Theis Ørntoft

Höfundakvöld

Hanne Højgaard Viemose, ríthöfundur, stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.

Theis Ørntoft (1984) er ljóðskáld og rithöfundur. Hann lagði stund á bókmenntir og útskrifaðist frá Forfatterskolen. Ørntoft er handhafi helstu bókmenntaverðlauna dana, þar á meðal Munch-Christensens Kulturlaget, Michael Strunge prisen og Klaus Rifbjergs debutantpris.

Fyrsta ljóðabók Ørntoft er ágenga og nútímalega ljóðasafnið Yeahsuiten(2009). Ljóðin í bókinni einkennast af yfirlæti yngri kynslóða þar sem orðaforði ungs fólks, daglegt líf og menningarleg skírskotun ráða ríkjum. Hann sameinar menningu hinna yngri í samfélaginu með bókmenntasögulegri þekkingu sem einnig kemur fram í ljóðasafninu Digte 2014 (2014) þar sem hann skírskotar til helstu stórmenna danskrar bókmenntasögu eins og Adams Oehlenschläger og Johannes V. Jensens. Ørntoft hefur svo sannarlega haslað sér völl sem einn fremsti höfundur nútíma ljóðlistar í Danmörku. Bæði í Digte 2014 og í sinni fyrstu skáldsögu Solar (2018) er hinu ágenga og unglega skipt út fyrir tilfinningar um vanmátt og eyðileggingu. Sagan sem byggir á skáldskap og eigin reynslu segir frá ljóðskáldinu Theis sem tortrygginn ferðast um ruglingslegt og rótlaust líf, til að byrja með á hinum eldgamla danska vegi Hærvejen og seinna meir gegnum næturlíf Kaupmananhafnar og enn seinna um fátækrahverfi suður Evrópu. Örvæntingarfull saga kynslóða framtíðarinnar og ferðalags byggt á ímyndunum.