greinar um færeyskar bókmenntir og færeyska kvenrithöfunda í fjölda tímarita, í Encyclopedia Nordic womens history og í bókmenntatímaritinu Brá þar sem hún er ritstjóri. Ásamt Laura Joensen hefur hún skrifað leikritið Logi, logi eldur mín sem fjallar um færeyska rithöfundinn Jóhanna Maria Skylv Hansen.

Tomas Espedal

Höfundakvöld

Tomas Espedal (1961) hefur gefið út 16 bækur síðan 1988. Bækurnar (2006), Mod kunsten (2009) og Bergeners (2013) hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann fékk Kritikerprisen fyrir Mod kunsten og Brageprisen fyrir Mod naturen (2011). Espedal kemur úr verkalýðsstétt í Bergen. Á unglingsárum bjó Espedal í Kaupmannahöfn þar sem hann hóf rithöfundaferil sinn. Hann tilheyrði pönkarasamfélaginu í Kaupmannahöfn og bókmenntasamfélaginu í kringum Poul Borum og Rithöfundaskólann. Eftir þessi mótandi ár í Kaupmannahöfn menntaði hann sig við Háskólann í Bergen. Hann hefur skapað sinn eigin stíl í norskum bókmenntum og hefur haft frumkvæði að alþjóðlegri ljóðahátíð í Bergen (Bergen Internationale Poesifestival). Sem rithöfundur skilur hann sig frá öðrum fjölskyldumeðlimum úr verkalýðsstéttinni. Espedal leggur áherslu á að vinna rithöfunda er nákvæmlega eins og vinna annarra, það er að segja að ritvélin er tækið sem hann notar við dagleg störf. Í viðtali í Politiken segir hann: ” Í gegnum rithöfundastörf mín hefur það verið mikilvægt fyrir mig að sýna fram á hversu mikið verk það raunverulega er að vera rithöfundur. Að það er raunverulegt starf. Ég er að skrifa um að skrifa. Hér er vinnutíminn minn. Hér er framleiðslan mín. Hér er vélin mín.” (Kim Skotte: ”Norsk forfatter: Hvis man tager hensyn, er man FÆRDIG”. Politiken, 2010-12-02).

Skrif Espedals snúast um upplifun af missi og mikilli löngun til að lifa í gegnum þessa sorg og þannig að vera viðurkenndur í óviljandi og ógegnsæjum krafti lífsins. Gegnumgangandi þemu í áhugaverðum og fjölþættum skrifum Espedals eru hjartasorg, blekking, að láta sig hverfa, upplausn, umbreyting – að finna sig/endurheimta sjálfan sig með því að fara í ferðalög, gönguferðir, hjólreiðaferðir, siglingar og einnig í gegnum náin sambönd.

Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðu sem fer fram á norsku og dönsku.

Pia Tafdrup

Höfundakvöld

Pia Tafdrup (1952) er cand.mag, ljóðskáld og rithöfundur. Hennar fyrsta bók kom út árið 1981 og síðan 1989 hefur hún verið meðlimur í Dönsku Akademíunni. Tafdrup hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1999 fyrir ljóðasafnið Dronningporten (1998), Svenske Akademis Nordiska Pris og hefur hlotið nafnbótina Riddari af Dannebrog. Hún hefur gegnum árin haldið fjölda fyrirlestra víða um heim og eru verk hennar þýdd á fjölda tungumála. Í ár mun Bókaútgáfan Sæmundur gefa út 80 af ljóðum Tafdrup á tveimur tungumálum.

Í verkum sínum tekur Tafdrup á efni eins og að fara yfir mörkin, sambúðaslit og breytingar sem rekja má til þess eina þáttar náttúru sem siðmenning hefur enn ekki náð tökum á eða okkar eigin líkama. Tilvistarkreppan í verkum hennar er leit að tengslum lífs og dauða, haturs og kærleika, tungumáls og þagnar.

Af öðrum ljóðasöfnum Tafdrup má nefna Når der går hul på en engel (1981), Den inderste zone (1983), Hvid feber (1986), Krystalskoven (1992), Tusindfødt(1999), fjórlógíuna Hvalerne í Paris (2002), Tarkovskijs heste (2002), Trækfuglens kompas (2010) og Salamandersol (2012). Að auki hefur Tafdrup gefið út ljóðabækurnar Over vandet går jeg. Skitse til en poetik (1991) og skáldsögurnar Hengivelsen (2004) og Stjerne uden land (2008).

