Sissal Kampmann

Höfundakvöld

Sissal Kampmann (f. 1974) er ljóðskáld frá Færeyjum og cand.mag. í norrænum bókmenntum. Fyrsta ljóðasafn hennar Ravnar á ljóðleysum flogi – yrkingar úr uppgongdini kom út árið 2011 og hlaut hún verðlaun, kennd við Klaus Rifbjerg, sem besta nýja ljóðskáldið það árið. Sissal hefur gefið út fjögur ljóðasöfn eftir það sem hafa fest hana í sessi sem eina sterkustu rödd færeyskra bókmennta.

Sunnudagsland (Søndagsland) er fimmta ljóðabók hennar. Sögusviðið eru æskuslóðir höfundar. Eftir að hafa búið í 24 ár bæði í Kaupmannahöfn og í Þórshöfn snýr Sissal Kampmann aftur til fæðingarbæjar síns til að dvelja þar í einhvern tíma. Dvölin þar myndar rammann í ljóðasafninu, þar sem titill þess vísar til drepleiðinlegra sunnudaga í kyrrlátu þorpi, jafnframt því að lýsa einnig ástandi ljóðmælandans þar sem honum leiðist, hann upplifir einmanaleika og á í mikilli tilvistarkreppu.

Jórunn Sigurdardóttir, dagskrárgerdarkona á RUV, stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.