Josefine Klougart

Höfundakvöld

Josefine Klougart (fædd 1985) lærði listasögu og bókmenntafræði og er einnig útskrifuð frá Forfatterskolen, þar sem hún starfar við kennslu. Hún hefur verið gestaprófessor við háskólann í Bern, er meðstofnandi af bókaforlaginu Gladiator og hefur meðal annars starfað með Ólafi Elíassyni.

Klougart er einn af afkastamestu og lofuðustu ungu, dönsku rithöfundunum og telst vera ein af mikilvægustu bókmenntaröddum samtímans. Fyrsta bók hennar kom út árið 2010 og síðan þá hefur hún skrifað fimm skáldsögur, þar af hafa tvær verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Klougart sækir innblásur að verkum sínum í persónsulega reynslu, upplifanir og áhrif sem hún hefur orðið fyrir, t.d í fyrstu skáldsögu sinni Stigninger og fald (2010), þar sem frásagnarpersóna sögunnar lýsir landslagi og hugarástandi bernsku sinnar á Mols, sama stað og Klougart sjálf er fædd og uppalin. Í skáldsögunni Hallerne (2011) er eyðileggjandi sambandi ungrar konu við eldri mann lýst. Hún hefur einnig skrifað Én af os sover (2012) og Om mørke (2013); hið síðarnefnda fjalla um hið myrka sem finnst bæði í stórum og smáum katastrófum. Hið eiginlega myrkur sem sveiflast og breytist í takt við daginn, nóttina og árstíðirnar, myrkrið sem getur heltekið mann og myrkrið sem grunnskilyrði tilverunnar. Síðast útgáfa Klougart er skáldverkið New Forrest (2016). Bækur hennar hafa verið þýddar á um tug tungumála og gefnar út í ýmsum löndum.

Gísli Magnússon, dósent i dönsku við Háskóla Íslands stýrir umræðu sem fer fram á dönsku.