„Íslenskar raddir“

Höfundakvöld

Ásta Fanney Sigurðardóttir, Fríða Ísberg, Haukur Ingvarsson
og Jón Örn Loðmfjörð

Ljóðahátíðinni Audiatur í Bergen hefur verið einn helsti vettvangur framsækinnar ljóðlistar á Norðurlöndum undanfarna áratugi. Að þessu sinni ákváðu skipuleggjendur hátíðarinnar að líta sér nær og var hátíðin helguð skáldskap í Noregi, Danmörku, Svíðþjóð, Finnlandi og Íslandi. Skipaður var kúrator í hverju landi fyrir sig sem valdi fjögur skáld til þátttöku sem var uppálagt að skrifa skáldskap sérstaklega fyrir hátíðina. Afraksturinn var gefinn út í fimm sýnisbókum á norsku með inngangi kúratoranna.

Í dagskránni „Íslenskar raddir“ munu fulltrúar Íslands á Audiatur koma fram en þau eru Ásta Fanney Sigurðardóttir, Fríða Ísberg, Haukur Ingvarsson og Jón Örn Loðmfjörð. Skáldið Eiríkur Örn Norðdahl, sem var kúrator íslenska hlutans, kemur einnig fram, auk þess sem hann kynnir skáldin, segir frá verkefninu og upplifun sinni af hátíðinni.

Þýðingum á norsku (eftir Kristján Breiðfjörð) verður varpað á tjald í salnum.

Höfundakvöldin fara fram á íslensku og skandinavísku.

Johannes Anyuru

Höfundakvöld

Johannes Anyuru (1979) er ljóðskáld, leikskáld og rithöfundur.
Hann ólst upp í Borås og Växjö hjá sænskri móður og föður frá Uganda.

Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Menningarblaðamaður Halla Þórlaug Óskarsdóttir stýrir umræðu sem fer fram á sænsku. Aðgangur er ókeypis.

Anyuru lagði stund á verkfræði en var strax í menntaskóla farin að yrkja ljóð og er í dag ein helsta röddin í samtímabókmenntum á norðurlöndunum.
Fyrsta bók Anyuru, ljóðasafnið Det är bara gudarna som är nya, kom út árið 2003.  Ljóðasafnið Omega (2005) fjallar um andlát náins vinar og þriðja ljóðasafnið Städerna inuti Hall (2009) er póltísk ádeila á landslag óhamingjunnar. Fyrsta skáldsaga hans Skulle jag dö under andra himlar, kom út 2010 og 2012 sendi Anyuru frá sér skáldsöguna En storm kom från Paradiset. Sú saga vakti fyrst athygli á honum utan heimalandsins og fjallar um föður og son þar sem rótleysi og sjálfsmynd eru í aðalhlutverki. Sagan var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.  Sagan De kommer att drukna i sina modrars tårar (2017) er lýsing á Gautaborg framtíðarinnar þar sem múslimar þurfa að skrifa undir ríkisborgarasamning eða vera ella stimplaðir óvinir ríkisins.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir höfundakvöldin og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu.
Í hléi er síðan hægt að njóta léttra veitinga frá AALTO Bistro.Verið velkomin!

Mynd. Moderna museet

Rosa Liksom

Höfundakvöld

Rosa Liksom, sem er höfundanafn Anni Ylävaara (1958), er uppalin á bóndabæ í Lapplandi umvafin hreindýrum.  Hún lagði stund á Mannfræði og eyddi sínum yngri árum á ferðalögum um Evrópu þar sem hún prufaði mismunandi búsetuform.  Hún hefur búið á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Rússlandi.  Í augnablikinu býr hún í Helsinki þar sem hún málar og skrifar skáldsögur, smásögur, barnabækur, teiknimyndasögur, leikrit og kvikmyndahandrit.  Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál, þar á meðal íslensku.

