Johannes Anyuru

Höfundakvöld

Johannes Anyuru (1979) er ljóðskáld, leikskáld og rithöfundur.
Hann ólst upp í Borås og Växjö hjá sænskri móður og föður frá Uganda.

Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Menningarblaðamaður Halla Þórlaug Óskarsdóttir stýrir umræðu sem fer fram á sænsku. Aðgangur er ókeypis.

Anyuru lagði stund á verkfræði en var strax í menntaskóla farin að yrkja ljóð og er í dag ein helsta röddin í samtímabókmenntum á norðurlöndunum.
Fyrsta bók Anyuru, ljóðasafnið Det är bara gudarna som är nya, kom út árið 2003.  Ljóðasafnið Omega (2005) fjallar um andlát náins vinar og þriðja ljóðasafnið Städerna inuti Hall (2009) er póltísk ádeila á landslag óhamingjunnar. Fyrsta skáldsaga hans Skulle jag dö under andra himlar, kom út 2010 og 2012 sendi Anyuru frá sér skáldsöguna En storm kom från Paradiset. Sú saga vakti fyrst athygli á honum utan heimalandsins og fjallar um föður og son þar sem rótleysi og sjálfsmynd eru í aðalhlutverki. Sagan var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.  Sagan De kommer att drukna i sina modrars tårar (2017) er lýsing á Gautaborg framtíðarinnar þar sem múslimar þurfa að skrifa undir ríkisborgarasamning eða vera ella stimplaðir óvinir ríkisins.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir höfundakvöldin og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu.
Í hléi er síðan hægt að njóta léttra veitinga frá AALTO Bistro.Verið velkomin!

Mynd. Moderna museet