Topic: Bókmenntir

Baltnesk barnamenningarhátíð: Litháísk sögustund

Evelina Daciutè les úr bók sinni Refurinn í rólunni (enskur titill: The Fox on the Swing, litháískur titill: Laimė yra Lapė) í tilefni baltneskrar barnamenningarhátíðar í Norræna húsinu vorið 2021. Upplesturinn fer fram bæði á ensku og litháísku.

Julebord

Auður Norðursins

Í þessum þætti fá þær til sín Árna Ólaf Jónsson, kokk og sjónvarpsmann og bragða á jólamat. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

Framtíðin núna með Bergi Ebba

Auður Norðursins

Í þessum þætti ræða þær við rithöfundinn og uppistandarann Berg Ebba um framtíðina. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

Er þetta grín? Saga Garðars

Auður Norðursins

Í þessum þætti ræða þær við Sögu Garðars um húmor. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

List og sannleikur, Halldór Guðmundsson

Auður Norðursins

Í þessum þætti ræða þær við Halldór Guðmundsson rithöfund og fyrrverandi forstjóra Hörpu um tilgang listarinnar. Ingi Bjarni Skúlason húspíanisti þáttarins flytur tónlistarinnslög.

Johannes Anyuru

Höfundakvöld

Johannes Anyuru (1979) er ljóðskáld, leikskáld og rithöfundur.
Hann ólst upp í Borås og Växjö hjá sænskri móður og föður frá Uganda.

Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Menningarblaðamaður Halla Þórlaug Óskarsdóttir stýrir umræðu sem fer fram á sænsku. Aðgangur er ókeypis.

Anyuru lagði stund á verkfræði en var strax í menntaskóla farin að yrkja ljóð og er í dag ein helsta röddin í samtímabókmenntum á norðurlöndunum.
Fyrsta bók Anyuru, ljóðasafnið Det är bara gudarna som är nya, kom út árið 2003.  Ljóðasafnið Omega (2005) fjallar um andlát náins vinar og þriðja ljóðasafnið Städerna inuti Hall (2009) er póltísk ádeila á landslag óhamingjunnar. Fyrsta skáldsaga hans Skulle jag dö under andra himlar, kom út 2010 og 2012 sendi Anyuru frá sér skáldsöguna En storm kom från Paradiset. Sú saga vakti fyrst athygli á honum utan heimalandsins og fjallar um föður og son þar sem rótleysi og sjálfsmynd eru í aðalhlutverki. Sagan var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.  Sagan De kommer att drukna i sina modrars tårar (2017) er lýsing á Gautaborg framtíðarinnar þar sem múslimar þurfa að skrifa undir ríkisborgarasamning eða vera ella stimplaðir óvinir ríkisins.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir höfundakvöldin og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu.
Í hléi er síðan hægt að njóta léttra veitinga frá AALTO Bistro.Verið velkomin!

Mynd. Moderna museet

Rosa Liksom

Höfundakvöld

Rosa Liksom, sem er höfundanafn Anni Ylävaara (1958), er uppalin á bóndabæ í Lapplandi umvafin hreindýrum.  Hún lagði stund á Mannfræði og eyddi sínum yngri árum á ferðalögum um Evrópu þar sem hún prufaði mismunandi búsetuform.  Hún hefur búið á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Rússlandi.  Í augnablikinu býr hún í Helsinki þar sem hún málar og skrifar skáldsögur, smásögur, barnabækur, teiknimyndasögur, leikrit og kvikmyndahandrit.  Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál, þar á meðal íslensku.

Fyrsta bók hennar Yhden Yön Pysäkki kom út 1985.  Aðrar bækur eftir hana eru Unohdettu vartti (1986), Väliasema Gagarin (1987), Go Moscow go (1988) og Tyhjän ten Paratiisit (1989).  Liksom skrifar gjarnan um persónur í neðstu lögum samfélagsins.  Skáldsagan Kreisland (1996) er ádeila á fáránleika tilverunnar sem nær til bæði átáka og efnishyggju daglegs lífs.  Skáldsagan Perhe (2000) segir á kaldhæðinn hátt frá hamingju fjölskyldu í einbýlishúsi.  Sagan Hytti nro. 6 – kohtaamisia junassa (2011) var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.  Þar er brugðið upp mynd frá Sovéttímanum frá sjónarhorni finnskrar stúlku og rússnesks ferðalangs sem ferðast með Siberíuhraðlestinni.  Í nýjust sögu Liksom Everstina (2017) spilar einstæð náttúra Lapplands stórt hlutverk í frásögn af ástarsambandi ungrar konu og eldri manns sem þróast í ofsafengið og ofbeldisfullt hjónaband.

Merete Pryds Helle

Höfundakvöld

Merete Pryds Helle (f. 1965) nam ritlist og er með BA-gráðu í bókmenntafræði. Hún hefur í mörg ár búið á Ítalíu þar sem hún hefur m.a. starfað sem aðstoðarkennari við nokkra háskóla.

Pryds Helle gaf út sína fyrstu bók árið 1990 en sú bók sem vakti hvað mesta athygli á höfundinum var sagan Fiske i livets flod (2000). Fyrir utan ljóð og smásögur hefur Merete Pryds Helle skrifað barnabækur, ritgerðir, útvarpsleikrit og starfað sem gagnrýnandi svo fátt eitt sé nefnt. Höfundastíll hennar þykir einkennast af öryggi og tilraunum með tungumálið og hefur Pryds Helle verið líkt við samtímahöfunda á borð við Helle Helle, Kirsten Hammann og Christinu Hesselholdt. Allt höfundar sem eru stór og mikilvægur hluti af dönsku bókmenntasenunni í dag.

Sú skáldsaga sem vakti hvað mesta athygli á höfundinum er fjölskyldusagan Folkets skønhed (2016). Verkið byggir Pryds Helle á eigin ættarsögu þar sem aðalpersónan elst upp við fátækt og þar sem ofbeldi gegn börnum þykir sjálfsagt. Höfundur þykir draga upp raunsanna samfélagsmynd af Danmörku á 20. öldinni, fátækt 4. áratugarins og sögu margra þeirra kvenna sem ekki urðu hluti af kvennabyltingunni á 8. áratugnum. Verk sem lýsir hæfileika höfundar með hin ýmsu stílbrögð en fyrir það hlaut Merete Pryds Helle einmitt Gyllta lárviðarlaufið og er tilnefnd til bókmenntaverðlauna danska útvarpsins (DR) ásamt fleiri verðlaunum.

Send this to a friend