Fyrsta bók hennar Yhden Yön Pysäkki kom út 1985.  Aðrar bækur eftir hana eru Unohdettu vartti (1986), Väliasema Gagarin (1987), Go Moscow go (1988) og Tyhjän ten Paratiisit (1989).  Liksom skrifar gjarnan um persónur í neðstu lögum samfélagsins.  Skáldsagan Kreisland (1996) er ádeila á fáránleika tilverunnar sem nær til bæði átáka og efnishyggju daglegs lífs.  Skáldsagan Perhe (2000) segir á kaldhæðinn hátt frá hamingju fjölskyldu í einbýlishúsi.  Sagan Hytti nro. 6 – kohtaamisia junassa (2011) var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.  Þar er brugðið upp mynd frá Sovéttímanum frá sjónarhorni finnskrar stúlku og rússnesks ferðalangs sem ferðast með Siberíuhraðlestinni.  Í nýjust sögu Liksom Everstina (2017) spilar einstæð náttúra Lapplands stórt hlutverk í frásögn af ástarsambandi ungrar konu og eldri manns sem þróast í ofsafengið og ofbeldisfullt hjónaband.

Hanne-Vibeke Holst og Kristín Steinsdóttir

Höfundakvöld

Í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands og ritverk Hanne-Vibeke Holst og Kristínar Steinsdóttur verður áherslan lögð á hlutverk kvenna í bókmenntum í gegnum tíðina í ljósi kvennahreyfingarinnar og þróun samfélagsins í Danmörku og á Íslandi.

Hanne-Vibeke Holst (1959) er lærður blaðamaður og hefur meðal annars skrifað fyrir Berlingske Tidende, Alt for Damerne og Politiken. Holst kom fyrst fram sem rithöfundur árið 1980 og hefur gefið út fjölmargar skáldsögur síðan sem sumar hafa verið yfirfærðar í sjónvarp og leikhús. Skáldsögur Holst snúast oft um um lífsreynslu kvenna nútímans eða þær eru sannsögulegar og fjalla um valdatafl í pólitík, t.d  Kronprinsessen (2002), Kongemordet (2005) og Dronningeofferet (2008), sem hun fékk verðlaunin De Gyldne Laurbær fyrir. Holst er mikilvæg rödd í jafnréttisumræðunni í Danmörku vegna stöðu sinnar sem samfélagsrýnir, fyrirlesari og rithöfundur.

Kristín Steinsdóttir (1946) er kennaramenntuð og með BA gráðu í dönsku og þýsku og hefur búið á Íslandi, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Kristín hefur skrifað bækur og leikrit fyrir börn, unglinga og fullorðna síðan 1988. Hún hefur setið í stjórn Rithöfundasambands Íslands og stjórn Samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda. Hún hefur fengið fjölda íslenskra verðlauna fyrir bækur sínar og hlaut hún barnabókaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Engill Í Vesturbænum (2003). Skáldsagan Á eigin vegum var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Halldóra Jónsdóttir, verkefnisstjóri við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóla Íslands, stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.

Erik Skyum-Nielsen

Höfundakvöld

Í tengslum við 100 ára afmæli Íslands sem fullvalda ríkis verður áherslan þetta kvöld lögð á nýlegar danskar og íslenskar fagurbókmenntir. Samtalið mun meðal annars varpa ljósi á líkindi bókmenntastrauma og frásagnarhefða landanna tveggja en einnig hvar munurinn liggur, sem og menningartengsl Danmerkur og Íslands í bókmenntum.

Erik Skyum-Nielsen (1952) er mag.art. í norrænum bókmenntum. Hann er lektor við Kaupmannahafnarháskóla og bókmenntarýnir og -gagnrýnandi.

Skyum-Nielsen er leiðandi bókmenntarýnir norrænna nútímabókmennta og fremsti þýðandi Danmerkur á bókmenntum Norðuratlantshafsins. Hann hefur þýtt yfir 60 íslenska og færeyska titla á dönsku. Meðal annars þýddi hann allar bækur Einars Más Guðmundssonar. Árið 2015 fékk Skyum-Nielsen Orðstír, heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á erlend mál.

Skyum-Nielsen hefur gefið út fjölda bóka, meðal annars Ideologi og æstetik i H.C. Branners sene forfatterskab (1980), Den oversatte klassiker : Tre essays om litterær traditionsformidling (1997), Engle i sneen: lyrik og prosa i 90erne (2000), Møder med Madsen (Samtalsbók við Svend Åge Madsen, 2009) og Et skrivende dyr (samtalsbók við Bent Vinn Nielsen, 2011). Þar að auki innihalda bækurnar Fra ånden til munden: litteraturkritiske bidrag (2000) og Ordet fanger: litterær kritik i udvalg ved Christian Lund (2002) safn ritdóma Skyum-Nielsen.

Gísli Magnússon, dósent i dönsku við Háskóla Íslands stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.

Josefine Klougart

Höfundakvöld

Josefine Klougart (fædd 1985) lærði listasögu og bókmenntafræði og er einnig útskrifuð frá Forfatterskolen, þar sem hún starfar við kennslu. Hún hefur verið gestaprófessor við háskólann í Bern, er meðstofnandi af bókaforlaginu Gladiator og hefur meðal annars starfað með Ólafi Elíassyni.

Klougart er einn af afkastamestu og lofuðustu ungu, dönsku rithöfundunum og telst vera ein af mikilvægustu bókmenntaröddum samtímans. Fyrsta bók hennar kom út árið 2010 og síðan þá hefur hún skrifað fimm skáldsögur, þar af hafa tvær verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Klougart sækir innblásur að verkum sínum í persónsulega reynslu, upplifanir og áhrif sem hún hefur orðið fyrir, t.d í fyrstu skáldsögu sinni Stigninger og fald (2010), þar sem frásagnarpersóna sögunnar lýsir landslagi og hugarástandi bernsku sinnar á Mols, sama stað og Klougart sjálf er fædd og uppalin. Í skáldsögunni Hallerne (2011) er eyðileggjandi sambandi ungrar konu við eldri mann lýst. Hún hefur einnig skrifað Én af os sover (2012) og Om mørke (2013); hið síðarnefnda fjalla um hið myrka sem finnst bæði í stórum og smáum katastrófum. Hið eiginlega myrkur sem sveiflast og breytist í takt við daginn, nóttina og árstíðirnar, myrkrið sem getur heltekið mann og myrkrið sem grunnskilyrði tilverunnar. Síðast útgáfa Klougart er skáldverkið New Forrest (2016). Bækur hennar hafa verið þýddar á um tug tungumála og gefnar út í ýmsum löndum.

Gísli Magnússon, dósent i dönsku við Háskóla Íslands stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.

Merete Pryds Helle

Höfundakvöld

Merete Pryds Helle (f. 1965) nam ritlist og er með BA-gráðu í bókmenntafræði. Hún hefur í mörg ár búið á Ítalíu þar sem hún hefur m.a. starfað sem aðstoðarkennari við nokkra háskóla.

Pryds Helle gaf út sína fyrstu bók árið 1990 en sú bók sem vakti hvað mesta athygli á höfundinum var sagan Fiske i livets flod (2000). Fyrir utan ljóð og smásögur hefur Merete Pryds Helle skrifað barnabækur, ritgerðir, útvarpsleikrit og starfað sem gagnrýnandi svo fátt eitt sé nefnt. Höfundastíll hennar þykir einkennast af öryggi og tilraunum með tungumálið og hefur Pryds Helle verið líkt við samtímahöfunda á borð við Helle Helle, Kirsten Hammann og Christinu Hesselholdt. Allt höfundar sem eru stór og mikilvægur hluti af dönsku bókmenntasenunni í dag.

Sú skáldsaga sem vakti hvað mesta athygli á höfundinum er fjölskyldusagan Folkets skønhed (2016). Verkið byggir Pryds Helle á eigin ættarsögu þar sem aðalpersónan elst upp við fátækt og þar sem ofbeldi gegn börnum þykir sjálfsagt. Höfundur þykir draga upp raunsanna samfélagsmynd af Danmörku á 20. öldinni, fátækt 4. áratugarins og sögu margra þeirra kvenna sem ekki urðu hluti af kvennabyltingunni á 8. áratugnum. Verk sem lýsir hæfileika höfundar með hin ýmsu stílbrögð en fyrir það hlaut Merete Pryds Helle einmitt Gyllta lárviðarlaufið og er tilnefnd til bókmenntaverðlauna danska útvarpsins (DR) ásamt fleiri verðlaunum.

Kirsten Thorup

Höfundakvöld

Kirsten Thorup (f. 1942) gaf út fyrstu ljóðabók sína Indeni – Udenfor árið 1967 og fagnaði því 50 ára höfundaafmæli á nýliðnu ári. Thorup semur jafnt ljóð, skáldsögur sem smásögur en það er fyrst og fremst fyrir skáldsögur á borð við Lille Jonna (1977), Himmel og helvede (1982), Den yderste grænse (1987) og Bonsai (2000) sem hún hefur sett spor sitt á danska bókmenntasögu okkar tíma. Skáldsögur Thorup þykja félagslega raunsæjar, djúpar og dæmigerðar fyrir tímann sem þær eru skrifaðar á.

Verðlaunahafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2017 bregður ekki út af vana sínum í sinni nýjustu bók, verðlaunasögunni Erindring om kærligheden (2016) en þar er dregin upp mynd af konunni Töru sem gerir það að lífsverkefni sínu að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Án þess að hafa skipulagt það eignast hún dótturina Siri og reynist móðurhlutverkið henni erfitt. Í sögunni er sambandi þeirra fylgt eftir um árabil: Rakin er átakanleg og miskunnarlaus atburðarás í blæbrigðaríkri frásögn þar sem tekist er á við viðfangsefni á borð við réttindi og skyldur, hið persónulega og hið pólitíska – og ekki síst styrk og gjald ástarinnar.

Gísli Magnússon, dósent i dönsku við Háskóli Íslands stýrir umræðu sem fer fram á dönsku. 

Sissal Kampmann

Höfundakvöld

Sissal Kampmann (f. 1974) er ljóðskáld frá Færeyjum og cand.mag. í norrænum bókmenntum. Fyrsta ljóðasafn hennar Ravnar á ljóðleysum flogi – yrkingar úr uppgongdini kom út árið 2011 og hlaut hún verðlaun, kennd við Klaus Rifbjerg, sem besta nýja ljóðskáldið það árið. Sissal hefur gefið út fjögur ljóðasöfn eftir það sem hafa fest hana í sessi sem eina sterkustu rödd færeyskra bókmennta.

Sunnudagsland (Søndagsland) er fimmta ljóðabók hennar. Sögusviðið eru æskuslóðir höfundar. Eftir að hafa búið í 24 ár bæði í Kaupmannahöfn og í Þórshöfn snýr Sissal Kampmann aftur til fæðingarbæjar síns til að dvelja þar í einhvern tíma. Dvölin þar myndar rammann í ljóðasafninu, þar sem titill þess vísar til drepleiðinlegra sunnudaga í kyrrlátu þorpi, jafnframt því að lýsa einnig ástandi ljóðmælandans þar sem honum leiðist, hann upplifir einmanaleika og á í mikilli tilvistarkreppu.

Jórunn Sigurdardóttir, dagskrárgerdarkona á RUV, stýrir umræðu sem fer fram á dönsku. 

Vigdis Hjorth (2. hluti)

Höfundakvöld

Vigdis Hjorth (f. 1959) er norskur rithöfundur,  menntuð í hugmyndasögu, stjórnmálafræði og bókmenntafræði. Hjorth starfaði áður við gerð barnaefnis hjá norska ríkissjónvarpinu (NRK).

Með nýjustu skáldsögu sinni, Arv og miljø, sem kom út árið 2016 er Hjorth að fást við kunnuglegt þema: Þegar fjölskyldufaðirinn deyr, kemur upp ágreiningur milli erfingja hans um það hvernig skipta skal búinu. Baráttan um arfinn knýr ósætti og leyndarmál upp á yfirborðið sem legið hafa eins og mara á fjölskyldunni í mörg ár. Í sögu sinni tekst Hjorth á við samfélagsmeinið „misnotkun“ og hvernig hún getur haft afgerandi áhrif og afleiðingar fyrir manneskjuna það sem eftir lifir. Framvinda sögunnar er ekki misnotkunin sjálf, hvað nákvæmlega gerðist, heldur hvernig aðalpersónan berst við að gera upp fortíðina og afleiðingar hennar, hvernig baráttan fyrir sannleikanum getur haft áhrif á allt líf þeirra sem hlut eiga að máli. Frá því að frumraun höfundar kom út og í gegnum höfundaferil sinn, sem inniheldur allt frá ritgerðarsöfnum og greinum, upp í barnabækur og skáldsögur hefur Vigdis Hjorth skapað sér nafn sem einn áhrifamesti höfundur sinnar kynslóðar í Noregi. Útkoma bókarinnar Arv og miljø á ekki síst þátt í að skapa höfundi sínum nafn sem einni af stóru röddum norskrar nútíma bókmenntasögu og er höfundur tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2017 fyrir bókina.

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri bókmennta á Borgarbókasafni Reykjavíkur stýrir umræðu sem fer fram á skandinavísku.

Vigdis Hjorth (1. hluti)

Höfundakvöld

Vigdis Hjorth (f. 1959) er norskur rithöfundur,  menntuð í hugmyndasögu, stjórnmálafræði og bókmenntafræði. Hjorth starfaði áður við gerð barnaefnis hjá norska ríkissjónvarpinu (NRK).

Með nýjustu skáldsögu sinni, Arv og miljø, sem kom út árið 2016 er Hjorth að fást við kunnuglegt þema: Þegar fjölskyldufaðirinn deyr, kemur upp ágreiningur milli erfingja hans um það hvernig skipta skal búinu. Baráttan um arfinn knýr ósætti og leyndarmál upp á yfirborðið sem legið hafa eins og mara á fjölskyldunni í mörg ár. Í sögu sinni tekst Hjorth á við samfélagsmeinið „misnotkun“ og hvernig hún getur haft afgerandi áhrif og afleiðingar fyrir manneskjuna það sem eftir lifir. Framvinda sögunnar er ekki misnotkunin sjálf, hvað nákvæmlega gerðist, heldur hvernig aðalpersónan berst við að gera upp fortíðina og afleiðingar hennar, hvernig baráttan fyrir sannleikanum getur haft áhrif á allt líf þeirra sem hlut eiga að máli. Frá því að frumraun höfundar kom út og í gegnum höfundaferil sinn, sem inniheldur allt frá ritgerðarsöfnum og greinum, upp í barnabækur og skáldsögur hefur Vigdis Hjorth skapað sér nafn sem einn áhrifamesti höfundur sinnar kynslóðar í Noregi. Útkoma bókarinnar Arv og miljø á ekki síst þátt í að skapa höfundi sínum nafn sem einni af stóru röddum norskrar nútíma bókmenntasögu og er höfundur tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2017 fyrir bókina.

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri bókmennta á Borgarbókasafni Reykjavíkur stýrir umræðu sem fer fram á skandinavísku.

Tom Buk-Swienty

Höfundakvöld

Tom Buk-Swienty (fæddur 1966) er danskur rithöfundur og blaðamaður með cand. mag. í sagnfræði og amerískum fræðum. Hann hefur verið blaðamaður hjá Weekendavisen og er lektor við Syddansk Háskólann í Danmörku.

Fyrsta bók Tom Buk-Swienty var Amerika maxima og kom út 1999 og fjallar um ferðalag gegnum Bandaríkin. Aðrar bækur sem Buk-Swienty hefur skrifað eru m.a. Den Ideelle Amerikaner sem kom út 2005 og fjallar um ljósmyndarann Jacob A. Riis. 2008 kom út bókin Slagtebænk Dybbøl um orustuna við Dybbøl 1864 og 2010 kom út bókin Dommedags Als og segir frá ósigri dana við Als 1864 og hinn bitra friðarsamning í kjölfarið. 2013 kom út bókin Kaptajn Dinesen – Ild og blod og 2014 Kaptajn Dinesen – Til døden os skiller og er ævisaga ævintýramannsins, liðsforingjans, stjórnmálamannsins og rithöfundarins Wilhelm Dinesen. 2016 kom svo út ævisagan Tommy og Tanne og fjallar um tvö af börnum Dinesen, soninn Thomas Dinesen og dótturina Karen Blixen.

Gísli Magnússon, dósent i dönsku við Háskóli Íslands stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.

Sørine Steenholdt

Höfundakvöld

Heiðrún Ólafsdóttir, sem þýtt hefur bókina Zombíland á íslensku, stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.

Sørine Steenholdt fæddist í Paamiut á Suður-Grænlandi 1986. Æskuheimili hennar þar einkenndist af misnotkun og vanrækslu eins og hún hefur lýst sjálf. Eftir menntaskóla flutti hún til Nuuk til að læra tungumál, bókmenntir og fjölmiðlafræði við háskólann. Fyrir smásöguna Du skal adlyde din mor(Hlýddu móður þinni), sem fjallar um móðurhlutverkið og ofbeldi, hlaut hún verðlaun og var sagan valin til birtingar í smásagnasafninu Ung i Grønland – ung i verden  sem kom út 2012.

Sørine Steenholdt skrifar á grænlensku, móðurmáli sínu. Fyrsta bók hennar, smásagna- og ljóðasafnið Zombiet Nunaat, kom út 2015. Hún fjallar um nauðganir, sjálfsmorð, hassfíkn, misnotkun og ofbeldi. Bókin var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðsins og þýdd á bæði dönsku og íslensku. Í íslenskri þýðingu Heiðrúnar Ólafsdóttur heitir bókin Zombíland.

Send this to a friend